Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 11
Eftir LEO TOLSTOJ
gera, hann vinnur sér það allt
léttilega og án erfiðis. Við
höldum að þetta sé ekki ein-
leikið og að annaðhvort hann
eða kona hans kunni eitthvað
fyrir sér. Nú ætlum við að
skipa honum að reisa dóm-
kirkju á einum degi. Það þykj-
umst við vita að hann muni
ekki geta. Viljið þér senda
mann til Emiljans og skipa
honum að gera þetta? Og ef
honum tekst það ekki, að láta
höggva af honum höfuðið í
refsingarskyni?"
Konungurinn gerði svo.
„Taktu vel eftir skipan
minni,“ sagði hann við Em-
iljan. „Ég ætlast til að þú reis-
ir mér dómkirkju á einum
degi. Ei þér tekst það ekki
læt ég höggva t þér höfuðið“.
Emiljan hlustaði á þetta,
sneri sér við og fór heim.
„Þá er nú komlfi að sk'apa-
daggrinCr 'ýrír mér“, hugsaði
hann. Og er hann hitti konu
sina, sagði hann: Nú verðum
við að flýja, annars er úti um
mig. Kpnuiigurinn hefur skipað
mér að byggja dómkirkju á
einum degi. Ef mér tekst það
ekki, lætur hann höggva af
mér höfuðið. Ég á mér engrar
undankomu auðið neira að
reyna að flýja.“
En konan var bessu ekki
samþykk. „Konungurinn hefur
mörgum hermön.ium á að
skipa. Við getum með engu
móti sloppið, en verðum að
gera allt sem har.n fyrirskip-
ar meðan kraftarnir endast.“
„En þegar þeir eru þrotn-
ir, hvað á ég þá að gera?“
„Hlustaðu á það sem ég segi,
heillin mín, og vertu ekki
hræddur. Borðaðu nú kvöld-
matinn þinn og farðu svo að
sofa. Farðu fyrr á fætur á
morgun en þú ert vanur og
treystu því að þetta lagist.“
Og Emiljan fór að sofa. Kona
hans vakti hann í dögun.
„Farðu nú fljótt af stað, og
byrjaðu á dómkirkjunni. Hér
eru naglar og hamar. Þetta
mun nægja þér í dag.“
Emiljan skundaði burt, en er
hann kom þangað sem dóm-
kirkjan átti að standa, stóð
hún þar, og vantaði lítið á að
hún væri fullgerð. Emiljan tók
þegar til verka, og hafði lok-
ið við smíði kirkjunnar að
kvöldi.
Konungur vaknaði og leit út
um gluggann, og sjá, þarna
stóð kirkjan fullsmíðuð og
Emiljan var að reka í hinn
síðasta nagla. En konunginum
þótti ekkert gaman að sjá
þessa fullgerðu dómkirkju,
honum sárnaði mikið að ná
ekki konu Emiljans frá hon-
um. Og enn kallaði hann fyr-
ir sig þjóna sína.
„Emiljan hefur lokið verk-
inu og við getum ekki refsað
honum. Jafnvel þetta,“ sagði
hann, „var honum ekki ofviða.
Ef þið íinnið ekki betra ráð,
refsa ég ykkur eins og ég ætl-
aði að refsa honum.“
Og þjónarnir sögðu konungi
að hann skyldi skipa Emiljan
að veita á umhverfis höllina og
láta skip sigla á ánni. Kon-
ungur kallaði þegar á Emilj-
an og skýrði honum frá þess-
ari áætlun.
„Fyrst þú getur byggt dóm-
kirkju á einum degi,“ sagði
hann, „ætti þér ekki að verða
skotaskuld úr þessu verki.
Hafðu því lokið annað kvöld,
annars skaltu engu fyrri týna
nema lífinu."
Nú fyrst örvænti Emiljan
um sinn hag, og er hann kom
heim til sín, sá konan óðara
að honum mundi þykja í óefni
komið.
„Hví ertu svona hnugginn?“
sagði hún. „Hafa þeir nú feng-
ið þér nýtt verk að vinna?“
Emiljan sagði henni allt af
létta. „Nú verðum við að flýja,“
sagði hann.
En konan sagði: „Þú kemst
ekki undan hermönnunum, þeir
ná okkur hvar sem við för-
um. Þú verður að hlýða eins
og endranær."
„Hvernig á ég að hlýða
þessu?“
„Hertu upp hugann, heillin
mín, vertu ekki svona dapur.
Borðaðu kvöldmatinn þinn og
farðu svo að sofa. Farðu
snemma á fætur og treystu
því að þetta muni takast.“
Og Emiljan fór að sofa. —
Morguninn eftir vakti kona
hans hann eldsnemma.
„Farðu nú“, sagði hún, ,,til
hallarinnar. Allt er tilbúið.
Við bryggjuna muntu sjá hól.
Taktu við þessari reku og
hafðu hann til að jafna hólinn
við jörðu“.
Þegar Emiljan kom inn í
borgina, sá hann hvar á rann
allt umhverfis höllina, og
sigldu skip á ánni. Og er kon-
ungurinn vaknaði, sá hann að
Emiljan var að jafna hólinn.
