Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 22
22 ÞJÓÐVILJINN Jólin 1949 Orð hans smjúga gegnum kyrrðina, — ekki eins og þau rjúfi hana, heldur líkt og þau dýpki hana, veiti henni fyll- ingú, metti andrúmsloftið í rökkurviðnum eftir heitan dag. MyndirSu reiðast mér, elsku vinur, ef ég segði þér það, að ég hef farið með ósatt mal, þegar ég hef talað um mann- inn minnp spyr konan, og rödd hennar er heit eins og myfkrið. Hvað áttu við? spyr hann. Hún kemur nasr honum og horfir í augu hans innan úr skóginum. Ef ég segði þér það, að maðurinn minn er alls ekki dáinn? Ef þú vissir, að ég hefi verið að fara með ósann- indi? Og ef ég léti þig finna það strax, hvað ég ber raun- verulega mikið traust til þín? Hún þagnar skyndilega. Elöfuð hennar lýtur myrkrinu í návist þessa ókunna pilts. Ó, segir hún svo hann varla heyr- ir. Guð. Eg hefi ekki sagt þér satt. Elsku vinur. Sjáðu. Reyndu að skilja mig. Hún heyrir hann ekki svara. Maðurinn minn. Þessi maður sem ég er gift. MaSurinn í húsinu sem ég dvelst stundum í, nokkra mánuði. Verk- smiðjueigandinn sem kostar ferðalögin mín. Enn þagnar hún. Og pilturinn segir: Hann er þá lifandi? Hún reisir liöfuðið, tígulega, pilturinn finnur andardrátt hennar, sér nasavængina bifast, skynjar nærveru líkamans, svarar vonlausu augnaráöi og sér augun lykjast, heyrir rödd sem hvíslar: En — hann er ekki maður! Konan þagnár, og þó er eins og hún hafi ætlað að segja miklu meira, og pilturinn lítur á hana í myrkrinu, hvar hún situr við eikarstofn, og höfuð hennar sígur að nýju. Það líður góð stund eins og í bið, unz pilturinn finnur hönd konunnar á öxl sér og heyrir rödd hennar aftur: Vinur rninn, vertu hér kyrr. Hvers vegna að fara? Þú mátt ekki fara, yertu kyrr. Því ekki það? • Ég er búinn að ákveða að fara. Ég hefi pantað flugfar. I-íefurðu? En því ekki að----- Ég var að panta það daginn sem við mættumst niðri á veginúm, grípur hann fram í fyrir henni, en á örðugt með að gefa nokkra frekari skýringu. Hann skynjar konuna alla í snertingu hennar. Ög þegar hún svarar engu, heldur þegir við orðum hans, finnur hann enn betur að hún kemur við hann. Og hann heyrir andar- drátt hennar, sem hann á ef til vill ekki að heyra, skynjar meira en honum er kannske ætlað að skynja. Þetta ér það augnablik þegar unglingurinn hlýðir innri þörf, heinni og voldugri skipun án þess að vita að það er skipun, tekur við- bragð skyndilega án yfirlagðrar ákvörðunar, leikur leikinn af nauðsyn en hugsar hann ekki. Sá sem áður var barn er eklci barn lengur, ekki heldur unglingur. En hann er full- orðinn. Og í andliti hans er skeggrót sem snertir konuna, og hún finnur hann öll, þennan sautján ára ungling, sem hún þekkir varla. Hann gríput íiijjy lipphandleggi hennar, reisir hana á fætur um leið og hann sprettur upp, og hann verður allur miklu stærri en hún, miklu eldri en hún, hún verður bara lítil stúlka í rökkrinu, ekki móðir hans, heldur lítil stúlka, agnarlítil og saklaus, og hann er góður við hana af því hún er svo smá og viðkvæm, en liann stór, hún svo ung og hann fullorÖinn, vaxinn maður sem snertir hana alla utan- yfir fötin og þekkir hana alla og gleymir öllu nema henni um stund; en hún er ekki lengur ein. Þessa litlu biS cr hún ekki ein. ' ■ V 1 Ó, þú. Og nóttin sem bíður mín. Ekki fara. Þegar ég verð aftur ein, það verÖur strax í nótt, það verður strax þegar þú ert farinn. Þú mátt elcki fara. Hversvegna? Ó, líttu í augu mín. Við skulum heldur koma héðan en þú farir. Ég skal lcoma hvert sem þú vilt. Við þurfum ekki að vera hér. Það er ekkert eftir á bessum stað, þegar þú ert farinn. Nei. Þessi staður ert þú, annars er hér ekkert fyrir mig. Þú skilur það, vinur minn. Þú mátt elcki fara. Þú veizt að með mér geturðu komizt hvert sem þú vilt. Vinur, ekki fara. Hún lítur í augu hans, og hann kemst ekki undan því augnaráði. í dag beindi hún sjónum hans að fjarlægðinni, liirini ótakmörkuðu vídd sem clcki varð skynjuð með sjóri- auka uppi á fjöllum, hafsauganu er sameinaði jörð og himin og leysti raunheiminn upp í mistur fjarlægrar strandar. En nú beinir hún þeim að hyldýpi augna sinna, opnar sál sína, konan frammi fyrir manninum, laðar þær að harmdökkum speglum. Þá losar hann sig. Og Iconan verður aftur ein, aftur kona sem getur verið móðir hans, skáldkona á hressingarhæli, en þó öllu fremur einstæðingur, fullorðin kona, bráðum gömul. Og hún sér hann fara. Hann fer, og lcveður ekki. En hún veit, að hann fer og kemur ekki aftur, sést ekki meir, leggur af staS með hráðléstinni í býtið næsta morgun, úr þessum skógiprýdda íjatlasal, frá sléttunni og gróðrinum. Og konan heyrir fóta- tak hans ekki lengur, því mosateppið geymir spor hans, sér hann ekki meir, því skógarhöllin er diirim. En urri sömu leiðir verður hún að fíira og Iiann, gegnum skóginn og niður að sléttunni, síðan spölkorn yfir sléttuna, unzliun kemur að húsinu. Gangan niður á við verður þó miklu erfiðari en ferð- in upp í móti, því hver spölur hefur lengzt síðan í morgun. Nú er engin slóð án hættu. Svo er líkt og þrotlaus sandauðn taki við þar sem sléttan tekur við, en ekki gróðurflæmi með rósum og túlípönum eins og til dæmis í Hollandi. (Þegar lringað er komið er sagan búin. Saga um samtöl milli hans og hennar, piltsins og konunnar. En þó öllu frém- ur um snertingu, skámmvinn atlot, sem staÖfestu það, að æska hans var liðin og elli hennar að nálgasc. Slys, kannske.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.