Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 12
ÞJÖÐVILJINN Jólin 1949 12 feifen undan mér, minni kirkju eða meiri, þeiri sem eg hefi vald yfir.“ Lauk viðureign þeirra á Höfðabrekku svo, að SSðÍMJRsiíléiffi,'??” s^a’ yígði Wrkjuna og söng messu, „þó þar ypði h^ii)S..yili ^kki framgengur. Undi hann lítt við þessi mélalok. Gerðu og allir aðrir að dæmum Jóns síðan, að engir vildu gefa kirkjur í vald Þorláks biskups, og því fell niður sú kæra um hans daga.“ Inn i deilpr Jóns og Þorláks biskups um yfirráð kirknanna spannst annað mál, sem íslenzka þjóðin hefur einnig haft mikinn áhuga á. Það voru kvennamál Jóns, en Islendingum hafa alltaf verið hugleikin ástarævintýri höfðingja sinna og ekki sízt, ef á hafa verið meiri háttar meinbugir. í átökun- úm um Höfðabrekkukirkju spruttu þessi orð af munni Þor- láki biskupi: „Þó að óþolanligt sé, ef fyrir rétta dómendur kemur, að þú dragir kirkjunnar forráð undir þig eftir lands- sið og undan biskupnum, þá er miklu óþolanligra það, er biskupar fá ekki frá þér tekið hórkonur þínar, þær er þú heldur móti öllum landssið.." — En ein hjákona Jóns var Ragnheiður systir Þprláks biskups, og segir í Oddaverja- þætti, að þau hafi elskazt frá barnæsku. Viðskipti þeirra út af Ragnheiði voru hin stórbrotnustu. Biskup leggur allt kapp á að slíta samvistir þeirra, lýsir for.boðun og hótar bann- setningu, ef þau láti ekki af háttum sínum. Þá lýsir Jón sig þess albúinn að haga svo til, „að þér veitið eigi þetta emb- ætti fleirum en mér,“ og lá þar í hótun um handtöku og líf- lát. Varð biskup enn að láta undan síga fyrir beiðni vina sinna. III. Það hefur ekki verið sparað að halda á loft þeim atburðum í sögu Jóns Loftssonar, sem nú hefur verið drepið á. Þeir hafa lifað í vitund þjóðarinnar og mótað þar heilsteyptan svip míhils höfðingja, sem var allt í senn: friðarstillir á ó- friðar- og vígaöld, lét aldrei hlut sinn í neinu, þegar hann átti sitt að verja, réttlátur, er hann var kvaddur til dóma, og jafnframt óvæginn, þegar honum þóttu sakir standa til, og skeytti þá ekki, þótt ríkir menn og voldugir ættu í hlut, lét hótanir mæta hótunum í viðureign við ribbalda ættarinnar og þurfti ekki við að standa, af því að enginn vildi undir efndum þeirra eiga. Og um hans daga og í skjóli ríkis hans tekst íslenzkum höfðingjum að verjast yfirdrottnun erlends kirkjuvalds. En ein er sú frásögn um hann, sem ekki hefur verið á loft haldið, og það er um undirtektir hans, þegar hann er beðinn liðveizlu gegn drengjunum í Heinabergi. Enda gæti manni virzt, að hún gæfi nokkuð aðra mynd af manninum en hinar aðrar, og skulum við nú athuga hana nokkru nánar. Það fer varla hjá því, að lesandinn hafi samúð sína með Guðnýju í Heinabergi og liði hennar í orustunni við höfð- ingjann á Staðarhóli. í rauninni gengur hann á gerðar sættir, þótt ekki væri formlega frá þeim gengið. Það hafði verið ur misst bakhjarl sinn, fyrst áður hafði þótt vænzt að láta málið kyrrt liggja og hvor hefði það, er hafði fyrir hönd sins skjólstæðings. Það eru sannarlega ekki höfðinglegar aðfarir að taka upp málið að nýju, þegar þessi einstæðingskona hef- ur misst bakhjarl sinn, fyrst áður hafði þótt vænst að láta niður falla. Okkur finnst til um dirfsku Guðbjargar, er hún snýst til varnar, þegar á að ræna hana bústofni hennar. Þess eru fá dæmi á þeirri öld, að alþýðumenn drrfist á þennan hátt að bera hönd yfir höfuð sér gegn stórhöfðingja og hafa ekki annan að baki. Hinn siðferðilegi réttur var hennar meg- in, og hugrekki hennar og skapharka færðu henni líka þann sigur, að árásarmennirnir urðu frá að hverfa ránsáformum sínum. Þegar maður vill svo gera sér grein fyrir afstöðu Jóns Lof tssonar til eftirmála, þá má undirstrika hans eigin orð um það, að fyrir vinfengi hans við Einar var honum enginn vandi á því máli. Vandi hans var frekar á hina hlið. Ránsför Einars er raunveruleg árás á Sturlu Þórðarson í gröf hans, en við hann hafði Jón bundizt þvílíkum böndum að bjóða hon- um barnfóstur. Guðný, ekkja Sturlu, verður aðalskjól drengjanna, skýtur yfir þá skjólshúsi, og Ari sterki, fylgi- maður hennar, og Böðvar faðir hennar eru fyrir máli þeirra, þegar til þings kemur. Jón kemur ekkert við sögu málsins að öðru en þessu, að hann gefur fyrirheit um að standa með Þorvaldi að eftirmálum, en með þeim liðsafla, sem Þorvald- ur hafði, þurfti hann ekki á frekari aðstoð en hlutleysi Jóns að halda til að gera útlæga tvo umkomulausa drengi innan tvítugsaldurs. En ýmsum mundi finnast það betur fara við framkomu Jóns í öðrum málum, að hann hefði staðið á bak við móður fóstursonar síns og lagt sig fram um að koma á sáttum án þeirra afarkosta, að einkasonur konunnar í Heina- bergi væri gerður útlægur fyrir að rétta móður sinni hjálp- arhönd við að verja búpening sinn. En við nánari athugun kemur það í ljós, að framkoma Jóns í þessu máli raskar á engan hátt þeirri mynd, sem við höfum fengið af þessum höfðingja í gegnum aðrar frásagn- ir. Hér kemur til greina atriði, sem okkur er svo tamt að lóta okkur sjást yfir, þegar við lesum sögu þessara alda, og það er stéttartilfinning höfðingjanna. „En þó þykki mér i óvænt efni komið, ef það skal eigi rétta, er skillitlir menn drepa niður höfðingja.“ Það var þungamiðja málsins. Það samir ekki, að höfðingjar gangi við ójafnað á hendur dýrleg- um kennimönnum, og þess vegna tekur Jón að sér mál Páls prests í Reykholti, hann ver þar sóma stéttar sinnar. Erki- biskup vill og veit ekki betur en Sæmundur fróði og synir hans, hann vitnar í hefðbundin réttindi stéttar sinnar og tekur að sér forustu um að verja þau. Það var mál út af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.