Þjóðviljinn - 24.12.1949, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Qupperneq 6
6 ÞJOÐVILJINN Jólin 1949 Ég má ekki fara einsamall, segir bróðir hans, mamma er svo hrædd um að ég villist. Hann strýkur fanirnar á fjöðrum sínum og bætir því við, , að hann mundi ekki villast suður í hlíðum, þó að hann lenti í svörtustu þoku; þeir höfðu þráfaldlega setir þar yfir ánum f sumar, svo að hann þekkti hvern stein, hverja þúfu, hvert gildrag og móabarð allt suður að Heiðarhálsi. En það kom nú fyrir lítið, mamma vildi ekki lofa honum að fara ein- um — Hann þagnar. Honum hefur skyndilega dottið snjallræði í hug. Og þegar honum dettur snjallræði f hug verður hann að veita því fyrir sér stundarkorn, kryfja það til mergjar, búa sig undir að fylgja því fast eftir með rökum og dæmum, því að bróðir hans er einlægt vís til að veita því harðvítuga and- spyrnu. í þetta skifti þykist hann ekki þurfa á mikilli rök- færslu að halda: hann getur ekki komið auga á neinar skyn- samlegar mótbárur gegn tillögu sinni. Heyrðu Bjöggi, nú veit ég hvað við skulum gera á morgun. Jæja, anzar bróðir hans tómlega. Ef þú verður ekki í heyi, heldur hann áfram, því að allur er varinn góður, — og ef ég verð ekki látinn sitja hjá Laugu, þá skulum við fara upp að Draugaklettum Bjöggi, að tína hrútaber. Ertu vitlaus, kjáninn þinn! Drengurinn er svo óviðbúinn þessum harkalegu undir- tektum, að honum vefst tunga um tönn. Hann strýkur fanirnar á álftarfjöðrunum og gefur bróður sínum gætur í laumi, en sækir síðan í sig veðrið og neitar því einarðlega að hann sé vitlaus. Hvað hafði hann séð þegar hann var að eltast við Goltu í vor, daginn eftir að lömbin voru rekin vcstur á Sjöskóaheiði, hvað nema hrútaberjalyng í brekk- unum undir Draugaklettum. Og seinna, skömmu áður en kvíánum var sleppt, liafði hann átt leið utn brekkurnar og komið auga á mesta aragrúa af grænum muðlingum a lyng- inu. Þeir hlytu að vera orÖnir rauðir og ætir. Björgvin horfir út á tjörnina, þar sem álftarungarnir stinga sér-ofan í vatnið, koma upp aftur og sveigja hálsinn tign- arlega, eins og þeir h^fi framazt meðan þeir voru í lcafi. Nei lagsmaður, segir liann dræmt og hristir höfuðið, þang- að förum við ekki. Heldur hvert? Við gætum kannski skroppiö suður í hlíðar. Ef þú vilt ekki koma með mér upp að Draugaklettum, þá fer ég þangað einsamall, segir drengurinn þrákelknis-. lega. Ég ætia að tína hrútaber á morgun, ef við verðum ckki í hcyi. , Þú mátt ckki fara þangað, þteini. i-n . Hversvegna? Æ láttu ekki eins og kjáni, þú veizt það sjálfur, anzar Björgvin stuttur í spuna og lítur á bróður sinn vorkunn- látur, eins og hann þoli önn fyrir fávizku hans. Skárri er það nú aulabárðurinn! Kannski hann sé búinn að gleyma þvf, að afturgöngur, óvættir, þursar og skessur hafast við í Draugaklettum? Og hversvegifa er hann allt í einu orðinn svona sólginn í hrútaber? Þau eru ekkert góð á bragðið, súr og beisk! Hvcr veit hvað kpmið gæti fyrir sjö ára strákling, ef hann færi að drolla við berjatínslu á hættulegum stað? Ef til vill yrði þrifið aftan í hann meðan hann væri að skyrpa út úr sér hrati! Það munaði stundum mjóu að illa færi fyrir ömmu hans Kristjáns gamla í Hamarsseli, hún komst oft í hann krappan undir Draugaklettum, þó að hún væri margra manna maki ogflengriðiótemjum áníræðisaldri. Einu sinni flaugst hún þar á við einhverskonar forynju lcngi dags og var í þann veginn að bugast þcgar henni hugkvæmdist loks að fara með faðirvorið. Oðru sinni átti hún í höggi við tvær bláklæddar ókindur, sem ætluöu að ginna hana inn t bergið og urðu æfar þegar hún vildi ekki hlýðnast þeim, — hann Kristján gamli mundi ekki lengur hvort þær voru heldur skessur eða huldukonur. Loks hafði henni dvalizt hjá Draugaklettum eitt haustkvöld í þokusudda og myrkri, en þegar hún kom þaðan var hún illa til reika og bles við. Þáð fékkst ekkert upp úr henni, nema hvað hún lét þess getið þegar hún fór að hátta, og signdi sig um leið þrivegis, að nú hefði hún orðiÖ að taka á honum stora sinum. Og svo þykist þú ætla að fara þangaÖ einsamall! Þorsteini verður svarafátt. Hann sér í anda ferlega loppu, gráa og loðna, þrífa óþyrmilega í peysuna sína og kippa sér inn í klett. Enn hefur hann farið halloka fyrir ömmu hans Kristjáns gamla f Hamarsseli, þó að hún sé löngu dauð og hafi legið marga áratugi í kirkjugarðinum á Nesi. Enn hef- ur þessi trölleílda kerlingarbryðja, sem engar röksemdir bíta, kollvarpað fyrirætlunum hans og skotið honum skelk t bringu. Það er eins og ráðsmennsku hcnnar á jörðinni þcirri arna sé engan veginn lolcið. Kenningar hennar eru máttugri en dagsbirtan. Hún hefur jafnvel þeyst fyrirvaralaust inn í drauma hans á bleikri fnæsandi ótemju, sveiflað gríðarlegum eldskörungi í stað svipu og rekið á undan sér hauslausa draugahjörð, strýhærðar skessur, tryllta þursa. Að þessu sinni vill hann þó ógjarna gefast upp án þess að veita eitthvert viðnám. Hann tvístígur á bakkanum, sýg- ur hressilega upþ í nefið, spýtir um tönn og reynir að málda 1 moinn, svo að bróður hans megi verða það ljóst að hann er hvergi smeykty. Mamma tryði því hvorki að afturgöngur væru til né neinskonar ókindur: liún segöi að það væri ekkert að marka sögurnar hans Kristjáns gamla, þær væru tómur uppspuni og skáldskapur,. rétt eins og þegar Benjamín
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.