Þjóðviljinn - 24.12.1949, Blaðsíða 26
26
:.>nr~ \
ÞJÖÐVILJINN
Einar Magnússon ræðst til atlögu viS Blöndu.
ánni. Hann fær ekki lengi að vasla einn, Einar Magnússon,
og Hallgrímur Jónasson, Jóhannes Kolbeinsson, Páll Jónas-
son og e. t. v. fleiri ráðast á ána með stafi og gúmmístígvél að
vopnurn. Við hinir stondum í kjarkleysi okkar á bakkanum
cg glápum. Ef við komumst ekki yfir Blöndu liggur ekki
annað fyrir en snúa sömu leið til baka beim — með skömm-
ina að förunaut. Stormsveitin stingur saman nefjum í flaeð-
armálinu. Svo sezt Guðmundur Jónasson upp í bílinn og
rennir honum útí. Vonir okkar um Guðmund og bílinn láta
sér ekki til skammar verða. Þarna fer hann upp á bakkann
hinumegin, snýr við, kemur yfir aftur. Blanda hefur verið
sigruð. Klukkan er 6,35 að kvöldi.
Svo er snúið við og ekið hratt til Hveravalla. Einar og
Guðmundur eru engir nýgræSingar, þeir ætla ekki aS láta
okkur skjálfa í tjöldum í nótt austan Blöndu, meðan upp-
hitað hveravallahúsið stendur autt. Þetta var bara nokkurs-
konar aðalæfing undir morgundaginn. Guðmundur er meS
Jólin 1949
þeim ósköpum fæddur að vilja endilega þola í dag þjáningar
dagsins á morgun.
Með sjálfteknum rétti setjumst við Haraldur að í ,,kojun-
um okkar“ á Hveravöllum. Frammi í eldhúsi hafa þeir Jó-
hannes og Hallgrímur kveikt á „prímusum hússins“. Hvar-
vetna í skálanum er setið og snætt. Sjálfir pottlausu mennírn-
ir, Haraldur, Grímur og ég, eru farnir að sjóða. ÞaS undur
bar nefnilega til fyrr um daginn að Haraldur veifaði framan
í mig potti einum fagurlegum og sagði sigurstranglega: —
Gæt þú nú eigi verr en ég hef aílað! Þegar ég nú horfi á
flesta ferðafélagana eta kaldan mat úr pokum sínum hætti ég
að aumkva sjálfan mig og fyllist innilegri samúð með þeim:
skelfing eiga þeir menn bágt, sem trúa þvrað á fjöllum uppi,
fjarri raftækjum og umhyggju allra kvenna; séu þeir einnig
dæmdir til þeirra meinlætanna að snarla kaldan skrínukost.
Meðan við þremenningarnir sitjum enn makindalega við
suðu fara flestir ferðafélaganna út, jarðfræðingarnir til að
bera saman bæltur sínar um hverina og hreinsa burt rusl, er
óvitahendur hafa í þá sett, hinir til að horfa á jarðfræðingana
og skoða Eyvindarhver og Eyvindarkofa, rétt eins og aldrei
hafi verið skrifuð nein samantekt um útilegumenn.. Ein-
hverjir taka bleikjusótt og fara norður í Seyðisá. Haraldur
gefur þeim hollráð. Fyrir tveim árum hafði hann nær lokið
lífdögum sínum norður í Seyðisá vegna sóttar þessarar, —
en sú saga kemur þessu máli ekkert við! Við þremenning-
arnir sitjum áfram við suðandi prímusinn. Við erum að því
leyti eins og Guðmundur Jónasson að þjáningar dagsins á
morgun viljum við úttaka í dag: búum út nesti morgun-
dagsins.... Þegar við höfum setið við suðandi prímusinn á
aðra klukkustund hrökkvum við skyndilega upp: — Hver
andsk. . . ., eruð þið virkilega að eta enn! Þetta var einhver
samferðamaðurinn er ekki gat orða bundizt yfir slíkri fúl-
mennsku. — Eta enn? Ojá, viS erum nú rétt að byrja.
(Hann hefur hreint ekki svo lítiS álit á sér þessi, aS ætla sér
að siðbæta okkur Harald SigurSsson!).
Það hefur verið skýjaS í dag, aldrei þó nein teljandi rign-
ing, mikil bót frá syndaflóðinu niSri í Reykjavík undanfarið.
Þegar viS Haraldur röltum tveir einir milli hveranna er logn
og óráðið veður. Hvít, lyktsterk gufan umlykur okkur, ut-
an hennar er myrkrið óhugnanlega biksvart. Það kraumar,
hvín og sýður í þessum gömlu kunningjum; það skyldi eng-
engin heimsækja þá í myrkri án þess að hafa áður lcynnzt
þeim í björtu. ViS setjumst heimspekilegir hjá Eyvindar-
kofa, og þó án allrar heimspeki, aðeins tveir litlir drengir,
sem orðnir eru gamlir menn —'---------