Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 70
KAUPFÉLAG
ÞINGEYINGA
Húsavík — Stofnað 1882.
Þakkar öllum viðskíptavinum sínum og
velunnurum fyrir liðinn tíma og óskar
þeim gæfu og gengis í framtíðinni.
Gleðileg jól!
Samvinnumenn
Verzlið við eigin samtök,
— Það tryggir yður sannvirði.
Kaupfélag
Svalbarðseyrar
Kaupfélag
Stykkishólms
Stykkishólmi
óskar öllum viðskiptavinum sínum
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsæls komandi árs og þakkar
viðskiptin á liðna árinu.
Innantóma...
Framhald af bls. 11.
í fjarlægasta húsinu. Þar
muntu finna það sem þú leit-
ar að.“
„En hvernig get ég þekkt,
að það sé hið rétta?"
„Ef þú sérð að menn hlýða
því betur en föður og móður,
þá er það hið rétta. Taktu það
þá og færðu það konunginum.
Ef hann segir að þetta sé ekki
hið rétta, skaltu svara hon-
um: „Ef þetta er ekki hið rétta,
skal það verða molað“. Síðan
skaltu mola þennan hlut, og
fara með brotin niður að ánni
og fleygja þeim út í. Þá muntu
komast til konu þinnar aftur.“
Emiljan kvaddi gömlu kon-
una, og lét svo hnoðað velta á
undan sér. Hnoðað valt unz
það kom út að hafinu, og var
þar fyrir mikil borg, og fjarst
í borginni var stórt hús. Em-
iljan baðst gistingar og var því
játað. Svaf hann þar af um
nóttina, en um morguninn, er
hann vaknaði, heyrði hann að
faðir kallaði á son sinn og
bað hann að höggva við í eld-
inn. En sonurinn vildi ekki
hlýða því. „Það er of snemmt,"
sagði hann, „það liggur ekki
á.“ Þá heyrði Emiljan móð-
urina kalla: „Farðu sonur
minn, faðir þinn er gigtveik-
ur, ætlarðu að láta hann gera
þetta? Það er kominn tími til
að fara á fætur.“
„Ekkert liggur á,“ svaraði
sonurinn, og fór aftur að sofa.
Ekki hafði hann fyrr fest svefn
en mikill hávaði heyrðist ut-
an af strætinu. Þá þaut sonur-
inn upp, flýtti sér í fötin og
var þegar kominn út á stræti.
Emiljan þaut líka á fætur til
þess að geta séð, hvað það
væri, sem sonur hlýddi betur
en föður og móður Hann sá
mann koma eftir strætinu með
eitthvað kringlótt í hendi, og
léthann ganga á því stafshögg
með hinni. Af þessu höfðu staf-
að þau óhljóð, sem sonurinn
hafði hrokkið upp við og farið
að forvitnast um. Emiljan gekk
nær til að gæta að því hvað
þetta væri, og sá að það var
eins og kringlóttar öskjur að
lögun, og strengt skinn um
báða enda. Hann spurði hvað
þetta væri kallað.
„Trumba,“ var honum svar-
að.
Emiljan varð hissa, og bað
um að sér yrði fengið þetta,
en því var neitað. Þá þagnaði
hann, en lagði leið sína á eft-
ir trumbuslagaranum. Svona
gekk hann allan daginn, en að
kvöldi, er trumbuslagarinn var
sofnaður, laumaðist Emiljan
nær og rændi trumbunni.
Síðan hljóp hann og hljóp,
unz hann náði heim til sín.
Hann bjóst við að hitta konu
sína þar, en hún hafði verið
sótt og færð konungi daginn
eftir að Emiljan fór í ferð-
ina. Emiljan fór þegar til
hallarinnar, og bað um að kon-
■ ungi væru flutt þau skilaboð,
að sá sem átti að fara þang-
að sem hann vissi ekki hvar
var, væri kominn aftur, með
það, sem hann vissi ekki hvað
væri.
Konungi var sagt þetta, en
hann skipaði Emiljan að koma
á sinn fund daginn eftir.
En Emiljan lét ekki undan.
„Segið konungi“, sagði hann,
„að ég sé hingað kominn með
það sem hann heimtaði af mér.
Látið hann koma til mín, ann-
ars fer ég til hans.“
Þá lét konungurinn undan,
og kom fram.
„Hvert fórst þú?“ spurði
hann.
„Ég veit það ekki’’, svaraði
Emiljan
„Hvað komstu með?“
Emiljan sýndi honum trumb-
una, en konungurinn vildi ekki
líta á hana.
„Þetta er ekki hið rétta “
„Sé þetta ekki hið rétta,“
svaraði Emiljan, „þá skal það
verða barið, og megi fjandinn
hirða það.“
Emiljan fór nú út úr höll-
inni og barði trumbuna um
leið, en allir konungsmenn
eltu hann, heilsuðu honum með
virktum og báðust þess að
mega þjóna honum.
Konungurinn kallaði á her-
lið sitt úr glugganum, og bann-
aði að nokkur fylgdi Emiljan
eftir. En enginn anzaði honum,
allir flykktust um Emiljan.
Þegar konungur sá þetta,
skipaði honum að skila skyldi
konu Emiljans, en fá í staðinn
trumbuna.
„Það get ég ekki,“ sagði Em-
iljan. „Ég verð að berja hana
og kasta brotunum í ána.“
Emiljan fór svo niður að ánni,
með trumbuna, en allir her-
menn konungsins fylgdu hon-
um. Og er hann stóð á bakk-
anum, sló hann trumbuna í
mola, og fleygði þeim í ána.
En hermannahópurinn dreifð-
ist i ýmsar áttir. Og Emiljan
sótti konu sína og fór með
henni heim. Og eftir þetta lét
konungurinn þau afskiptalaus,
og þau lifðu langa ævi og góða
saman.
Mannlýsingar
Hljóða-Bjarna
Hljóða-Bjarni talaði ekki oft
vel um það fólk, sem hann hitti
á ferðum sínum. Hann komst
svo að orði um hjóri, sem hann
átti tal við:
„Út úr konunni stóðu átján
gaddar. Hún gnísti tönnum eins
og sauður, fallinn í pytt,
kominn að bana. En bóndinn
var eins og dauðs manns skuggi
á uglu“.
Öðrum hjónum lýsti hann
svo: „Bóndinn var eins og þoka
yfir feni, en konan eins og
grængolandi norðaustansj ór.“
70 - JÓLABLAÐ