Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 15
— Ertu þá sósíalisti? — Ég er með verkamönnun- um. Rektor brosir bretöa bix>sinu sínu að þessari hátíðlegu trúar- játningu. Af þvi þykist ég geta ráðið að ekki eigi að reka mig úr skólanum. En það sé ég i hendi mér, að það muni þykja ekki lítil sérvizica og ankanna- leiki hér í þessum bæ, að fylgja verkamönnum að málum, því ágreiningur um málefni gerist hér eingöngu meðal adjunkta. — Það er nú svo, segir hann — En skiptu þér ekki af þess- háttar málum fyxr en þú ert búinn að ljúlca burtfararprófi. Við hérna erum hlutlausir. Skólapiltarnir mega ekki láta sjá sig í kröfugöngu. Við skiptum okkur alls ekki af stjórnmálum. — Er það ófrávíkjanleg regla, spyr ég í tvöfeldni minni. — Já, það er ófrávíkjanleg regla. — Og ok.kur er iíka bannað að fara á hótei og veitinga- staði. — Já, svarar rektorinn og veit nú ekki hvaðan á sig stendur veðrið. — Hvernig stendur þá á því að skólapiltarnir mega taka þátt í fundum hjá Sambandi ungra hægrimanna á Pósbhús- hóteli, en ég má ekki taka þátt í kröfugöngu? Þá breikkar brosið á rektorn- um fram úr öllu valdi. og mér sýnist hann kætast ákaft af heimsku minni. Þennan ágæta íhaldsmann er engin leið oð reka á stampinn, því rétturinn og valdið og allt ágæti er hans megin. Og ég fæ að heyra að það sér tvennt ólfkt sósíal- demókratar og Samband ungra hægrimanna. En raunar er hann ljúflyndið sjálft og vill mér ekki neitt nema gott. En hann vill kenna mér að greina sundur rétt og rangt. — Þessir fundir, sem þú átt við, hafa engan mann hneyksl- að, segir hann. — En það hafa þessar kröfu- göngur aftur á móti gert. Og ég hlýt að vekja athygli þína á því, að það verður ekki þolað, að þetta endurtaki sig. Hann kinkar kolli og gefur til kynna að áheyrninni sé lokið. Og að ári liðnu fer ég aftur í kröfu- göngu, og þá bregður svo við, að ég er ekki boðaður á fund raktors. Sennilega hefi ég verið klagaður eins og árið áður, svo vdl þekki ég þessa blessaða Sórey. En rektorinn hefur kosið að láta sem ekkert sé, og til þess voru nægar ástæður. Þökk sé honum fyrir það. En nú sem stendur er ég eins og moldvörpugröfur á akri. Ég veit ekki sjálfur hvaða rök fylgja hegðun minni, heldur gerist hún ósjálfrátt, eins og upp úr myrkri og mold. Hérna f bæ þessum og sikóla, sem eru í andstöðu við allt sem ég þekki. hlýt ég að taka svari þess, sem ég tel vera mitt. Og í samanburði við þessi. smá- munalegu, lítilmótlegu skóla- mannssjónarmjð sýnist það stórt í sniðunum og djarfmann- legt, en því geri ég mér ekki grein fyrir, heldur set ég það í samband við föður minn, beinlínis. Það er hann og sjón- armið hans, sem móta mig, og þessu má ég engan veginn af- neita, heldur verð ég að styðja það. Og svo ber það við einn góð- an veðurdag, að kallað er á mig í miðjum tíma, og ég er beðinn að fara heim tii ungfrú Rasmussen, þvi það sé kominn maður að finna mig, og þetta er þá föðurafi minn. Þarna sit- ur hann alskeggjaður og veður- barinn, og blessuð ungfrúin skilur lítið sem ekkert í vest- ur-józkunni hans, en samt hef- ur honum einhvernveginn tek- izt að láta hana skilja. að hann vilji hafa tal af mér, þessi einkennilegi, gamli bóndi, og ekki stóð þá á henni að gera mér boð að