Þjóðviljinn - 24.12.1949, Qupperneq 34

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Qupperneq 34
34 Þ J'ÓÐVIL JINN Jólin 1949 ‘T ~TT-TT 'IT^. þeir hérþa að reíka um eins og hann samþingsmenn hans og rabbjélagar allar aðrar stundir og þar á meðal hans nán- ustu samstárfsmenn í flokknum. En enginn talaði við annan. Menn gengu til og frá um salina og úr einum salnum í annan. Og menn fóru út einn og einn, aldrei tveir saman. ÞaS var eins og allir væru aS velta því fyrir- sér, hvort óhætt væri aS fara, eSa hvort óhætt væri að halda kyrru fyrir og fá scr kaffi í þinghúsinu. En enginn fékk sér kaffi, en einn og einn áræddi þó út. Allt benti til þess, að af tvennu vafasömu þætti það þó árennilegra, og Jón í Koti var líka ákveðinn í að velja þann kostinn. En það var ekki eins ákveSið, hvert handa skyldi. Eíánn nam staðar skammt frá glugga skjalavörzlunnar og leit til Hótel Borg. Sumir sambýlisrhanna hans Jiar voru farnir úr þinghúsinu, nú síSast Pctur á Hnappi. En hann ■sást ekki ganga til hótelsins, og Jón hafði ekki séð neinn fara þangað. Nú rak hann augun í öflugu hlerana, sem settir höfðu verið fyrir alla glugga á þessu rambyggilega húsi. Víst hofSu þessir hlerar veriS settir fyrir til öryggis, en J^ó vöktu þeir enga öryggistilfinningu, heldur voru þeir fyrst og ■fremst áminning um þaS, aS hætta gæti veriS á íerSum. í hverju sú hætta væri fólgin, það var annað mál, og þetta var ekki dagur yfirvegananna. En fyrst aðrir þingmcnn, sem bjuggu á Hótcl Borg, fóru þangaS ekki, Jiegár frá voru skildir þeir, sem fóru það, sem þeim sýndist, og voru sízt til fyrirmynda í einu eða neinu, þá var Jón í Koti ákveðinn í því áð fara þangað ekki heldur. Hann þóttist ekkert upp- næmari fyrir hættum en hver annar, JraS hafði hann oftlega gýnt og það síSast í dag, en hann kærði sig ckltert um aS setja sig út fýrir hættur, sem allir aðrir skágengu. Einhver allra versta liræðsla, sem til er, er sú, að vera ekki hræddur við neitt ákveðið, maður veit ekkert, hvaS maður á að gera, þar scm maður veit elckert, Jivað það cr, sem maður þarf að forðast. Þegar Jón var að sækja lcýrnar í gamla daga og var hræddur á heimleiðinni, J)á greip hann til þess úrræðis að hlaupa og hlaupa. AS vísu varð hann æ hræddari og hræddari, því meir sein hann mæddist, en í því var þó tilgangur, því að þá vissi hann, hvcrt hann var að fara, og með hlaupunum stytti hann tíma þessara ógna. En ennþá lifði hún fersk, og nú skaut hún upp höfð- inu, þakklætistilfinningin til Jónu systur fyrir að kenna hon- um það snjallræði að hlaupa ekki, þegar hann var hræddur, heldur leggjast á bakið, telja upp að hundrað og ganga svo ósköp hægt heim. Þetta gerði hann, hann gerði yfirleitt allt, scm Jóna ráðlagði honum, enda ráSlagði liún lronum aldrei neitt, nema þegar hann leitaði ráSa til hennar. Hennar ráð brugðust heldur aldrei. En hvað það var nú langt síðan, að honum hafði dottið Jóna í hug. Og allan þennan tíma hafði það aldrei runnið upp fyrir honum fyrr en nú, hve það var óumræðilega ein- kennilegt að hafa nú í fimmtán ár ekki séð þessa einu syst- ur, sem hann átti, eins og þau höfðu þó verið samrýnd, og eins og hún hafði verið honum góð systir. -— En það var aldrei vanfnn á heiinilinu því að vera aS sakast um orðinn hlut, og það hafði nú einu sinni verið gert þegjandi sam- komulag um þetta, að hún Jónína, elzta systirin, skyldi gerS útlæg úr vitund fjölskyldunnar, og hann Jón bróSir hennar hafði verið heill og óskiptur með í þeim samtökum. ÞaS var heldur ekki um annað aS gera, úr því sem komiS var. Þegar hún tók saman við giftan bónda af næsta bæ og stökk með honum til Reykjavíkur, þá var ekki um neitt annaS aS ræða en að spila út því hæsta, sem var á hendinni, og þaS var að láta hana velja um þá tvo kosti: aS hverfa hið bráS- asta aftur heim til sín, hvort sem hún fór kona cinsömul eSa ekki, eða höggvið yrði á öll tengsl hennar við heimilið. Henni var meira aS segja sent uppkast aS arfleiðsluskrá for- eldranna, sem fullgerð skyldi, ef hún elcki tæki hinn fytri kost, og þar var væntanlegum arfi ráðstafað til hinna systkin- anna, en henni ekki ætlað eyrisvirði. Það var ekki vani þess heimilis að standa ekki við töluS orð, og það var ekki talað meira um þetta, þaS var ekki framar minnzt einu einasta orði á hina glötuðu dóttur. Og svo fullkomlega hafði Jón staðið við gerSa samninga, að hann fann sér það ekki á neinn hátt viðkomandi, þegar hann komst að því, að einn þingsveinanna var systursonur hans, enda ckkert, sem til þess benti, að sveinninn hefði hugmynd um, aS móðurbróðir hans væri meðal þeirra, er á þingbekkjum sátu. En hvað það væri fallega gert af honum, ef hann liti nú til J^essarar systur sinnar og sýndi henni það skýrlega, að frá hans hendi væri allt gleymt og grafið, ánnað cn hugljúfu minningarnar um góðu systurina. Eiginlcga ætti hann að íriðmælast við hana og sýna einhvern lit á því, að hann vildi bæta fytir það, sem orðið var. — Elann gat til dæmis ósköp vel úr cigin vasa látið hana hafa þcssa upphæð, sem henn bar að réttu af móSurarfinum samkvæmt matsgerð eiðsvarinna manna, — hlutur allra systkinanna var aldrei meira en átta þúsundir á Jieirri tíð, og fjórði partur af því var ekki einu sinni meðal beljuverð, eins og verðlagi var nú komið. — Stjáni minn! sagði hann í sínum venjulega svcita- mannatón, alveg eins og hann væri heima hjá sér. En um J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.