Þjóðviljinn - 24.12.1949, Side 28

Þjóðviljinn - 24.12.1949, Side 28
ÞJÓÐVILJINN 28. Jólin 1949 „Þegar Guðmundur er orðinn leiður á að sjá ekki til Jökulsár vestari þeytist hann upp á hæsta hólinn framundan og stöðvar bílinn á blákollinum“. komið fer útsýnið vestur yfir að vera ógreinilegt, fyrst hurfu Kerlingafjöll, en lengi vel blöstu Hrútafell og Langjökull við, böðuð morgunsól. Vestan Eyfirðingahóla opnast hlið milli melanna inn að jöklinum og Guðmundur getur ekki stillt sig um að heilsa upp á hann. Sumir voru jafnvel farnir að vega og meta skíðafærið fj'rir ofan, en svo beygir hann frá aftur. A löng- um kafla cru jökulsandarnir rennsléttir. Þegar Guðmundur er í vafa um hvar fara skuli gerir hann sér lítið fyrir og ekur á fullri ferð upp á næsta hól. Þegar hánn er orðinn Ieiður á að sjá ekki til Jökulsár vestari þeyt- ist hann upp á hæsta hólinn framundan, stöðvar btlinn á blákollinum og gengur út, tveim fnetrum framar er kletta- brún: fyrir fótum okkar blasir Jökulsá vestri. I^að cr svip- azt til leiða af hólnum. Þeir áhugasömustu hlaða vörðu til minningar um komu okkar. Fram að þessu höfum við hvergi séð neitt kvikt né mcrki um mannaferð, utan gömul jeppa- för og benzíntunnu: lcifar bandaríska hersins. Eftir að hafa svipazt um ekur Guðmundur af stað, norður og niður. Þar eru lágir bakkar að ánni. Gúmmístígvélamennirnir þjóta af stað. Þess er vandlega gætt að aka hvergi fyrr en öruggur botn er fundinn. Jökulsá er að vísu töluvert vatnsmeiri en kvíslar þær, sem áður eru nefndar, en hún veldur cngum teljandi töfum. Að Lambaluauni cr komið það sunnarlega að bcygja vcrður nokkurn krók norður fyrir það. Jarðfræðing- arnir taka upp hamra sína og skyggnast í jaðar þess. f Hraunþúfukvísl — Ásbjarnarvöfn Það er kapp í Guðmundi og hann þeysist áfram, við erum allt í einu komnir að Ásbjarnarvötnum og staðnæmumst á hryggnum vestan við afrcnnsli þeirra, sem fróðir menn segja að heiti Hraunþúfukvísl. Hún rennur 1 stokk og bakkarnir þverhnýptir. Skammt frá kvíslinni göngum við fram á fúna bcinagrind af hesti. Sennilega hefur hann ,,hellzt ur lest- ihhi“, borið beinin þarna þegar Eyfirðingar foru þessa leið með skreið sína. Eftir nokkrar bollaleggingar er hætt við að leita að vaði og ákveðið að bera grjót í kvíslina þar sem hun er mjóst. Hraunþúfukvísl. Á nokkurra metra svæði næst Ásbjarnar- vötnum er dálítill gróður á bökkunum, síðan sandar og melar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.