Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 66
SÍLDARPRINS
Framhald af bls. 5.
sfÓari 'í oktobér Í954,6orið< meíri
virðingu fyrir Zora en flestum
öðrum sem ég hefi kynnzt.
Hann var ekki gallalaus, öðru
nær. Hann var vargur i skapi,
duttlungafullur strigakjaftur,
haldinn þreytandi afbrýðisemi
í garð allra sem komu nálægt
vinum hans eða vinkonum. En
ég hef fáa menn hitt sem voru
jafnákveðnir í því að gefast
aldrei upp, hvað sem á gengi.
Átti hann um leið erfiðari róð-
ur en flestir aðrir: blindur
málfræðingur. í dugnaði hans
var styrkur sem aðrir gátu not-
ið góðs af.
Zora hafði komið sér upp
flóknu kerfi til náms, sem
byggði að mestu á tveim kerl-
ingum, sem hann las og skrif-
aði með — en þær höfðu sjálf-
ar gaman af því að grúska í
germönskum málum, um leið
og þær unnu sér inn skilding.
Önnur þeirra hafði alizt upp
í skóla fyrir aðalsdömur og
hafði brennandi áhuga á fljúg-
andi diskum. Ég var fyrr en
varði orðinn partur af þessu
kerfi — eins og ýmsir kunn-
ingjar Zora og vinir aðrir. Ég
kom til hans á kvöldin og las
með honum kennslubók Stef-
áns Einarssonar í íslenzku, á
eftir drukkum við te. Zora út-
skýrði fyrir mér það sem ég
ekki skildi í Évgení Onegín
Púsjkíns.
Ég vissi aldrei hvernig Zora
missti sjónina, spurði ekki að
því. Hann var frá Odessu, en
fólk af þeirri litskrúðugu
þjóðablöndu sem þar er sam-
an komin hefur orð á sér fyr-
ir sérkennilegan húmor og
furðulega hæfni til að lifa af
allar þrengingar, finna alltaf
úrræði. Frá þeirri borg komu
merkilegir rithöfundar eins og
Babel og Kataéf og allir heims-
ins fiðlusnillingar. Z. ra hafði
verið í Odessu hernámsárin, þá
stráklingur, en Odessubúar
sluppu að nokkru leyti betur
en annað hernumið fólk því
svo átti að heita að Odessa
væri innlimuð í Stór-Rúmeníu.
Uss, það var allt til sölu hjá
Rúmenum, sagði Zora. Gyðing-
ar gátu keypt sér skilríki upp
á að þeir væru Úkraínumenn,
eða að minnsta kosti Grikkir.
Ég byrjaði sjálfur fljótlega að
braska við rúmensku hermenn-
ina. Aðra atvinnu var ekki að
hafa. og svo lifði hver á öðr-
um. Ég byrjaði á sígarettu-
kveikjurum sem búnir voru til
úr skothylkjum og endaði á
þvi að kaupa Fordbíl af Rúm-
enum, taka hann sundur og
fela í kálgarði. — En því trú-
ir þú náttúrlega ekki.
□
Zora var margfalt lífsreyndarí
en samferðafólk mitt ann-
60 — JÓLABLAÐ
að í skóla, og ég skildi seinna
að hann talaði öðru vísi en
aðrir. Ég sá í dagbókarslitrum
að í nóvemberlok 1954, þegar
ég hafði ekkj verið nema fjór-
ar vikur i landinu, þá segir
hann um Jósef Stalin: Hann
var svosem ágætur styrjaldar-
foringi, en það var eins og
hann væri alveg úti að aka
síðari árin. Hann lét grafa
mikla og dýra skurði meðan
miljónir manna höfðu ekki
þak yfir höfuðið. — Þetta var
mikil villutrú aðeins ári eftir
dauða Stalíns, ég tala nú ekki
um að demba þessu yfir út-
lending.
