Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 13
I UTLEGÐ naas Kirk. EFTIR HANS KIRK Ungfrú Rasmussen er þokka- leg kona á midjum aldri. Hús hennar er í götu sem heitir Ró- semi, enda er þetta róleg gata, nema þá sjaldan að dansleikur er haldinn i hótelinu, en það hótel kallast Klúbbur. Gisti- staður farandsveina er rétt hjá hennar húsi, og ekki erbrennt fyrir að af þessum mönnum hljótist nokkur ókyrrð stund- um, en sé svo, gerist það ætið í garðinum að húsabaki, aldrei úti á götunni, því veitingamað- urinn sér um það. Honum er ekki um að lenda í erjum við lögregluna eða nágrannana út af gestunum. Þeim er því nauðugur einn kastur að jafna deilur sínar í húsagarðinum, en forðast götuna Rósemi. Ég er til heimilis hjá ung- frú Rasmussen, og mér leiðist ákaflega. Ekki vantar þó að þetta sé frægur bær, því hérna í Sói’ey eru þeir allir grafnii’, Absalon, Holberg og Ingemann, en heima hjá mér er enginn frægur, nema ef vera skyldi hann Dimmese gamli, sem er sonur de Meza hershöfðingja, og lenti einhvernveginn hjá Bliehfeld vagneiganda og skipsafgreiðslumanni. Ég hef lesið bækur eftir Holberg og þær þykja mér góðar, en Inge- mann leiðist mér, og ég hef aldrei getað skilið að nokkuð gaman sé að sjá gröfina hans. Ætli grafir skálda séu nokkuð öðruvísi en gi-afir annari-a manna? Faðir minn kom með mér hingað og fól mig ungfrú Ras- mussen u hendur, því hún lifir á því að taka skólapilta í fæði og húsnæði fyrstu tvö árin, en fyrr komast þeir ekki í heima- vistina. Og þegar hann fór, stóð ég eftir á stöðinni einsamall og alveg ringlaður og fannst ég vera einmana á biáókunnugum stað. Og ekki batnaði þólengra liði. Mér leiðist þessi ofurstóri, grái skólakumbaldi, hátíðlegur og fráhi’indandi, og mér leið- ast lfka kennai’arnir, nema einn og einn, og ennfremur leiðist mér fólkið í bænum, og hin lágkúrulega drambsemi þess. Enginn hefur áhuga á neina nema því hver eigi að taka of- an fyrir hvex-jum. A kvöldin leggst ég útaf sorgbitinn og fer að hugsa um bæinn minn, þar sem ég á heima, um rykið og forina, draslið og fátæktina, drykkjuskapinn og áflogin. Þetta er langtum ófrægari staður, og aumari á allan hátt, en fólkið kann ég svo vel við. Og mér liggur við að tárast af því að vera nú svo fjarri öll- um sem mér þótti vænst um, móðurömmu minni í Thy >g föðurafa mínum á Hai’boeyri. — Þú venst bessu, væni minn, segir ungfrú Rasmus- sen, því hún þekkir það af gamalli reynslu, að nýsveinum leiðist alltaf. — Og á sunnu- daginn förum við öll í kirkju, ég og drengirnir mínir sex. I kirkju hef ég aldrei komið nema með ömmu, og þá kirkju á hún sjálf, og afa því hann er í heimatrúboðsfélaginu. En í þetta sinn fer ég með ung- frú Rasmussen. Ég er sumsé einn af drengjunum hennar sex. Þegar við leggjum af stað, gengur ungfrú Rasmussen á undan í tign og veldi, svo alil- ir geti séð að hún lætur sér annt um kristilegt uppeldi skjól- stæðinga sinna, hún skoðar það hlutverk sitt að leiða okk- ur til guðs og séra Krarups. Það er miklu skárra að fara i kinkju, en ég hafði haldið, og aldrei hef ég séð jafn stóran sal, og margt ber fyrir auga og eyni, orgelið kliðar og þýt- ur elns og vindur sem kann að leika á vindhörpuna. En ekki verður af því að ég fari oft til kirkju með ungfrú Rasmussen, því ég kæri mig ekki um að láta leiða mig til guðs, og ég fel mig fyrir henni á sunnudögum. En samt laðast ég undarlega að kirkjunni. Ég hef eignazt góðkunningja, Steen frá nágrannabænum Ternrup, og hann er eins og ég, útlagi hérna í þessari ólukkans Sórey. Þegar kirkjan er opnuð fyrir ferðamenn, förum við inn f hana og lendum þar í furðuleg- ustu ævintýrum. Við laumumst niður í grafhvelfinguna, þar sem kisturnar em orðnar svo fúnar, að þær eru