Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 52

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 52
— Hvað sagði hann? spurði konan fljótmælt. Hann tók eina af hálfreyktu sígarettunum úr öskubakkanum, fékk sér einn reyk og sagði: — Hann vildi koma hingað og drekka eitt glas af víni. — Guð, og hvað sagðir þú? spurði konan. — Þú heyrðir það, sagði grá- hærði maðurinn og leit á hana. — Þú heyrðir hvað ég sagði, var það ekki? Hann drap í sígarettunni. — Þú varst óviðjafnanlegur. Alveg einstakur, sagði konan og virti hann fyrir sér. — Guð veit mér fannst ég vera svo auvirðileg. — Já, sagði gráhærði maður- inn, — þetta voru heldur ö- þægilegar kringumstæður. Ég veit ekki hve einstakur ég var. — Þú varst óviðjafnanlegur. Ég er eyðilögð. Eins t)g tuska. Sérðu það ekki á mér? Gráhærði maðurinn leit á hana. — í rauninni er þetta ó- mögulegt ástand- Það er svo vit- laust að það er ekki einu sinni-------- — Ástin mín, fyrirgefðu, sagði konan og var fljótmælt, en ég held að þú sért að brenna þig- Hún flýtti sér að bursta af handarbakinu á hon- um. — Nei. það er bara aska. Hún hallaði sér aftur á bak. — Þú varst alveg einstakur, sagði hún — Guð veit að mér fannst ég svo auvirðileg. — Já, þetta er mjög, mjög óþægilegt ástand. Náunginn líð- ur bersýnilega verstu---------- Skyndilega hringdi síminn. Gráhærði maðurinn sagði: — Drottinn minn, en tók strax símann. — Halló, sagði hann. — Lee, varstu sofnaður? — Nei, nei. — Mér fannst ég mega til með að segja þér að Jeanie kom heim fyrir andartaki. — Hvað? sagði gráhærði mað- urinn og tók fyrir augun þó ljósið skini á bákið á honum- — Já, hún kom rétt áðan. Tíu sekúndum eftir að ég lagði símann á. Ég notaði tækifærið og hringdi meðan hún fór fram f snyrtiherbergið. — Og hafðu þúsund þakkir, Dee. Ég á við — þú veizt hvað ég á við. Þú varst ekki sofnaður, var það? — Nei, ég var bara — nei, nei, sagði gráhæröi maðurinn. Hann ræskti sig. — Já, mér skilst að Leona hafi orðið dauðadrukkin og farið að háskæla, og Bob bað Jeanie að koma með þeim einhversstaðar inn og drekka með þeim eitt glas, meðan þau gerðu upp sakirnar. Ég veit ekki hvað bar á milli, en það var mikil flækja. Og sem sagt, hún er heima núna. Þvílíkt kvöld. Það er líka þessi bölvaða New York borg. Veiztu hvað ég held að ég geri, ef allt gengur eftir áætlun, ég ætla að kaupa lítið hús í Connecticut. Kannski, það þarf ekki að vera svo langt í burtu, bara hæfi- lega langt til þess að við get- um lifað eðlilegu lífi, fjandinn hafi það. Hún er svo mikið fyr- ir blóm og þessháttar. Hún yrði áreiðanlega yfir sig hrifin ef hún fengi eigin garð og þess- háttar. Heldurðu það ekki? Ég á við að fyrir utan þig þekkj- um við engan hér í New York nema hóp af taugaveikluðu fólki. Og það fer alveg með mann fyrr eða seinna. Skilurðu hvað ég á við? Gráhærði maðurinn svaraði ekki. Hann hélt enn fyrir aug- un og hafði þau lokuð. — En nú ætla ég að tala um þetta allt í kvöld. Eða kannski á morgun. Hún er ekki alveg með sjálfri sér enn. Innst inni er hún ágætisstúlka, og ef við fáum tækifæri tii að ná okkur svolítið á strik, erum við hrein- ustu bjánar, ef við notum það ekki- Svo þurfum við að fá þetta með veggjalúsina á hreint. Ég hef hugsað um það. Mér þætti gaman að vita, Lee, ef ég færi nú sjálfur og talaði við Junior, þá kannski---------- — Arthúr, ef þér væri sama vildi ég helzt------ — Þú mátt ekki halda að ég hringi bara af því að ég hafi áhyggjur af stöðu minni. Það hef ég sannarlega ekki- Mér er satt að segja innilega sama. Ég var bara að hugsa um að ef ég gæti talað við Junior án bess að leggja allt of mikið á mig, væri heimskulegt að láta bað ógert. — Andartak, sagði gráhærði maðurinn og lét höndina síga, ég er allt í einu kominn með hræðilegan höfuðverk. Ég veit ekki hvers vegna. Ertu leiður ef við slítum samtalinu núna. Við getum talað saman strax f fyrramálið, er það ekki? Hann hlustaði stutta stund og lagði svo símann á. Eins og áður spurði konan strax einhverrar spurninaar en hann svaraði ekki. Hann tók sígarettuna, sem A. S. B., félag afgreiðslustúlkna í brauða- og mjólkurbúðum þakkar félagskonum gott samstarf á árinu sem er að líða og óskar þeim og landsmönnum öllum GLEÐILEGRA JÓLAS góðs og farsæls komandi árs. FÉLÖG - STARFSHÓPAR Leigjum sali til hvers konar félagsstarf- semi, svo sem fundahalda, veizluhalda, árshátíða o.fl. |í Tryggið ykkur húsnæði til starfsemi ykkar tímanlega. IÐNÓ - INGÓLFSCAFÉ Sími 12350 — Alþýðuhúsinu, 52 - JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.