Þjóðviljinn - 24.12.1949, Side 19
Jólin 1949
ÞJÓÐVILJINN
19
Að vera fullorðinn
Smásaga effir Elias Mar
(Það er bezt að lita þessa sögu gerast úti í Danmörku,
og þó ekki í Danmörku, því þar eru engin fjöll, segjum
heldur í Noregi eða Svíþjóð, þar eru fjöll, en það koma
nerniléga íyrir mörg fjöll í þessari sögu, eiginlega of mörg
til þess það taki því að nefna þau nöfnum. Hinsvegar gétur
sagan ekki gerzt á íslancli, því það kemur líka fyrir í henni
víðlendur skógur, en á Islandi vaxa ekki skógar. Skóginum
má hinsvegar ekki gleyma. Þetta er semsé í landi skógivax-
inna fjalla.
Sagan byrjar þó ekki í fjöllunum, heldur á sléttunni
breiðu og grösugu fyrir neðan fjöllin, sem teygir sig alla
l?ið til sjávar án minnsta hnökra, tilbreytingarlaus og bljúg,
unz hún mynnist við hafið norður við sjóndeildarhringinn.
Aþ eirri sléttu byrjar sagan.
Hann er sautján ára gamall og útlendingur í landinu,
hcfur dvalizt hér skamma hríð. Og litla þorpið við sléttu-
jaðarinn, þar sem hressingarhælið rís á smárri landöldu við
rætur fjallanna, það er lionum varla kunnugt enn, og þó
hefur hann átt hcr samastað í meira en viku og er bráðum á
förum. Hressingarhælið er ekki seaður fyrir hann. Svo er
að koma haust og sumargestirnir óðum að fara. Vetrargest-
irnir koma eftir fáeinar yikur, og það er tjipmikið skiðafólk
með hávaða. Ennþá dvelur hér fjöldi sumargesta, veilct
fólk, sem er svo lánsamt að eiga peninga til að geta legið
á sjúkrabekkjum fyrir utan.þessa rcisulegu byggingu á mcð-
an sumarsins nýtur við. Með þessu fólki hefur hann dvalizt
og varla haft rænu á því að fara niður í þorpið, endaþótt
það sé eina tilbreytingin, sem hugsanleg er á þessum stað
fyrir ekki meiri sjúkling en hann er. Hann hefur haft fóta-
vist, síðan hann kom, en lítið gengið úti. Þú átt að ganga
úti, sagði læknitinn. Og í dag er hann búinn að fara niður
í þorpið og tryggja sér flugfar heim, til annars lands, þangað
sem hann þráði að vera kominn fyrir nokkrum vikum, þegar
hann lá rúnrfastur, — þangað sem hann átti heima, þegar
hann var barn. Og hér er það ekki úr vegi aÖ láta hina eig-
inlegu sögu hefjast.)
1.
Hún kemur gangandi utan af sléttunni í mynd fertugrar
konu meö blómkörfu og hefur skýluklút yfir ljósu hárinu.
Hún gengur fétið ög mætir honum á krossgötum, en hann
lítur framan f lia'na og þekkir hana, því hún cr ein af ríku
konunum á hótelinu og ekki ljót, en hann veit ekkert um
hana annað en það, að eitthvað hlýtur hún að vera veilc úr
því hútri er á þessum stað, kannské er hún geðveik, hugsar
hann.
Þau heilsast, og það er í fvrsta skipti. Hann tekur ofah.
Og hún lítur þannig á hann, að hann kann ekki við að halda
göngunni áfram ári þess þau fylgist að. Hann er piltur, hún
kona.
Þér eruð hættir að ganga við stafinn, segir hún. ,
Já. Eg þarf ekki leqgur staf, segir hann.
Eruð þér ekki að koma til? segir hún.
Jú, takk fyrir, ég er orðinn sæmilegur.
Þér vcrðið samt eitthvað hér cnnþá, ekki svo? spyr konan.
Ætli ég losni ckki héðan cftir nokkra daga. — Þér liafið
vcrið að tína blóm?
Húri fer höndum urn rósirnar í körfunni, talar unr gróð-
urfíæmin, sem séu lengra úti á sléttunni. Þar vaxa rauðar
rósir. Eg hcfi aldrci séð cius fallcga rósabrciðu. Það minnti