Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 77
orðin honum svo vel innrætt,
að hann átti alltaf hest, og það
þó hann hefði ekki nokkur efni
é að lifa sjálfur, því hann trúði
því að ekkert munaði um einn
hest, enda væri vandfundinn sá
hestur, sem ekki ynni fyrir
sér. Hið sama sjónarmið verður
oft uppi að því er snertir bíla.
Bonaviu Banks þótti þetta
góð trú, enda hafði hún hina
sömu trú sjálf. Henni veittist
auðvelt að sannfæra hann um
það, að ekki væri eiginkona
ónauðsynlegri en hestur og
lítill munur á þeim tilkostn-
aði. Svo giftust þau og eign-
uðust þrettán börn, en af þeim
dóu ellefu í bernsku vegna
hinnar stjórnlausu dýrkunar
foreldranna á hestinum. Svo
dó hesturinn, og hinn sárt
syrgjandi eigandi lét sig hafa
það að kaupa dásamlegan grað-
hest fyrir fjögur pund sterling
af ekkju manns, sem hafði
keypt hann fyrir tvö hundruð
og þrjátíu þremur dögum áður.
Á leiðinni heim beit hesturinn
hinn nýja eiganda sinn og dó
hann af ginklofa daginn eftir
að hesturinn var skotinn. Svona
lauk ævi Alfred Hairns, að
hann féll fyrir þeim tengslum
milli manna og málleysingja,
sem hefði átt að sanna að allt
lif sé af einni ætt.
Hesturinn leit upp, leit hlut-
tekningarlítið á frú Hairns,
veifaði taglinu, og færði sig
til þangað sem grasið var óbit-
ið og ætlaði að halda áfram
að bíta, en allt í einu var eins
og hann rankaði við sér, og
hann sperrti eyrun, reisti
makkann og virti konuna
grandgæfilega fyrir sér. Svo
kom hann til hennar, tók niður
á leiðinni einu sinni eins og
annars hugar og sagði:
„Manstu ekki eftir mér?“
„Chipper!“ sagði frú Hairns.
„Ert þetta þú sjálfur?"
„Það er ég sjálfur," sagði
Chipper.
Chipper talaði á sama hátt
Og asni spámannsins, þ.e.a.s.,
frú Hairns fann hvað hann
sagði án þess að taka eftir
því að hann sagði ekki neitt.
Enda talar enginn við annan
á þessum duldu slóðum nema
með fjarhrifum.
„Verð ég að ganga upp á
þetta fjall, Chipper?“ sagði
hún
„Já,“ svaraði hann, „nema
þú fáir að sitja á mér“.
„Heldurðu að þú leyfir mér
það?“ spurði frú Hairns með
Varúð.
„Það geri ég fúslega,“ svar-
Ðði hesturinn.
„Er þá engan vagn að hafa
hér?“ sagði frú Haims. „Ekki
get ég riðið berbakt. Auk þess
sem ég kann varla að sitja
hest“.
„Þá verður þú að ganga,"
sagði Chipper. „Haltu þér fast
í faxið, þá held ég við kom-
umst þetta".
Einhvern veginn komust þau
upp, og þau voru komin fast
að borgarhliði þegar frú
Hairns datt allt í einu í hug
að spyrja hvaða staður þetta
væri, og hvað þau væru að
vilja þangað.
„Þetta er Himnaríki," sagði
Chipper.
„Gu-uð!“ hrópaði frú Hairns
og stóð kyrr þar sem hún var
komin.
„Af hverju sagðirðu það ekki
þegar við vorum að leggja af
stað? Ekki hef ég unnið neitt
til þess að fá inngöngu í
Himnaríki".
„Rétt er nú það,“ sagði
Chipper. „Viltu heldur fara til
Helvítis?“
„Æi, vertu ekki að þessu,
Chipper," sagði frú Hairns.
„Er þá ekki til neinn staður,
sem er svona mitt á milli? Eða
hélztu, að ég væri heilög
mey? Hins vegar vil ég ekki
við það kannast að ég sé stór-
syndug, Fjárinn hafi það, það
hlýtur að vera til fólk, sem er
svona eins og fólk er flest.“
„Ég veit ekki um neinn stað
nema þennan," sagði Chipper.