koma. Afi minn hefur komið með Matthildi, flutningabátnum, frú Lemvig. Þetta skip þekki ég vel- Það hefur innibyrgt mikla sorg og mikla gleði. Stúlkur, sem fóru til Kaupmannahafnar til að giftast, fengu ódýrt far með því. Dauðvona sjúklingar kom-u með því til að leggjast á Ljóslækningastofnun Finsens eða Ríkisspítalann. I Harbo- eyri er engjnn svo ófróður, að hann þekki ekki Matthiidi, og það var svo sem sjálfsagður hlutur, að afi minn tælci sér far með henni. Hann ætlar að heimsækja gamla systur, sem er lögst banaleguna, og líka til sonarsonarins um leið, og sjá hvernig honum vegnar í Sórey. Móðumamma mín skrifar mér oft, en ég á bágt með að lesa fljótaskriftina hennar. Lang- amma mín man líka eftir mér, og hún sendir mér tiu krónur, svo ég geti haldið virðingu minni, en tíu krónur voru stór- fé í þá daga. Þetta er fyrsta heimsóknin mín, og ég fæ frí það sem eftir er dagsins, iii þess að vera hjá afa. Hann tek- ur mig ástúðlega í fangið og spyr hvort ég eigi nú nógu gott hérna, og ég segi það vera, því ég vil ekki að afi hafi nein- ar áhyggjur af mér. Svo sýni ég þessum gamla útvegsbónda Sórey, og hann furðar sig á öllu, skógunum, og kirkjunni og húsunum, og fallegu görðunum, og honum finnst að mér hljóti að líða á- kaflega vel. Þessi staður er eins og paradís á jörðu, en hvernig er fólkið? Afi spyr mið um kennarana og fólkið í bænum, og hann þykist sanna það að hér sé mikill lærdómur og ríkidæmi, en súrdeigið vantar víst, hina auðmjúku trú á frels- ara vom. Ég sýni honum gröf Ingemanns, og hann kinkar kolli, þessi maður hann orti fallega sálma, enda var hann gott skáld. — Það er víst ekki smálítið sem þú ert látinn læra, segir hann. — En hafðu það alltaf í huga, að sumt af því er ekki gott. Till em þeir hlutir sem lærðu mennirnir vita ekki af, eða hafa gleymt. Vorvindurinn vaggar krónum stóru trjánna í kirkjugarðinum, en þau eru hálfsprungin út, og gömlu grafirnar eru fallega skreyttar runnum og sígrænum jurtum og blómum. Kirkjugarð- urinn í Harborey er nakinn og ber, og á legsteinana' skráð mörg saga af skipstöpum og drukknun. En hér er því líkast sem hinir framliðnu hafi lagzt út af til svefns og muni ekki bregða þeim væra og Ijúfa blundi fyrr en sá dýrðardagur rennur upp, er grafirnar opnast og allir rísa upp og ganga fram í dagsbirtuna í þeirri himnesku og forkláruðu borg, sem Sórey verður þá, — ennþá fegurri en hin jarðneska er. Afi minn hef- ur rétt fyrir sér, það er svo margt sem huliið er lærðum mönnum, — hvað vita þeir um hætturnar í djúpinu? Afi minn vill nú fyrir hvern mun hitta raktorinn, honum finnst sér bera skylda til að tala við hann um mig, og ég verð að fara með honum, þó mér sé það hálfnauðugt. Okk- er boðið inn í bókastofu rekt- orsins, en þar stendur hann við hátt púlt og er að lesa. Hann er hniginn að aldri, hvítskeggj- aður og hefur á höfði litla svarta kollhúfu, okkur busun- um er meinilla við þetta ólund- arfulla háð, sem hann er van- ur að beita. En við afa minn er hann óvenju þægílegur, og býður honum sæti í gamla hrosshárssófanum. Hvar sem litið er, eru bækur, öll stofan lyktar af lærdómi, enda er rektorinn hálærðastur af öllum í Sórey. Ég þorði ekki lengra en rétt innfyrir dyrnar, og afi fer að