Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 27
lólin 1949
ÞJÖÐVILJINN
27
Morgunn á HveravölBum
Hvað er nú þetta! Hefur Jóhannes Kolbeinsson tekiS
'upp á því aS silfurleggja gólfiS í skálanum eftir aS viS vor-
Úm sofnaðir? Eg átta mig betur, þetta er tunglskin. ÞaS er
óþolandi heitt, engin hreyfing í skálanum nema værðarleg
svefnhljóð. Ofurlitegt læðist ég út. Hvílík blessun. Svalt
morgunloftið, ofurlítiS frost, heiður himinn, blikandi stjörn-
ur og máninn blindfullur. Eftir stundarkorn dreg ég mig aft-
ur í hlýjuna því kl. er rúmlega 5, en 1 gærkveldi gaf Einar
fyrirskipun um að fara af stað ekki síðar en kl. 7... . ínn
um opinn gluggann berst seytlið í læ’knum fyrir utan....
Svo læSist einhver niður stigann. Ég fer út á eftir honum.
Þetta er Hallgrímur Jónasson. Við setjumst á klöppina fyrir
ofan skálann og dásömum veðrið. Svo fer Hallgrímur inn
aftur til að ýta við íerðafélögunum, en ég rölti upp að hver-
unum. Það er enn ekki bjart, en hvílíkur undraheimur.
Hverabungan öll eitt síbreytilegt, sindrandi silfur. Á rökk-
urbláum vesturlúmninum dansa.gráhvítir skuggar, talca á sig
undarleg form og allskonar myndir, breytast, leysast upp,
nýir koma í þeirra stað. A bláu himintjaldinu nýjar og nýjar
myndir, án enda. Neðst á þessu bláa tjaldi hvítur jökul-
bekkur, þá svartur hraunfaldurinn, — staðurinn sem þú
stendur á glitrandi silfur, seytlandi silfur, gjósandi silfur.
Þegar þú hefur um stund horft á leik grárra skugganna á
bláu tjaldinu rofna þeir skyndilega og niður milli þeitra, rétt
hjá þér, starir tunglið á þig eins og kalt, lýsandi, ósvífið nátt-
tröllsauga, spyrjandi: HvaS ert þú lítill karl að gera hér í ríki
mínu? Svo slæva nýjar skuggamyndir þetta auga.... í
morgunkyrrSinni truflar ejkkert raddir liveranna, undirleik
þeirra við þessa glettnislegu leiksýningu, Jaeir seitla, buldra,
ltrauma, gjósa, blása og duna. Bláliver, sem áðan var dimm-
blár, er nú orðinn ljósblár, því dagurinn er að sigra annarlega
birtu hins fyrsta morguns. Stjörnurnar á austurhimmnum
slokkna eins og útbrunnin kerti, þar sem áður gægðist veikur
biarmi yfir Hofsjökul stígur nýr og fagur dagur risaskref-
v rra og hærra.
Heima við skálanri hefur allt farið á fleygiferð meðan ég
héf staðið eins og umskiptingur uppi við hverina. Sumir
matast, aðrir lilaupa með dót sitt í bílana, það er fjör og á-
hugi í hópnum. Hallgrímur o. fl. góðir menn Jdvo skála-
gólfið. Ég flýti mér hægt að vanda.
Meðan þessu fer fram gægist sólin upp og gyllir liæðirnar.
—- — Allir eru ferðbúnir. Klukkan er um 6,45. Það er horft
til baka frá bílunum, þangað sem reykirnir stíga upp mót
Á Hveravölluin um ld. 7 að morg'ni, íyrstu ■ sólargeislarnir
eru að byrja að gylla hélað landið, en tunglið hefur enn ekki
dregið sig í hlé (yzt og efst til haegri).
bláum himninum og máninn er að ganga til náða bak við
hvítan jökulinn. Svo er haldiS af stað og ekið hratt austur
melana. Það er héla og óteljandi sindrandi ískristallar fljúga
hjá.
Mófi hinu ókunna
Við liöfum hitt á óskastundina: á þessum tíma árs getur
veðriS eklti verið bjartara né fegurra, heiður himinn, logn.
Við Blöndu förum við nokkrir úr stærsta bílnum yfir á vöru-
bílinn. Onnur töf verður ekki við Blöndu. Það er korninn
veiðihugur í Sören. Á austurbakkanum er hann strax
þotinn út og teluir móti hinum bílunum meS kvikmynda-
vélinni. Klukkan er 7,38. Áfram er baldiS norðaustur mel-
öldurnar, móti hinu ókunna. Komumst við alla leið, eða
skyldum við verða að snúa við, er hin mikla spurning efst í
allra hug. Svartakvísl er lítil. AS neðri Þverkvísl er komiS kl.
9,35, að Efri Þverkvísl kl. 9,45. Það eru skelþunnar skarir
að ánum eftir nóttina, botninn sæmilegur, sumstaSar hætt
við sandbleytu við baklcana, engar tafir. Allt hefur enn
•íengiS aS óskum.
Þeir sem komið hafa á Hveravelli munu hafa tekiS eftir
því að landið norðan Elofsjökuls er flatt og fjallalaust að
kalla. Utan í jöklinum nokkrir hnúkar, helztir Álftabrekk-
ur, Sata og Krókafell, og nokkrir fleiri Jiegar komið er norS-
ur fyrir og haldið austur meS. LandiS er þarna melöldur, yf-
irleitt greiðfær yfirferðar. Þær valda Guðmundi Jónassyni
ekki heilabrotum. Eins og af einhverri dulinni eSlisávísun
virðist hann strax finna auSveldustu leiSina. Þegar hér er