Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 42

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 42
nafn Sigríðar, móður Þorsteins prests, Einarsdóttur frá Héðins- höfða. Hún kemur enn við sögu. Sigurður yngstur braðranna gerðist fyrst aðstoðarprestur séra Þorvaldar Stefánssonai á Hofi í Vopnafirði 1724. Þá fékk hann Skeggjastaði og kvæntist Ingi- björgu (4 ára 1703) Jakobsdóttur prests á Kálfafellsstað Bjarna- sonar, prests í Þingmúla og skálds Gissurarsonar. Það orðspor hefur farið af Sigurði presti, að hann hafi verið hagmæltur og skemmtinn. En það varð stutt í dvöl þessara prestshjóna á Skeggjastöðum. Sigurður andaðist 1731. Þau eru talin að eiga þá þrjá drengi. Bessa, sem ber nafn séra Bessa á Sauðanesi, fóstra Sigurðar, Jakob. heitinn eftir móðurföður sinum Jakobi presti á Kálfafellsstað. Er þar með Jakob söguskrifari kominn til sög- unnar. Þriðji bróðirinn hét Runólfur og dó á unga aldri. Eftir lát Sigurðar prests veit enginn neitt um Ingibjörgu. Þetta er nafn sem maður stanzar við, komið ofan af 15. öld í ættinni og ein húsfreyja ber það nú á hinum gömlu ættarslóðum. Móðir séra Jakobs á Kálfafellsstað og kona Bjarna prests í Þingmúla, var Ingibjörg Árnadóttir prests í Vallanesi Þorvarðarsonar, en móðir Árna prests var Ingibjörg Árnadóttir frá Bustafelli, Brandssonar. En hvaðan sækir Árni á Bustafelli þetta nafn? Kona hans er Úlfheiður Þorsteinsdóttir sýslumanns Finnbogasoti- ar, en móðir tJlfheiðar er Sesselja Torfadóttir sýslumanns í Kloia Sjötti partur bókarinnar inni- hcldur nokkra útvalda sálma þess konunglcga spámanns Dav- íðs. I. Sálmur undir þcssum nót- um: — Tii vinstri mynd af Dav- íð konungi, hcldur á hörpunni. á Landi en móðir Torfa d. 1505, er Ingibjörg Eiriksdóttir á Skarði á Landi. Hér þrýtur mann, en maður sér samt að Ingi- björg Eiríksdóttir er afkomandi Ragnhildar, systur Ingibjargar Eiða-Pálsdóttur, konu Lofts ríka. Árni bóndi sækir langt til nafngiftanna á börn sín. Sonur hans heitir Eirikur. Það er án efa Eiríkur á Skarði, faðir Ingibjargar, Kráksson gamla. Ingi- björg Jakobsdóttir sýnist hafa dáið eigi miklu síðar en séra Sigurður. Drengirnir fara í fóstur. Systir Ingibjargar var Margrét, sem átti Ólaf Gislason prest í Odda, siðar biskup í Skálholti. Til þeirra fer Bessi og getur hans sem bryta í Skálholti. Þar kvæn- ist hann en afkomendur fáir og búa syðra. Kristin hét dóttir séra Jakobs. hún var langamma Sigurðar á Mýrum langafa míns. Sigríður Ketilsdóttir, er fyrr gat, giftist Stefáni presti Egils- syni á Hjaltastað. Hann fórst í læk, þar nærri bæ, 1719. Eftir það gekk hún að eiga Brynjólf prest og skáld Halldórsson á Kirkjubæ. Virðist hún hafa verið þrekkona. Hún dó 1780, 97 ára gömul og er í annál Péturs sýslumanns Þorsteinssonar talin 100 ára. Hún dó í Böðvarsdal, barnlaus. Nú virðist það auðsætt nafni, en fátt er kunnugt af æviferli hans sem var fábrotinn. að Jakob gengi í fóstur til hennar og hafi alizt upp í Kirkju- bæ. Séra Brynjólfur fórst i Jökulsárósi 1737, og má þá ætla að Jakob sé 10—12 ára gamall Sonur séra Brynjólfs, Ólafur, f. um 1712—13, gerðist þá prestur á Kirkjubæ. Hann var hinn mesti snilldarmaður til handaverka, skrautskrifari og málari, svo sem enn sýna hans handaverk. Af honum hefur Jakob lært að skrifa. Hér birtist mynd af einu handriti Jakobs, sálmabók, ritaðri 1756 í Jórvík í Breiðdal. Meðal þeirra sem getur við handritið, er Ragnheiður Ólafsdóttir, það hygg ég að sé Ragnheiður dóttir séra Ólafs Brynjólfssonar, en hún var s.k. Erlends prests í Hof- teigi Guðmundssonar, síðar á Kolfreyjustað og Stöð, d. 1803. Ragnheiður dó 1816 hjá Brynjólfi bróður sínum i Stöð, sem dó sama ár. Auðsætt virðist það, að Jakob hafi ritað þessa sálma handa séra Ólafi sem þá hélt enn Kirkjubæ, d. 1765, og eftir hann hafi Ragnheiður dóttir hans fengið handritið, enda er talið að séra Erlendur ætti ýmislegt handrita. Þetta virðist stað- 42 — JÓLABLAÖ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.