Þjóðviljinn - 24.12.1949, Side 25

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Side 25
Jólm 1949 ÞJÓÐVILJINN ■25 hafði Hallgrímur Jónasson kvéðið, að einhvcrju gefnu til- efni, en hann er eins og flestir vita annar vinsælasti fararstjóri Ferðafélags íslands. Eitthvað kvað hann fleira til Einars, se'm ég hef gleymt. Þessu reiddist Sigurður Þórarinsson, skekkti rauðu skotthúfuna ofurlítið meir, skakkskaut augunum aft- ur í bílion og sendi skutnum eftirfarandi: Er það mjög til ósóma að afturbekkjarskáldið hnoðar leir um höfðingja, en hunzar okkur smælingja. Hallgrímur brosti við, en þagði. Hófu stafnbúar nú fer- skeytluskothríð mikla, er skutverjum þótti illt undir að búa en fengu ekki að gert, því enn þagði Hallgrímur og brosti. Hugðust stafnbúar láta kné fylgja kviði og slöngvuðu enn aftur í: Árum skella ótt og títt Einar bæði og Siggi. / Mér finnst það vera skratt-i skítt að skuturinn eftir liggi. þeir sem kunnu á kvæðum skil kundar framí sátu, j IJ en andagiftina aftan til • ýmsir litils mátu. w~ Síkkaði nú allmjög brúnin á skutverjum — en Hall- grímur þagði sem fyrr og brosti af skjlningi lífsreynds manns. Augu allra aftur í beindust þó að lionum, þar áttu þeir allt sitt traust í þessum bardaga, en cnginn lagði honum lið, utan einn: Laugar, ösku og loftsins þyt lærðir mæla og greina, en —■■ að vega eigið vit ættu þeir sízt að reyna. En þetta sagði hann svo aumkunarlega lágt að aldrei heyrð- ist fram í, enda var sigurgleði stafnbúanna svo barnsleg og heið að kalt hjarta þurfti til að vanpa á hana nokkrum skugga. En þegar dreissugheit þeirra stafnbúa yfir volæði okkar skutverja keyrðu úr hófi fram særðunr við, með tárin í augunum, Hallgrím til að senda fram í: Þó að eitthvað út af bæri {i skal kvíða draug né húmi, — bara ef ég vissi að værí | valinn maður í hverju rúmi. Dró nú ófriðarbliku á loft í stafninum, en skutvefjár biðu skjálfandi þeirrar gerningahríðar er yfir þá myndi dynja — en þá staðnæmdist bíllinn skyndilega: við vorum hjá beinakcrlingunni á Bláfellshálsi og hver um annan þveran þusti til dyra. Utsýnin inn yfir Kjöl forðaði okkur skutverj- um frá yfirvoíandi gereyðingarstríði þeirra stafnverja. Þjáningar dagsins á morgun í friðsemd og vinsemd ókum við niður að Hvítá. Þar fengum við skipun um að fara út úr bílunum og ganga yfir brúna. Var þetta túlkað sem öryggisráðstöfun, en grunur minn cr sá að þetta hafi vcrið lævíst hrckkjabragð, því ekki vorum við fyrr komnir út en umhverfis okkur tók skyndi- lega að suða: við vorum orðnir vesæl tilraunadýr Sörens. Samt hertum við upp hugann og reyndum að ganga sem virðulegast yfir brúna — hver gat sagt nema hann sýndi þetta útlcndingum sem dæmi um það hvernig Islendingar færu að því að ganga?! Og svo var farið heim að Hvítárnesi. Bak við þcssa út- skornu burst, undir þessu vallgróna þaki hefur nrargt ævin- týrið gerzt, — og þegar sólskinið flóir um iðgræna vellina, blátt vat;rið og hvítan jökulinn er yndislegt að vcra til, eih- mitt hér. Og jafnvel þótt haustrigningin grett og gfá gangi yfir landið og lemji rúðurnar, þá cr einnig gott að vera hér — einkum ef Skagfjörð á afmæli! Meðan flestir deila um það, hvort það sé heldur í rúminu Irægra megin við dvrnar, eða vinstra megin við dyrnar, sem hún vitjar manns í einrúmi á næturnar, hvítklædda konan, gengur Sigurður Þórarinsson með skóflu sína upp fyrir rúst- irnar af gamla ,,bænum“(?) og byrjar að grafa. Jóhannes Áskclsson er kominn til liðs við hann. Eftir nokkra stund hcyrist ánægjuhljóð í Sigurði þar sem hann krýpur á grafar- bakkanum og gcrir gælur við öskukornin í lófa sér. Svona er að vcra doktor í öskulagafræði. Þegar venjulcgir menn sjá aðeins hrjúfa ösku les Sigurður Þórarinsson þar sögu liðihna alda. Svo kemur hann dýrgripunum fyrir í föggum sínum, mokar ofan í holuna og færir grassvörðinn í sarnt lag aft- ur með umhyggju elskandi sonar. Ferðafélagarnir í hús- inu hafa nú lokið við að ræða um drauga og önnur spakleg mál. Aftur er haldið af stað. Þegar kenrur norður móts við Rjúpnafcllið snarbcygir Guðmundur Jónasson út'af vcginum til hægri. Hvað er nú að manninum?! Hann nemur ekki staðar fyrr en við Blöndu. Þar tekur hann á rás meðfram

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.