„Þetta er sko Himnaríki"
„Skyldu vera nokkur eldhús
hérna?“ sagði frú Hairns.
„Chipper, ætlarðu nokkuð að
segja frá því að ég hafi verið
harðleikin stundum?"
Chipper þefaði af frú Hairns.
„Væri ég sem þú skyldi ég
ekki halda mig í vindstöðunni
til Sankti Péturs," sagði hann.
„Sko, þetta er hann,“ sagði
Chipper og benti með múlan-
um á gamlan heldri mann með
lykla frá tólftu öld á kippu.
Greinilegt var að þessir
lyklar voru fremur til skrauts
en nytja, því hliðið var gal-
opið og steinn, sem hafði ver-
ið skorðaður við hurðina, svo
hún fyki ekki aftur, var orð-
inn svo mosagróinn, að sýni-
legt var að hann hafði ekki
verið hreyfður öldum saman.
Þetta fannst frú Hairns furðu-
legt að sjá, því henni hafði
verið gaumgæfilega innrætt í
æsku, að hlið himinsins væru
alltaf vandlega lokuð, og mesta
staut að opna þau.
Hópur af englum stóð úti á
stéttum. Þeir höfðu ýmislega
lita vængi: purpurarauða,
gyllta, blágræna og silfurlita,
rafgula og svarta, og þótti frú
Hairns þetta næsta fögur sjón.
Einn af englunum var með
sverð, og var brandurinn all-
ur einn logi, rauður og hvik-
andi. Annar engill, sem var
berfættur frá hnjám og hafði
hátt vatnsleðurstigvél á öðr-
um fæti, hélt á löngum og mjó-
um lúðri, sem virtist mundu
geta náð út að sjóndeildar-
hring, en var samt engu ómeð-
færilegri en regnhlíf. Guð-
spjallamennirnir fjórir, Matt-
heus, Markús, Lúkas og Jó-
hannes, sátu úti við glugga
uppi i einum turninum og
blöstu við augum, og þóttist
hún þá sannfærð um það að
þetta væri Himnaríki.
Chipper sneri sér að Sankti
Pétri: „Þessi kona er alveg
út úr,“ sagði hann.
„Eins og ég sjái það ekki,“
svaraði Sankti Pétur.
„Svei, Chipper!" svaraði frú
Hairns ásakandi. „Af hverju
varstu að kjafta frá þessu?“
Þá litu allir við og horfðu á
hana, þar sem hún fór að
snökta. Engillinn með eldsverð-
ið bar það fyrir augu henni,
og huggaðist hún af því, en
loginn gerði henni ekkert mein.
„Ég er hræddur um að henni
sé ekki við bjargandi." sagði
Chipper.
„Enginn vill sjá hana, ekki
einu sinni börnin hennar“.
„Frá hvaða plánetu er hún?“
spurði básúnuengillinn
„Plánetan mín er góð plán-
eta,“ sagði frú Hairns stór-
hneyksluð og barði fingri í enn-
ið á sér.
„Tellus, jörðin," svaraði
Chipper en englarnir fóru all-
ir að hlæja og Sankti Pétur
réð sér ekki fyrir kátínu.
„En heyrið þið mig, hvað
er hún að fara, og hvað geng-
ur að konunni?“ sagði básúnu-
engillinn.
„Hún er þjófur og lygari,"
sagði Chipper.
„Nú, er hún ein af þeim,“
sagði engillinn með eldsverðið.
„Ég á við það að jafnvel á
jörðu niðri er hún kölluð lyg-
ari og þjófur," sagði Ghipper.
„Ljótt er að heyra,“ sagði
engillinn með sverðið, og var
auðséð að honum leizt ekki á.
„Ég er að reyna að bæta
um fyrir þér,“ sagði Chipper
við frú Hairns. „Með því að
segja þig verri en þú ert tekst
mér að láta þeim iinnast þú
skárri en þú ert, þegar þeir
sjá hvernig í öllu liggur“. Svo
sagði hann og sneri sér að
Sankti Pétri:
„Ég kom með hana hingað
af því hún fór úr vagninum
og gekk • einu sinni þegar ég
átti að draga þau öll upp
brekku, hana og mann henn-
ar, þrjá kunningja þeirra, og
konur þetrra, og átta börn að
auki, og fullan kassa af öl-
flöskum."
