Þjóðviljinn - 24.12.1949, Side 30

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Side 30
30 Þ JÖÐVIL JINN Jólin 1949 ásamt gildum vírstreng sem borinn er upp fyrir eyrina. Mokað frá hjólunum, vírinn festur um jarðfastan stein, spilið á bíl Ingimars sett í gang, ýtt á bílinn. Vírinn sleppur af steininum. Honum er fest bctur, reynt á nýjan leik. Eftir nokkra stund er bíllinn kominn á ,,fast“ land. Nú er vírn- um fest á hinn bílinn og bíllinn, sem kominn er á ,,fast“ lát- inn draga binn þangað líka. Þá cr aðcins einn eftir. Hann stöðvast úti í ánni. ,,Stormsvéitin“ veður af stað með vírinn, síðan cr strandaði bíllinn dreginn af stað og fer aftur í gang. Orsök stöðvunarinnar aðeins sú, að vatn bafði komizt í ,,pústslönguna“. Við komum að ánni kl. 3,15 nú er hún um 4.45.----------- Bíðum annars við. Það væri illa farið, ef þið sem kunnið að lesa þetta, hefðuð fengið þá hugmynd, að þessi leið væri fær í hvaða sæmilegum bíl sem er. Svo er ekki. Því valda árnar — og ekkert nema árnar. Milli þeirra er leiðin um greiðfærar melöldur, er myndu á skömmum tíma troðast í allgóðan veg. Bílarnir sem fluttu okkur voru óvenjuháir og með drifi á öllum lijólum. Það voru mjög stór vörubíll, 11 manna bíll og 16 manna bíll, fyrrverandi herbílar, gerðir fyrir mikið slark. Þetta ber þó ekki að skilja svo að ég sé að telja kjark úr neinum að fara þessa leið, bendi aðeiny á að hyggilegra er vel heiman að búast. Landið þarna er gróður- laus melauðn — og langt að þramma til byggða. Hið breiða og hið þrönga hiið Enn hallar öllum vötnum til Skagafjarðar, en héðan á leiðin að vera greið til Eyjafjarðar. Jökulsá eystri að baki. Það eru því sigurglaðir menn, scm aka af stað suðaustur Langahrygg. Suður á hryggbrúninni er staðnæmzt. Til suðurs opnast mikið og breitt hlið: Sprengisandur; lciðin til Suðurlands milli Hofsjökuls og Fungnafellsjökuls. fungna- fcllsjökul og Vatnajökul ber saman, þar cr aðeins að sjá einn samfelldan jökul. Þctta vcldur jafnvel deilum um það hvort nokkur Tungnafellsjökull sé til, eða hvort Vonar- skarð sé horfið. Þess virðist harla lítil,,,von“ héðan að sjá, að þar sé annað en jökull. Við austurbrún Hofsjökuls rfs Klakk- ur, svartur á svip, og horfir austur um Sprengisand. Eg minnist þess vart að hafa ckið brattari leið en brekkuna niður af Langahrygg. Síðan ekur Guðmundur Iangan veg um slétt- ar sandöldurnar suður mcð jöklinuin. Hann cr ósár á að lcggja lykkju á lcið sína, samferðamönnunum til ánægju. Síðan er snúíð við og stefnt sunnan við Laugafcllshnjúk. Nú er hér sólskin, kyrrð og blíða, en steinarnir á sandinum efu sorfnir og slípaðir að sunnanverðu: það gefur áþreifanlegá til kynna að enginn muni öfundsverður af því að vera hér í sandbyl, þcgar veðrið er í sínum versta ham. Skammt frá Laugafellshnjúknum er eggsléttur melur á stóru svæði. Sam- ferðamennirnir bregða á leik, stíga nöfn sín í sandinn. Hoppa margir samtímis á öðrum fæti. Var það mikil skemmtun. Laugafell Náttstaður er ákveðinn í Laugafelli, skála Ferðafélags Akureyrar. Jökulkvíslin er lítil þarna suður á söndunum og brátt komum við að Laugakvíslinni, er rennur austan við Laugafbllið. Niður með henni reynist ógreið leið, svo Guð- mundur gerir sér lítið fyrir og ekur beint upp á háfellið. Undantekningarlaust erum við honum þakklátir fyrir. Héðan cr góð útsýn austur, suður og vcstur til jöklanna og yfir Sprengisand. Klukkan er um 8 að kvöldi; sólin að bjóða góða nótt, dvelur þó enn um stund hjá Hofsjökli. Landið blasir við, rokkið, dimmblátt, fölblátt, brunt, cir- rautt, fölrautt, bleikt, gullið, silfurbjart, hvítt. Elds í baugum ættland skín, elfartaug og svelli. Blasir augum yndissýn ofan af Laugafelli. Það var Hallgrímur Jónasson cr þannig kvað. Tekið var að kólna og nú ekið niður fellið, yfir kvíslina, en á norðurbakkanum er Laugafell, skáli Ferðafélags Akur-' e)'rar í gróinni brekku, við nokkrar heitar uppsprettur. Enn hefur F. A. ekki haft fjárráð til að setja rúm í skálann, en um það fæst cnginn. Þetta cr kærkominn náttstaður. Ljós cru tendruð, kveikt á prímusum, setzt að snæðingi. Svo er gengið út í kalt kveldhúmið og horft yfir öræfin í glærri dularbirtu tunglsins. Nokkrir hlýða fyrirlestri um stjörnu- fræði. Aðrir hlusta á andardrátt öræfakyrrðarinnar. Loks eru allir farnir að sofa. Vafnahjallavegur Laugardagsmorgunninn 10. se'ptember. Sólskin og sindr- andi héla. Fararstjórinn lcikur við hvcrn sinn fingur. Er scm

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.