Annars þótti honum ég aldrei
nógu rauður í þá daga, en ég
kom til hans stundum með á-
hyggjur vegna þágildandi
kennslubókar í pólitískri hag-
fræði (sem kennd var í öllum
deildum). Af hverju spyrðu
eins og burgeis, helvítið þitt?
sagði hann. Heldurðu að Marx
sé einhver asni? Norðurlönd,
segirðu, heldurðu það sé hægt
að prófa kenninguna um fá-
tæktun alþýðu á Norðurlönd-
um einum? Hvað heldurðu eig-
inlega að tilveran sé, útskrypp-
ið þitt?
Hann var mjög mælskur og
herskár á öllum vígstöðvum.
— Þú lézt mig fá íslenzkar
barnabækur, rétt. En ekki all-
ar sem þú fékkst. Hverjir eiga
að fá hinar, nirfillinn þinn? Er
verið að fara á bak við mann,
eða hvað? (Það var mjög eld-
fimt andrúmsloft milli allra
þeirra sem voru að glugga í
Norðurlandamál). Já, og elsku
vin, hvað heyri ég. Ég heyri
að þú hafir pantað indóevr-
ópistísk Spechts fyrir Wytaut-
as. Heldurðu að enginn þurfi
Specht nema hann?
— Þessi Lithái er afbragðs;:..
— Iss þessí prestaskólablók.
Þú ætlar kannski næst að út-
vega honum Vasmer? (Vasmer
setti saman mikla rússneska
etýmólógíska orðabók).
Þögn.
— Ég get sagt þér það Berg-
mann, þú ert sannur Júdas. Og
þú manst hvernig fór fyrir
honum. Ég segi ekki meir.
Og við drukkum te eða
dósakaffi. Meðan ég fletti mig
sveittan í íslenzkum bókum í
leit að sérstökum dæmum um'
nafnhátt í ritgerðafjanda, sem
Zora var að taka saman, fékk
ég yfir mig drjúgan skammt af
pólitískum bröndurum, soldáta-
klámi, armenasögum. gyðinga-
skrítlum.
Tveir Kínverjar voru á gangi
á bökkum Jangtse. Þá segir
annar:
— Heyrðu Móses ...
□
Samferðafólk mitt í þeim fáu
fögum sem ég reyndi fyrst
við var flest 17—18 ára. Þetta
fólk var nýsloppið úr frægum
skólum Stalíns, hafði meira að
segja verið . ,1„ .aðfikildum. skól-
um — ,stúikur, ijér, piltar. út, af
fyrir sig. Það bar líjra á því
að kynin áttu í nokkrum sam-
búðarerfiðleikum.
Það er varla hægt að hugsa
sér hjálpsamara fólk. Og á
fyrstu kúrsum a.m.k. var fé-
lagshyggjan ákaflega rík. Það
virtist sjálfsagt mál að skipu-
leggja sameiginlega bíóferð
þegar „gat“ kom í stunda-
skrá. sameiginlega leikhúsferð.
„Grúppan" hélt mjög vel sam-
an yfirleitt allar götur upp í
síðasta kúrs — það var mjög
algengt að halda sameiginlega
upp á afmælisdaga og suma
hátíðisdaga: þá var lagður á
nefskattur og skipt verkefnum
— þessir kaupa mat, þessir
vín, þessir sjá um matreiðslu.
Sömuleiðis var alltaf mjög al-
geng gagnkvæm hjálp við próf-
lestur, en hún var miklu pers-
ónulegri. Nokkrir tóku sig sam-
an, skiptu með sér pensúminu
að nokkru leyti og sögðu hver
öðrum frá. Prófdagar gætu
annars verið merkilegur kapí-
tuli út af fyrir sig: síðbúnir
menn á snöpum við lestrarsal-
ina: Sléptsof, hefur nokkur
nennt að lesa Sléptsof! — í
einu horni situr tékkneskur
dugnaðarmaður við þá nauð-
synlegu íþrótt að lesa skáld-
sögur díagónalt, þ.e.a.s. að
renna augum eftir síðunni efst
frá vinstri og niður í hægra
horn og gleypa svo innihald
hennar, í öðru horni stendur
himnastiginn Búgrof, mikill
fyrirmyndarnemandi, og rekur
innviðu Forsytesögu fyrir
hysknum hyspursmeyjum.
