Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 8
8 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1949 Franklín hefái vericS aS rugla viS þá um fjallið, segja þeim að það væri alstaoar Iiolt innan og fullt af huklufólki, dverg- um og álfum. Heldurðu kannski að amma hans Kristjáns gamla hafi skrökyað þessu? spyr Björgvin hvatskeytlega eins og hann sé staðráðinn í að kveða niður allar efasemciir. Hcldurðu kannski að mamma skrökvi? spyr'bróðir hans. Björgvin hliðrar sér lijá því að svara svo viðurhlutanTikilli spurningu. Hann slítur upp gras, stingur því milli vara sér, btytjar það sundur og skyrpir jafnóðum út úr sér bútunum. Sumir sjá það sem aðrir sjá ekki, segir hann lolcs og leggur þunga áherzlu á hvert orð eins og hann vilji þrýsta þeim inn í hlustir bróður síns. Aldrei hef é-g séð neitt þegar ég hef gengið um brekkurn- ar- undir Draugaklettum, segir Þorsteinn. Og aldrei heyrt neitt heldur. Þ*r hafa sofið. Hverjar? Ókindurnar í klettunum. ■ Mamma segir að það sé ekkert að marka sögurnar hans Kristjáns gamla, endurtekur Þorsteinn. Hún segir að hann sé að gabba okkur. Jæja, þorirðu þá að fara einsamall upp að Draugaklett- um á morgun og vera þar fram í rökkur? Málið er útkljáð: hann hefur beðið ósigur. Ferleg loppa, grá og loðin, stendur honúm svo lifandi fyrir hugskotssjón- um að hann tekur þann kost að þegja. Hann fitlar vand- ræðalega við fanirnar á álftarfjöðrunum og bíður þess að Björgvin fylgi eftir sigri sínum, kveði hann enn rækilegar í kútjnn, minni hann á lestrarkunnáttu sína, vitni í bækur sem hann hefur lesið. En þegar þögnin hefur drottnað órof- in góða-stund gefur hann sigurvegaranum hornauga og ber lítið eitt í brýnnar, eins og hann sé að gá til veðurs og geti naumast áttað sig á vindi og skýjum. Björgvin situr hreyf- ingarlaus á bakkanum og starir á vatnið eins og hann sé að lesa sögu og viti varla af sér. Þannig sat hann stundum við gluggann í vetur þegar rúðurnar fjórar voru þalctar hrím- Joðnum rósum. Ef til vill hefur honum dottið eittlivað merkilegt í hug, cf til vill er þögn hans cinskonar mála- miðlun. Að minnsta kosti verður cngan véginn ráðið af svip hans að hann ætli sér að þreyta deiluna lengur og láta kné fylgja kviði. Heyrðu, segir drengurinn í sáttfúsum tón, eigurn við að leita á nesinu, þar sem lómurinn verpti? Björgvin lítur upp, en dregur við sig svarið. Það bregður fyrir glampa í dökkum og kúptum augum hans, hvikulum glampa og launungarfullum, eins og þegar blikar á vota hrafntinnu í skúraskini. Hann bendir fram fyrir sig og segir lágt og íbyggilega: Hér er aðdjúpt, Steini. Já, ég veit það, anzar drengurinn og færir sig nær hon- um. Sástu bröndu? Björgvin telur óþarft að svara svo hversdagslegri spurn- ingu; hann bendir á vatnið og segir: Hefurðu tekið eftir því, að það er öfugur himinn í tjörninni? Og sérðu hamr- ana þarna niðri? Sérðu hvernig þeir titra? Já, svarar Þorsteinn og skilur hvorki þennan annarlega hreim í rödd bróður síns né rennir grun í hvað fyrir honum vakir. Það hefur verið blæjalogn síðan um hádegi, heldur hann áfram. Fjörnin er eins og spegill. Hefurðu nokkurntíma séð andlitið á þér titra þegar þú hefur horft í spegilinn okkar heima? Andlitið á mér? Nei, það hef ég aldrei séð. Jæja, liversvegna titra þá hamrarnir niðri í tjörninni? Þú segir hún sé eins og spegill; en ekki titrar fjallið, það sérðu ^jálfur; og ekki syllurnar heldur. Hvernig stendur á því að hamrarnir í tjörninni titra allir eins og þeir séu á hreyfingu? Og hversvegna er himinninn niðri í henni öfug- ur? Ekki verður andlitið á manni öfugt í spegli! Þorsteinn. hnyklar brýnnar, leggur kollinn í bleyti og horfir ýmist á vatnið eða bróður sinn. Skyldi Bjöggi ætla að segja honum sögu, eins og þegar þeir sátu yfir ánum í sumar, eða eru þetta einungis látalæti og brellur? Hann hefur alltaf verið mesta ólíkindatól, og hver veit nema hann kunni lausn gátunnar, hafi lesið hana í bok, og vilji nú láta hann hlaupa á sig og segja einhverja dómadags vitleysu, til þess að geta síðan lilegið að honum fyrir glopskuna. Senni- lega er bezt að fullyrða ekki neitt og vera við öllu búinn. Hann liorfir á vatniÖ og segir í óeðlilega hlutlausum rómi, að hamrarnir titri helzt í vtkinni hjá lynghólaröðlin- um, þar sem túnlækurinn fellur í tjörnina. Það skyldi þó aldrei vera að straumurinn — Hvers vegna er himinninn öfugur? grípur Björgvin fram í fyrir honum. öfugur? Já, óneitanlega er hann öfugur. Þorsteinn tví- stígur á bakkanum og beitir því með sjálfum sér að verða læs í vetur, hvað sem það kostar, svo að Björgvin geti ekki framar státað cinn af kunnáttu sinni né skákað í því hróks- valdi að hann viti ekki nettt. Jafnframt heldur hann áfram að kljást við þessa einkennilegu gátu, virðir fyrir sér báða himnana og fer ósjálfrátt aÖ bera þá saman. Himinninn yfir landinu er aþekkur tomri skál á hvolfi, en himinninn niðri t tjörninni er hinsvegar fullur af gagnsærri bláleitri vökvun og virðist fela barma sína undir bökkunum. Hver veit nema lausnin fengist, ef hann tæki spegilinn heima ofan af þili, legði hann á borðið og héldi skyrskálinni sinni á hvolfi yfir honum? Að vísu yrði nokkrum vandkvæðum bundið að fá skálina til að líkjast himninum, nema hvað Framhald á bls. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.