„Nú er ég öldungis hlessa!
Manstu eftir þessu?“ sagði frú
Hairns.
„Er þetta satt?“
„Það er von þú spyrjir.
Þetta var ekki líkt þér,“ sagði
Chipper. „Það er þess vegna
sem ég man það“.
í þessu kom biskupinn. Hann
hafði farið fótgangandi eftir
öllum þeim gagnvegum, sem
liggja milli sneiðinganna upp
fjallið.
„Er þetta hlið himinsins?"
spurði biskupinn.
„Svo er,“ sagði f ankti Pétur.
„Er þetta aðalhliðið?" spurði
biskupinn efablandinn „Er það
alveg vist að þetta sé ekki
hlið óæðra fólks?“
„Um þetta hlið fara allir.“
sagði Sankti Pétur.
„Þetta er óvenjulegt fyrir-
komulag og mér finnst það ekki
gott,“ sagði biskupinn. Hann
sneri sér frá Sankti Pétri og
að englunum. „Herrar mímr
sagði hann, „ég er biskupinn
í Sankti Pancras-umdæmi".
„Nei! Fyrst svo er, þá er
liklega rétt að ég segi til mín.
Ég er Sankti Pancras sjálfur,"
sagði ungur maður skrýddur
hökli, sem sat uppi í einum
turnglugganum.
„Það gleður mig sem biskup
yðar að mega hitta yður,“
sagði biskupinn. „Allir vita að
ég hef áhuga á velferð hvers
eins af sóknarbörnum mínum.
En nú sem stendur má ég því
miður ekki vera að því að tala
við yður, því ég á brýnum
erindum að gegna á æðstu
stöðum. Ég kveð yður því,
herrar mínir. Svo hélt hann
áfram. Englarnir horfðu dol-
fallnir á eftir honum. Svo
gerði básúnuengillinn póstlúð-
ur úr hljóðfæri sínu, beindi
honum fyrst upp í loftið og síð-
an n'iður á við eins og leitar-
ljósi. Hljómarnir teygðust langt
eftir götunni unz þeir náðu
frakkalöfum biskupsins, og
næsti blástur svipti honum
fyrir horn svo hann sást ekki
meir.
Englarnir brostu fögru og
hreinu brosi. Frú Hairns gat
ekki stillt sig en fór að hlæja.
„Sá þykir mér góður,“ sagði
hún og benti á básúnuengilinn.
„Heldurðu ekki að þú ættir
að fara þarna inn á eftir bisk-
upnum?“ sagði Chipper.
Frú Hairns leit undirfurðu-
lega á Sankti Pétur (við engl-
ana var hún alls ekkí feimin)
og spurði hvort hún mætti
fara innfyrir.
„Öllum er frjálst að fara inn,
sem það vilja,“ sagði Sankti
Pétur. „Til hvers heldurðu að
hliðið sé?“
„Fyrirgefðu, herra, en það
vissi ég ekki,“ sagði frú Hairns
og færði sig varlega nær
þröskuldinum, en rétt í því
bar biskupinn að, æstan og
eldrauðan í framan.
„Ég er búinn að fara um
alla borgina, og það geisar fár-
viðri,“ sagði hann móður og
másandi, ,og ég get með engu
móti fundið það. Ég er farinn
að efast um að þetta sé himna-
ríki“.
„Fundið hvað?“ spurði sankti
Pétur.
„Hásætið, herra minn,“ sagði
biskupinn með alvöruþunga.
„Þetta er hásætið“, sagði
sankti Pancras, sem enn sat í
sæti sínu uppi í glugganum
og studdi höfuðið í höndum
sér, en olnbogarnir hvíldu á
gluggakistunni.
„Þetta?“ sagði biskupinn.
„Hvaða þetta?“
„Þessi borg“, sagði sankti
Pancras.
Framhald á bls. 79.
JÓLABLAÐ - 77