Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 10
ÆVINTÝRIÐ UM EMILJAN OG RÁÐSNJÖLLU KONUNA HÁNS
INNAN-
TÓMA
TRU MBAN
Daglaunamaður að nafni
Emiljan var dag nokkurn á
leið til vmnu sinnar, þegar svo
bar til að við nærri lá að hann
stigi ofan á frosk, sem á vegi
hans varð. í sama bili heyrði
hann einhvern kalla til sín.
Hann leit þá við og sá fallega
stúlku. og mælti hún svo tii
hans:
„Hversvegna giftist þú ekki,
Emiljan?"
„Hvernig ætti ég að geta
það, fallega stúlkan mín, ég
þekki enga. sem mundi vilja
mig.“
„Þá skaitu eiga mig.“
Emiljan leizt afar vel á stúlk-
una. „Það mundi ég vilja, en
hvar ættum við að vera?“
„Hafðu engar áhyggjur af
því,“ sagði stúlkan.
„Við skulum vinna mikið og
sofa lítið, þá tekst okkur ugg-
laust að sjá okkur farborða."
„Gott og vel, þá skulum við
taka saman,“ svaraði hann.
„En hvert eigum við að fara?“
„Við skulum fara til borgar-
innar.“
Síðan fóru þau, Emiljan og
stúlkan, til borgarinnar. Þau
settust að í litlum kofa í út-
jaðri hennar, og giftust og fóru
að bolloka þarna. Þá bar það
við einn dag, að konungur
landsins fór þarna hjá. Kona
Emiljans kom út úr kofanum
til þess að horfa á hann. En
þá er konungurinn sá hana,
varð hann mjög undrandi.
„Hvaðan getur hún verið hing-
að komin, þessi fallega kona?“
hugsaði hann. Síðan stöðvaði
hann vagn sinn, kallaði á konu
Emiljans og ávarpaðj hana.
„Hver ert þú,“ sagði hann.
„Ég er kona Emiljans bónda“.
svaraði hún.
„Hvernig stóð á því, að þú,
svona falleg kona, fórst að
giftast bónda? — Þú ættir að
vera drottning!“
„Þakka yður fyrir þetta
10 - JÓLABLAÐ
hrós“, svaraði konan, „en ég
er ánægð með manninn minn“
Konungurinn talaði meira
við hana, og ók síðan leiðar
sinnar. Hann fór til hallar
sinnar, en gat ekkj gleymt
konu Emiljans. Alla nóttina lá
hann vakandi, og hugsaði ráð
sítt. Engin ráð, sem honum
duttu í hug, þótti honum
mundu duga, og því kallaði
hann á þjóna sína og bað þá
að ráða fram úr þessu.
Þjónarnir sögðu svo: „Kallið
á Emiljan hingað til hallar-
innar. og fáið honum verk að
vinna. svo erfitt. að það verði
hans bani. Þá verður kona
hans ekkja, og þá getið þér,
konungur gifzt henni“.
Þetta þótti konungi þjóðráð.
Hann lét kalla Emiljan fyrir
sig og skipaði hann verkmann
sinn og bauð honum að búa i
höllinni ásamt konunni. En
kona Emiljans sagði við hann:
„Farðu til hallarinnar og
taktu að þér verkið, en komdu
heim til mín á hverju kvöldi".
Emiljan fór, og er hann kom
til hallarinnar, sagði bryti kon-
ungsins:
„Hvers vegna kom kona þín
ekki með þér?“
„Á hún nokkurt erindi hing-
að. Hún þarf að gæta heimilis-
ins“.
Síðan var Emiljan fengið
tveggja manna verk, og meira
en það, og þóttist hann ekki
mundu geta lokið því. En þeg-
ar kvöld var komið. var því
samt lokið, Brytinn sá þetta
og fé’ k honum helmingi meira
verk næsta dag. Emiljan fór
nú heim, og var þar góð að-
koma, allt í röð og reglu, eld-
ur í ofni, matur á borði, og
konan sat við sauma sfna og
var að bíða eftir honum. Hún
bauð hann velkominn og spurði
tíðinda.
„Ekki er gott að frétta,“
sagði hann. „Mér var fengið
erfiðara verk en svo, að ég
þyldi það. Þeir ætla að þrælka
mig til dauða".
„Hafðu ekki áhyggjur af
verki þínu,“ sagði konan.
„Líttu ekki upp úr neima til að
sjá hve miklu er lokið og hve
mikið er eftir. Stattu aldrei við
og sjáðu svo til.“
Emilja fór síðan að sofa. En
morguninn eftir fór hann aft-
ur að sinna verki sínu, og leit
nú aldrei upp. Og sjá! Því var
öllu lokið um kvöldið, og þeg-
ar rökkvaði, gat hann farið
heim til sín.
Með hverjum degi var hon-
um fengið meira og meira að
gera, en aldrei fór svo, að hon-
um tækist ekki að ljúka því.
Þegar vika var liðin, sáu þjón-
ar konungs, að honum mundi
aldrei verða ofboðið með strit-
verki, og fengu honum nú
vandasamari verk. En hvort
sem hann var skipaður til tré-
smíða, múrsmíða eða að þekja
hús, lék þetta allt í höndum
hans, og hann náði heim til
konu sinnar fyrir nóttina. Og
svona leið önnur vika.
Þá kallaði konungur þjóna
sína fyrir sig og sagði við þá:
„Ekki koma ykkar ráð að
gagni, og vil ég nú helzt segja
ykkur upp allri þjónustu. Tvær
vikur eru liðnar, og við erum
jafn nær. Þið sögðust mundu
geta þrælkað Emilja til dauða,
en ég sé úr glugganum mínum
hvar hann gengur heim til sín
á hverju kvöldi, kátur og syngj-
andi. Eruð þið að draga dár
að mér?“
Þjónarnir fóru að afsaka sig:
„Við gerðum allt, sem í okkar
valdi stóð til þess að þreyta
hann, en hann stóðst það allt.
Það er eins og hann sé óþreyt-
andi við erfiðisverk. Þá reynd-
um við að fá honum vanda-
söm verk, sem við héldum hann.
væri óvanur, en hann kunni
skil á þeim öllum. Það er
sama hvað honum er fengið afl
í
1
■i