farnar eð liðast í sundur svo sér í lík- in, skorpnuð eins og múmíur. Einu sinni fundum við lykil- inn að kirkjuloftinu, og þangað smugum við, og skriðum ofan á hvelfingunum, — þetta var eins og öldótt land —, þangað til við komumst upp í turninn. Þaðan sást vítt yfir skógana í Sórey, langar leiðir. Okkur fannst sem við hefðum varla náð andanum mánuðum sam- an fyrr en nú og okkur lang- aði mest til að æpa upp yfir okkur af kátínu, þetta var gam- an! Heima hjá okkur var svo vfðsýnt og vindurinn svo kát- ur, að okkur fannst nærri því við vera komnir heim. Ég skal kannast við að það sé fallegt í Sórey. Margir hafa dáðst að fegurðinni í skógun- um og við tjarnix-nar við mig. Hér gekk Ingemann um skóg- ana og orti kvæði sín, ogfleiri vom þau skáld, sem gerðu það, enda leynast hér endurminn- ingar bak við hvert tré, en mér er sama um þetta allt. Hérna er Heimspekingagangur og Ingemannshús og hólmurinn hans þar sem álftir verpa, hvit- ar á fjaðrahaminn, og Ægir og Parnas, og bátar til að fara á um vatnið, og knattspyrnuvöll- ur og krikketflöt, og síðast en ekki sízt stóri, fíni mennta- skólagarðurinn þar sem ekki má fara á hjóili. En mér leið- ist ákaflega þessir miklu skóg- ar hérna og vatnið, sem skóg- urinn umlykur. Það er eitthvað svo aðkreppt, að mér finnst ég ekki ná andanum. Á kvöldin kemur hráslagaleg þoka, og leggst á alla vegi og stíga, eins og dúnlétt baðmull. Það er svo mikill raki í loftinu að mér finnst allt vera mvglað og þvallt, og sífellt þrái ég fjörð- inn minn og hólana mína þar. Þegar ég er búinn að vera hér í tvo inánuði, skrifa ég heim og bið eins vel og ég get að lofa mér að fara héðan og koma heldur heim. Ég er fús til að ráða mig sem vikapilt hjá vandalausum, annað hvort í minni sveit eða ömmu minn- ar, fái ég aðeins að komaheim, og mamma skrifar mér langt bréf og huggar mig með því að nú sé ekki langt til jóla, og þá fái ég að vei’a heima íhólf- an mánuð. Ég bý mér þá til dagatal, svo ég eigi hægara með að sjá hvað dagarnir eru margir. Á hverju kvöldi strika ég yfir liðna daginn, og þá er hann úr sögunni. Og svo eru hinir strákarnir. Sumir eru frá Jótlandi og þeim leiðist víst eins og mér. En flestir eru frá Kaupmanna- höfn eða bæjum á Sjálandi eða jafnvel börn danskra foreldra í öðrum löndum, en allir eru þeir gagnólíkir þeim drengjum, sem ég hef áður þekkt. Þeir hei’ma eftir mér og hæða rrug fyrir józkuna, en það gerir ekkert til, hitt er verra, að mír finnst ég ekki eiga heima inn- an um þá. Ungfrú Rasmussen vill okkur vel, um það þarf enginn að efast, en þegar hún er að fara með okkur í kaffi- boð hjá kunningjum sínum á kvöldin, þá finnst mér ekki muni geta verið leiðinlegra neinsstaðar. Stóru strákarmr ei*u montnir og líta niður á mi g, skipa mér að fara sendiferðir fyi-ir sig, og segjast halda að ég sé réttur til þesis. Svo koma jólin, og ég fer heim, en þó að ferðin sé ilöng, finnst mér hún ekki erfið. því að í hvert sinn sem hjólin slást við teinana, þykist ég vera kominn örlítið nær sveitinni minni. Ég fer með Steen frá Terndrup, og hann segir við mig þegar við stígum á land úr Litlabeltisferjunni, f köldu veðri um miðja nótt: „Nú er- um við komnir heim til Jót- lands.“ Og þó að ég sé van- svefta og mér sé kalt í nætur- vindinum, er ég heitur af feg- inleik. Já, við ei’um komnir lil Jótlands, og það finnst, að öðruvísi er að ganga á jörð- inni hér en þar. Inni í stóra borðsalnum, þar sem við fáum kjötseyði með eggi til aðhi’essa okkur á, meðan við bíðum eft- ir lestinni, sem á að fara norð- ureftii’, eru mörg hundruð manns, og flestir tala józku. Mér hllýnar inn í hjartarætur að heyra mððmrmálið mitt aft- JÓLABLAÐ - 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.