segja rektornum að hann sé hérna gestkomandi og vilji gjarna vita, hvernig hann standi sig þessi piltur. Þá fæ ég hjart- slátt, því ég er nýbúinn að fá nótu fyrir að standa mig iUa í sögu, en þá lítur rektorinn á mig og kinkar kolli, eins og hann villji segja, að um þetta skuli enginn nokkurntíma fá að vita neitt, nema við tveir. Svo strýkur hann skeggið og segir að ég standi mig vel og engin þörf sé að kvarta yfir neinu, afi skuii engar áhyggjur hafa af því. Þá glaðnar ákaflega yf- ir afa mínum, og hann þakkar rektornum innvirðulega. Síðan fara gömlu mennirnir að tala saman af áhuga og fjöri, og rektorinn spyr grandgæfi- lega um Harboeyri, og afi minn svari öllum spurningunum greiðlega, og ég sem stend frammi við dyrnar að hlusta, ég verð upp með mér af afa mínum, því nú er öll auðmýkt af honum strokin, heldur talar hann frjálsllega og fjörlega eins og eigi hann orðastað við jafn- ingja sinn fullkominn, og eins er auðséð' að rektornuin geðjast 'éinkar Vél áð þessum gamla út- vegsbónda. — Það er mikill dýrðarmað- ur þessi rektor þinn, segir afi, þagar við erum komnir út og göngum eftir trjágöngunum út að Klausturhliði. — Þú skalt hlýða honum í öliu, þvi ég fann að hann vill þér vel. Og gleymdu ekki að ástunda vel námið þitt, svo honum megi líka við þig. Um kvöldið stöndum viðsam- an á járnbrautarstöðinni og er- um að bíða eftir lestinni. Það hefur rignt, og það eru stórir pollar á stöðvarpallinum, og allt er dapurlegt og ömurlegt. Afi minn er eins og hver ann- ar fátækur erfiðismaður að sjá í skellibjörtu ljósinu frá ljós- kerunum á pallinum. Þegar hann svo kveður mig alúðlega með kossi, liggur mér við gráú, því hann er svo gamail, að vel getur verið að ég sjái hann aldrei framar. Á heimleiðinni, sem er dimm og liggur meðfram vatninu, sezt ég snöggvast á bekkinn hjá augum borgarstjórans. Þessi borgarstjóraaugu eru tvö Ijós- ker, þar sem vegurinn beygir við, og af bekknum sést sdiól- inn handan við dimmt vatmð, og ljósin í gluggunum í heima- vistinni, en það er á efstu hæð. Ég hneygi höfuðið að votum og köldum trjástofni og finnst ég vera einmanalegri og vansælli en nokkru sinni fyrr. Því heimkynni mín eru í fjarlægð og hér er ég útlagi. Alllir hafa svikið mig og farið frá mér. Ég sit lengi, lengi, og er að hugsa um allt það, sem ég missti. Svo þurrka ég tárin úr augunum, því enginn má sjá að ég hafi verið að gráta. Og ég stend upp, fullur af hatri til Sóreyjar og sárri þrá eftir því sem mér er meinað að sjá, og ég legg af stað inn í bædnn. En einhverntíma skal ég kom- ast úr útlegðinni. SMÁVEGIS Einhver kona sagði: Ekkert skil ég í því, að foreldrar skuli ekki sjá ókosti barna sinna. Fljót væri ég að sjá það, ef mín börn hefðu einhverja ókosti. ★ Þegar sænska skáldkonan Friðrika Bremer fór að rita bækur, þótti þar margt ískyggi- legt. Eitt var það, að hún lét söguhetju sína, unga stúlku, binda um fótbrot á manni. „Ég léti það gott heita, hefði mað- urinn verið handleggsbrotinn ----“ sagði einn ritdómarinn. ★ Nemandinn: Góði Guð, láttu Áfanga vera eftir Stephan G. Láttu Þúfubjarg vera á Vest- fjörðum og Bíldudal við Isa- fjarðardjúp, því að þetta sagði ég á prófinu JÓLABLAÐ - 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.