En víkjum aftur til 1954. Þetta
var sem sagt elskulegt fólk,
blátt áfram gott. En um leið
óþægilega visst í sinni sök.
Menn spurðu mig yfirleitt ekki
þá um það land sem ég kom
frá, töldu það víst óþarft, hitt
var greinilegt að menn hálf-
vorkenndu mér að vera frá
kapítalistalandi. Það lá yfir-
leitt í loftinu að sannleikurinn
var fundinn eða því sem næst
og ástæðulítið að hafa stórar
áhyggjur af honum — það
eina sem þurfti var að fletta
upp í þartilgerðum bókum.
Síðar rifjaði ein kunningja-
kona mín upp þessa afstöðu til
hlutanna, en hún settist í líf-
fræðideild Moskvuháskóla um
1950. Þegar við, sagði hún,
heyrðum prófessor einn halda
inngangsfyrirlestur og skýra
frá tveim ólíkum kenningum,
mig minnir um eitthvað varð-
andi blóðrás. þá sendum við
honum fullt af seðlum með
fyrirspurnum: þér sögðuð frá
tveim kenningum — en hvor
er sú rétta? Prófessorinn brást
reiður við og sagði að það
hefði hann sagt okkur hefði
hann vitað. Við vorum, man
ég, mjög hissa á því að það
skyldu vera til kenningar, sem
menn ekk:i vissu hvort réttar
voru eða rangar, sagði konan.
Það er sjálfsagt eiginlegt ung-
lingum á þessum aldri að vilja
hafa greið svör og afdráttar-
laus við öllum spurningum —
en þessi vissa um það hvað
rétt væri og hvað ekki var
óvenjusterk hjá hinum nýju
félögum mínum. Þessu fylgdi
öryggiskennd sem erfitt var að
skáka, en oft varð lítið úr
1956 þegar allt pólitískt gilda-
mat fór úr skorðum. Þá hófst
nýr kapítuli og fróðlegur sém
ekki verður rakinn hér.
□
Vladik var einn af þessutn
félögum. Faðir hans var
járnbrautaverkamaður og hann
hafði lítið álit á þeim vermi-
reitakvennablóma úr gróinni
menntastétt borgarinnar sem
mikið bar á einmitt á mála-
og bókmenntadeildinni. Iss,
sagði hann og beit harðneskju-
lega í pappamunnstykkið á
sígarettunni, intelligentsia, smá-
borgaraskapur. Hann vildi vera
hrjúfur og sterkur og blátt
áfram eins og sál próletarsins.
Eitthvað á þá leið. Honum
svipaði nokkuð til Majakov-
skis skálds og þann höfund til-
bað hann og hafði alltaf á
milli tannanna, enda af nógum
hreystiyrðum að taka:
heldur sel ég mellum
bland á barnum ..,
Og þegar Veggjalúsin eftir
Majakovski var vakin upp á
þessum vetri (hafði víst ekki
verið sýnd í meira en 20 ár)
þá bauðst Vladik til að fara
yfir textann með mér áður en
grúppan færj saman í leikhús-
ið. Það veitti reyndar ekki af:
fjögurra mánaða kunnátta í
málinu dugði skammt til að
skilja af sviði samanþjappað-
an og slángmengaðan texta
Majakovskís, lútandi að að-
stæðum Neptímana skömmu
eftir 1920. Hvernig í ósköpun-
um átti ég að geta tengt
auglýsingahróp götusala um
„brjóstahaldara úi loðskinn-
um“ við félagsleot sálarlíf
hinna nýríku árið 28? Enda
tókst misjafnlega að koma
þessu til skila. En þetta voru
skemmtilegar kennslustundir
— Vladik hló sjálfur mikið að
textanum, þótt hann kynni
hann utanbókar, og ég þá að
honum. Á eftir fórum við á
kaffistofu og fengum okkur
hundrað grömm hvor. Það var
öll spillingin í þá daga.
□
Aauðvitað orti Vliadik líka.
Hann för oft með kvæði
sín fyrir mig og spurði hvort
ég, bleikur smáburgeisinn,
skildi virkilega ekki að þetta
væri snilldin sjálf? Og skyldi