Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 51

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 51
nr kuldi og hún stóð og hélt á vasaljósinu meöan ég skipti um hjól, þú skilur hvað ég meina. Ó, ég veit ekki. Stundum fer ég líka að hugsa um, ég skamm- aAt mín að segja frá því, þetta kjánalega kvæði sem ég sendi henni þegar við vorum að byrja að vera saman: „Mín húð er björt og rjóð sem rós, ég hef rauðar varir og augu græn“. Ég skammast mín þegar ég hugsa um það, en í þá daga minnti það mig á hana. Hún hefurekki græn augu, það hefur enginn blárri augu en hún, samt sem áður, það minnti mig á hana. Æ, hvað þýðir að tala um þetta? Ég er að verða vitlaus. Hversvegna leggurðu ekki sím- ann á? Svaraðu mér hreint út. Gráhærði maðurinn ræskti sig og sagði: — Ég hef ekki í hyggju að leggja símann á, Arthúr, það er bai'a eitt — — — — Einu sinni keypti hún handa mér föt. Fyrir sína eig- in peninga. Hef ég nokkum tíma sagt þér frá því? — Nei. ég — — — — Hún gekk beint inn til Triplers og keypti þau- Ég var alls ekki með henni. Sem sagt, hún hefur sínar góðu hliðar- Og það skrítna var að þau voru næstum mátuleg. Ég þurfti bai'a að iáta þrengja þau svölítið og stytta buxurnar. Já, víst hefur hún sínar góðu hliðar. Gráhærði maðurinn hlustaði andartak og sneri sér svo að konunni. Hið snögga augnaráð, sem hann sendi henni nægði til að gei'a henni skiljanlegt hvað var að gerast í símanum. — Nei, heyi'ðu nú, Arthúi’, þetta er til einskis, sagði hann í sírnann, — það hefur ekki minnstu þýðingu. Hreint út sagt. Það er mín hjartans mein- ing. Háttaðu nú og farðu í í-úmið eins og góður drengur. Reyndu að vera rólegur. Jean- ie verður áreiðanlega komin eftir tvær mínútur- Þú villt varla að hún finni þig í þessu ástandi. Og þetta hyski, þessi Eiienbogenshjón koma íjáif- sagt upp með henni- Þú viilt ekki að allur hópurinn sjái þig svona, eða hvað? Hann hlustaði — Arthúx’. heyrirðu hvað ég segi? — Ég held þér bara vakandi alla nóttina. Allt, sem ég geri--------- — Þú heldur mér ekki vak- andi alla nóttina, sagði grá- hærði maðurinn, — þú skalt ekki einu sinni hugisa um það. Ég sagði þér að ég hef ekki í lengi’i tíma fengið meira en fjöguii’a tíma svefn. Ef það stæði í mannlegu valdi að hjálpa þér, skyldi ég sannarlega gera það. Hann hlustaði. — Ai’thúr, ertu þarna? — Já, ég er hér. Heyrðu, fyrst ég er nú búinn að halda þér vakandi alla nóttina, get ég þá ekki alveg eins komið til þín, við getum drukkið sam- an glas. Hefurðu nokkuð á móti því? — Gráhærði maðui’inn rétti úr sér og tók um höfuðið. — Meinarðu núna? — Já, ef þú hefur ekkert á móti því. Ég vei’ð aðeins eina mínútu. Mig langar svo til að koma einhversstaðar inn, bara andartak — og, ja, ég veit ekki. Hvað segirðu um það? — Þú getur auðvitað gert það, en mér finnst nú samt að þú ættir að láta það ógert, Arthúr, sagði gi’áhæi’ði maðurinn — Auðvitað eitu velkominn, en i alvöru talað finnst mér að þú ættir heldur að vei-a heima og bíða eftir Jeanie. Hreint út sagt. Þú villt líka helzt vera heima þegar hún kemur- Er það ekki rétt til getið? — Já, kannski. Guð veit að ég veit það varla lengur. — En ég veit það, sagði grá- hærði maðurinn. — Heyrðu, hvex'svegna ferðu ekki beint í rúmið, þú getur svo hringt aftur seinna, ef þú villt. Ég á við ef þig langar til að tala. Og hætta nú bara að vei’a órólegur. Það er fyrir mestu. Heyrirðu hvað ég segi? Ætl- ai'ðu í rúmið? — Já, já. Gi'áhærði maðurinn sat kyi'r með símann í hendinni góða stund áður en hann lagði á. Samvinnumenn verzla við sín eigin samtök. Vér höfum flestar algengar neyzluvörur á boðstólum. öskum viðskiptavinum vorum GLEÐILEGRA JÖLA og farsæls komandi árs og þökkum viðskiptin á liðna árinu. KAUPFÉLAGIÐ INGÓLFUR Sandgerði. Félag járniðnaiarmanna óskar öllum félögum sínurrs og öðrum velunnurum GLEÐILEGRA JÓLA! JÓLABLAÐ - 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.