Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 47

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Qupperneq 47
flösku síðusUi tvo klukkutím- ana. Ég er blindfullur, fjand- inn sjálfur- Ég get næstum ekki .. ■ — Nú, jæja, jæja, farðu þá í rúmið, sagði gráhærði maður- inn, — og reyndu að vera ró- legur, heyrirðu hvað ég segi.Það hjálpar ekkert að sitja og hugsa, eða hvað? — Nei, það veit ég vel. Mér er líka andskotans sama. En það er lífsins ómögulegt að treysta henni. Hvaða þýðingu hefur þetta. Ég verð bara vit- laus af þessu öllu. — Já, en gleymdu því þá. Gleymdu því. Gerðu mér þann greiða að hætta að hugsa um það, sagði gráhærði maðurinn — í sannleika, þú gerir úlfalda úr — — — Veiztu hvað ég ætla að gera? Veiztu hvað ég ætla að gera? Ég skammast mín fyrir að segja það, en veiztu hvað mér liggur við að gera- hvert einasta kvöld þegar ég kem heirn? Á ég að segja þér það? — Arthúr, heyrðu nú, það er ekki — — — — Bíddu eina sekúndu — Þú skalt fá að vita það. Ég verð að halda aftur af mér af öllum mætti að ganga ekki um alla íbúðina, opna hvern einasta skáp, þetta er alveg satt. Hvert einasta kvöld þegar ég kem heim býst ég við að finna hús- ið fullt af fiflum, sem hafa fal- ið sig hingað og þangað, lyftu- strákar, sendlar, landeyður--- — Já, já, en reyndu nú að vera rólegur, Arthúr, sagði grá- hærði maðurinn. Hann leit snöggt til hægri, þar sem sígar- ettan, sem hann áður hafði kveikt í, lá nú og vóg salt á öskubakkabrúninni. Hún var útbrunnin svo hann lét hana eiga sig. — 1 fyrsta lagi, sagði hann í símann, — hef ég svo oft sagt þér Arthúr að þetta er einmitt það heimskulegasta, sem þú getur gert. Veiztu hvað þú gerir? Þú blátt áfram vinn- ur að því að kvelja sjálfan þig, eins mikið og þú mögulega get- ur. í raun bg vem ögrar þá Jeanie, þú rekur hana útí----- Hann þagnaði snöggvast, en hélt svo áfram: — Þú ert sann- arlega heppinn, hún er ágæt- is stúlka. Ég meina það. Þú treystir ekki henni sjálfur, hvorki smekkvísi hennar eða skynsemi, eða nokkm öðru, fjandinn hafi það- — Skynsemi. Ertu ekki með réttu ráði? Hún á ekki skyn- semi til. Hún er dýr. Nasavængir gráhærða manns- ins þöndust og hann andaði djúpt. — Við emm öll dýr. Tnnst inni erum við öll dýr. — Nei, það veit guð að við erum ekki. Ég er sannarlega Hún hefði átt að eiga storan klunnalegan drumb, sem gaf henni löðrung öðru hvoru og hélt rólegur áfram að lesa ekki dýr. Ég er kannski heimsk- ur. Og það kann að vera að ég sé eitthvað bilaður, en dýr er ég ekki. Þú verður að finna upp á einhverju betra. Ég er ekkert dýr. — Heyrðu nú Arthúr, þetta er alveg þýðingarlaust-------- — Skynsemi, drottinn minn, þú ættir að vita hvað það er skemmtilegt- Hún heldur sjálf að hún sé fluggáfuð- Það er það fyndna við það, það er grát- hlægilegt. Hún les leikdóma og glápir á sjónvarp þangað til hún er næstum sjónlaus. Sem sagt, Mn er bráðgáfuð. Veiztu hverri ég er giftur? Ég er gift- ur stas"stu núverandi ó-upp- götvuðu leildronu, rithöfundi og JS, sálfræðingi, f e;inu orði sagt, stærsta og mest misskilda sén- í New York boi'gár. Þ'ú vissir þetta ekki, var það? Guð veit að maður gæti dáið úr hlátri. Frú Bovary á Columbiahá- skóla------— — Hver þá spurði gráhærði maðurinn ergilegur. — Frú Bovary kynnir sér á hvaða hátt maður getur fengið mest út úr sjónvarpi. Drott- inn minn dýri, ef þú vissir hvað — — — — Það er ágætt, en þetta samtal okkar er bara alveg þýðingarlaust, sagði gráhærði maðurinn. Hann sneri höfðinu og bar tvo fingur upp að vör- unum til þess að gefa bend- JÓLABLAÐ — 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.