Hann varð hissa, en ekki neitt
glaður, við þessa sjón. Hið eina
sem honum var í huga, var að
koma fram refsingu á Emiljan.
„Er þá ekkert til, sem honum
er um megn? Hvað eigum við
nú að taka til bragðs?“ Og
hann kallaði á þjóna sína til
að leita ráða hjá þeim.
„Finnið þið nú eitthvað, sem
Emiljan getur ekki gert,“ sagði
hann. „Hingað til hefur allt
brugðizt, og ég næ ekki kon-
unni frá honum.“
Þjónarnir hugsuðu sig um
lengi, og að endingu fundu
þeir ráð Þeir gengu fyrir
konung og sögðu: „Kallið á
Emiljan og segið við hann:
„Farðu út í bláinn og færðu
mér eitthvað, sem þú veizt ekki
hvað er“. Þá mun hann ekki
sleppa, því hvert sem hann
fer getið þér sagt að hann
hafi ekki farið í réttan stað,
og hvað sem hann kemur með,
getið þér sagt að hann komi
ekki með hinn rétta hlut. Þá
getið þér, konungur, látið háls-
höggva hann og tekið konuna".
Þetta líkaði konungi. „Þetta
var snilldarbragð," sagði hann.
Síðan lét hann sækja Emiljan
og sagði við hann: „Farðu nú
í þann stað, sem þú veizt ekki
hver er og færðu mér þann
hlut, sem þú veizt ekki hver
er. Ef þér mistekst þetta, læt
ég hálshöggva þig.“
Emiljan fór heim til konu
sinnar og sagði henni frá
þessu. Nú varð konan hugsi.
„Rétt er nú það,“ sagði hún,
„að þeir munu hafa fundið ráð-
ið sem dugar. Hér er úr vöndu
að ráða.“ Síðan settist hún og
hugsaði fast. Að endingu sagði
hún svo við bónda sinn: „Nú
verður þú að fara alla leið til
ömmu þinnar og biðja hana að
hjálpa þér. Hún mun fá þér
einhvern hlut, og þú skalt taka
við honum og fara með hann
til hallarinnar, og mun ég þá
vera stödd þar. Nú ræð ég
ekki við þá framar. Þeir munu
taka mig fasta, en það verður
ekki til langframa. Ef þú ferð
að ráðum ömmu okkar, bless-
aðrar kerlingarinnar, mun þér
takast að leysa mig.“
Síðan fékk hún honum nesti
og nýja skó. „Hér er malur, og
hér er snælduteinn. Fáðu henni
þetta. Þá sér hún það, að þú
ert eiginmaður minn“. Síðan
benti hún honum á rétta veg-
inn.
Emiljan lagði af stað. Hann
komst út úr borginni og sá þar
hermenn að æfingu. Emiljan
gekk nær og sagði: „Vitið þið,
vinir mínir, í hvaða átt ég á
að fara til þess að komast á
þann stað. sem ég veit ekki
hver er, og finna það sem ég
veit ekki hvað er?“
Hermennirnir vissu ekki
hvaðan á þá stóð veðrið.
„Hver sendi þig í þessa
ferð?“ spurðu þeir.
„Konungurinn", svaraði hann.
„Síðan við gengum i her-
þjónustu höfum við ekki ann-
að gert en að fara þangað,
sem við vitum ekki hvar er,
og leita að þvi, sem við vit-
um ekki hvað er. Við getum
vissulega ekkert fyrir þig gert.“
Þegar Emiljan hafði hvílt
sig stundarkorn, hélt hann á-
fram. Hann vissi ekkl hvert
hann fór, og að lokum kom
hann í skóg nokkurn, þar sem
fyrir honum varð kofi og sat
kona í kofanum og var að
spinna grátandi. Þegar hún sá
Emiljan koma, kallaði hún til
hans: „Hvers vegna kemur þú
hingað?“
Emiljan fékk henni snæld-
una, og sagði að kona sin
hefði sent henni þetta. Konon
spurði hann frétta, og sa ði
hann henni af högum sínum,
með hverjum atvikum hann
fékk konuna, að þau hefðu
setzt að í borginni, hvernig
hann var þrælkaður í konungs-
garði, að hann byggði konu igi
dómkirkju, skapaði honum
skipgenga á umhverfis höllina,
og skip á ánni, en nú hefði
konungur skipað sér að fara
þangað, sem hann vissi ekki
hvar væri, og ná í það, sem
hann vissi ekki hvað væri.
Litla konan gamla hætti að
gráta, þegar hún heyrði sög-
una. Hún tautaði eitthvað fyr-
ir munni sér. Síðan sagði hún
við hann: ,Gott og vel, sonur
minn, fáðu þér sæti og ég mun
bera þér mat.“
Emiljan át matinn, sem fram
var borinn. og litla gamla kon-
an mælti svo til hans: „Hér er
bandhnykill, láttu hann velta á
undan þér og fylgdu honum
hvert sem hann fer. Þú muni
verða að fara langar leiðir og
að síðustu muntu komast út að
sjó. Þar mun verða fyrir þér mik-
il borg. Þú skalt fara inn í borg-
ina og biðja um næturgistingu
Framhald á bls. 70.
JÓLABLAÐ - 11