Þjóðviljinn - 24.12.1949, Síða 45
/
Jélin W9 ÞJÓÐVILJINN .... ~ 45
Konan gcrir cinnig lilé á slættinum og strýkur liárið
frá vanga sér. Bítur pér illa GuðmaimPjscgir hún.
Hann þcgir. ;?•> J ,•
Ég var að spyrja hvort þér biti illa Guðmann, endurtekur
konan.
Ojæja, verra gæti það verið, svarar hann drærnt og reynir
cggina á nögl sér. Ég hef ekki dengt síðan um hádegi.
Kannski þú viljir fá orfið mitt?
Hann heldur áfram að brýna.
Ég var að spyrja hvort þú vildir fá orfið mitt Guðmann.
Ljárinn cr nýdengdur.
Nei, svarar hann án þess að líta upp. Það tekur því varla.
Ég verð víst að fara að hætta, segir konan. Ef þú ætlar
að sfá lengur, þá er betra fyrir þig að hafa nýdengdan Ijá.
Bafnið amrar í reifum sínum á þurrlendisrimanum, en
hundurinn kvikar dökku trýni og rekur öðruhverju upp
nokicur áherzlulaus bofs. Lítil stúlka, Sigríður Andrésdóttir
í Hamarsseli, öslar berfactt yfir kéldurnar í brokmýrinni
og facrist óðum nær. Þegar hún kemur til hjónanna heilsar
hún þeim með handabandi og sýgur ákaft upp í nefið,
cn stendur síðan niðurlút fyrir íraman konuna og hvimar
augunum flóttalega eins og hún sé hrædd. Peysan hennar
er götótt á báðum olbogum og sauðsvart pilsið leirugt og
rifið. Hún hcldur á gömlum nóa með sprungnu loki og
virðist lita sér annt um hann, því að hún þrýstir honum að
sér. v
Varstu send hingað Sigga mín? spyr konan.
Já, svarar telpan og verður enn niðurlútari. Hún mamma
báð að heilsa og treysti þéí til að ljá sér þétta.
Jæja, segir konan, kom eitthvað fyrir þéttann hennar?
Það var hann Móri, hann stalst inn í búr í morgun,
svárar telpan og hrærir í kelduleirnum með berum tánum.
Hann stökk upp á keraldið og hámaði x sig ólekjuna af
grindinni.
Ég get hjálpað ykkur um þétta Sigga mín, segir konan
og leggur frá sér orf og brýni án þess að ítreka við bónda
sinn að Ijárinn sé nýdengdur, því að hann er aftur farinn að
slá.
Það var ekkert eftir handa okkur, segir telpan gremju-
lega og föndrar. við lokið á nóanum. Bölvaður hundurinn
er svo frakkur og óprúttinn. Llann var að ljúka við síðustu
sleikjuna þegar mamma kom að honum, og stóð á blístri
cg gat varla hreyft sig, en ég fékk ekki að berju hann
fytir pabba.
Hún borar tánum dýpra í kelduna og sýgur upp / t/e/ið.
Néðrivörin titrar lítið eitt.
það hefði víst skolfið á honum skálmin, ef einhver
annar hefði étið allt skyrið af síunni. Hann sagði að mamma
gæti sjálfri sér um kennt, hún hefði trassað að loka búrinu.
Svo varð afi bálvondur og lamdi rúmstokkinn.
Skemnitigarður í Tíflis, höfuðborg Georgíu.
Hún þagnar skyndilega og roðnar í vöngum eins og hún
hafi talað a£ sér. Drengirnir eru komnir til þeirra, móðir a£
hlaupum, sveittir og slettóttir. Hún heilsar þeim feimnis-
lega, en heldur síðan áfram að bora tánum í kelduna og
föndra við lokið á nóanum. öðruhverju gefur hún álftar-
fjöðrunum hornauga. t
Þið eruð ljótu jarðvöðlarnir piltar' mínir, segir konan.