Þjóðviljinn - 24.12.1949, Side 38
ÞJÓÐVILJINN
k
fúlin 1949
Téklcncski verkfrættingurinn Norak hefur fundiS
upp þennan rafknúða barnabíl, sem nú er hafin
framleiðsla á í A8AP-verksmiSjunum í Miaga Bole-
slav. Bílnum er hæ.gt að aka með 4 til 30 kílómetra
hraða á klukkustund og straumurinn frá rafgeyin-
unum, sem eru 12 volta, endist í 25 kílómetra ferða-
lag. Bíllinn er enn sem komið er aðeins framleiddur
i'yrir tékknesk barnaheimili.
Og hitinn var svo mikill, að flestir gengu í stuttbuxum
einum klæða, nema hvað kvenfóikið vafði litlum dulum um
brjóst sín.
Eg reikaði um í borginni.
Og inná hótelunum sátu feitir auðmenn og uppskrælnaðar
kerlingar, og höfðu blævængi og átu ís.
Þeir áttu gott, sem áttu aura fyrir is.
Á morgnana, þegar ég kom út, var mjólkurmaðurinn að
fara með vagninn framhjá, og hófaskellirnir á grjótinu voru
eins og líksöngur morgunsins —--------
Eg leitaði vinnu.
Og á hverjum morgni, þegar ég komfyrir hornið, sat lítill
drengur á brún gangstéttarinnar og lék sér að ryðguðum
dósum og þornuðum hrossaskít.
Þetta var gömul gata, húsin há, gatan mjó.
Eg leitaði vinnu.
Og á hverju kvöldi, þegar ég kom til baka, var litli dreng-
urinn horfinn — og gatan einsog eyðimörk, ofurseld vonzku
fúllvaxinna manna.
V'
'Eg hafði ekki talað við nokkurn mann svo vikum skipti,
nérha rétt það nauðsynlegasta. Og ég hafði ekki talað við
börn í marga mánuði.
Einn morguninn hugsaði ég um litla bróður minn heima
á:íslandi, um öll litlu börnin heima á íslandi, því það er svo
gaman að horfa á lítil börn og tala við lítil börn. Og ég
stanzaði hjá litla drengnum, sem sat á gangstéttinni — og
sagði: t, ■ ....
— Sæll, litli drengur.
Og hann leit upp, — og augu hans voru brún, hár hans
dökkt. Hann skildi mig ekki.
Eg reyndi aftur, en hann skildi ekki. Það var sælgætisbúð
þar rétt hjá, og ég keypti sleikjupinna og rétti honum. Og
ég sagði á íslenzku:
— Gerðu svo vel, vinur minn, — og klappaði á óhreina,
dökka kollinn hans.
Hann leit á mig þakklátum augum, og sagði eitthvað, sem
ég skildi eklci. Og svo hélt hann áfram að leika sér að sín-
um ryðguðu dósum, sínum þurra hrossaskít.
Eg gekk áfram upp í borgina. Og ég. var glaður, því að nú
átti ég einn vin í þessari stóru borg,
En það var engin vinna.
A hverjum degi leitaði ég vinnu í hitanum og svækjunni,
ber innanum alla bera. En það var ekkert að gera.
Á hverju kvöldi kom ég heim, þreyttur og vansæll og gat
varla sofnað vegna hitans.
Á hverjum morgni hitti ég vin minn og gaf hunum sleikju-
pinna. Og hann sýndi mér dósirnar sínar og hrossaskítinn.
Hann var vinur minn.
Hvað er varið í að eiga vini, sem eru —-..orðnir?
Vinur minn var einn af öllum þeim skara, sem nefnist einu
nafni börn. Og börn eru það bezta í heiminum. Og hversvegna
skyldi ég þá ekki vera glaður, þótt ég fengi enga vinnu og
talaði aldrei við neinn?
------ -------_______ J________