Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 31
EFTIR
SELMU
LAGERLÖF
ást! Engin leið að gæta skyn-
seminnar.
En hvað hefur komið yfir
manninn hennar? Er það
hefndarþorsti? Hann, sem aldr-
ei hefur verið henni reiður.
Hann fyrirgaf henni undireins,
þegar hún kom til hans ogját-
aði brot sitt. — Þú hefur verið
aiveg utan við þig, sagði hann,
og hún var konan hans eftir
sem áður.
Það er auðvelt að segja, að
allt sé fyrirgefið. örðugra í
reyndinni. Einkum er það erf-
ltt þeim, sem er þunglyndur og
Hangrækinn, en talar aldrei
æðruorð.
Hvað sem hann annars segir,
leynist eitthvað í brjósti hans,
sem hungrar og þyrstir eftir
að seðja sig á þjáningum ann-
arra. Konan hefur alltaf haft
óljósan grun um, að betur hefði
hann reiðst og slegið hana. Þá
hefði hann verið sáttfús á eft-
ir. Hún er eins og dráttarjálk-
ur milli vagnkjálka. Henni
finnst einhver sitja að baki
sér með reidda svipu, sem hann,
að vísu ætlar ekki að nota. —
En nú lætur hann höggið ríða.
Það er úti um hana.
Fólk hefur aldrei vitað aðra
eins sorg. Konan er eins og
steingjörvingur. Það er líkast
því, sem hún gangi í leiðslu
dagana fyrir jarðarförina. Eng-
inn veit, hvort hún heyrir það,
sem við hana er sagt. Hana
langar ekki í mat, og hún
kveinkar sér ekki við að fara
út í nístingskulda.
En allir misskilja hana. Það
er ekki sorg, sem dregur úr
henni allan mátt. Það er ótti.
Hún getur ekki verið heima
útfarardaginn. Hún verður að
fylgjast með út i kirkjugarð-
inn, vera í líkfylgdinni og vita.
að allir búast við, að kistan
verði borin í Sanders-grafreit-
inn. Hún hlýtur að verða að
engu gagnvart þeirri undrun,
sem grípur fólkið, þegar prest-
urinn tekur stefnu í óvænta
átt. Það munu fara undrunar-
orð frá manni til manns, þó að
1 líkfylgd sé. Hvers vegna er
barnið ekki jarðsett í Sanders-
grafreitnum? Og þá minnast
sumir óljósra hviksagna, sem
einu sinni voru á sveimi í
kringum hana. Jæja, þetta hef-
ur þá verið satt. Áður en lík-
fylgdin snýr heimleiðis, fellur
dómurinn yfir henni. Það er úti
um hana.
Eina bjargarvonin er þó, að
hún verði sjálf viðstödd. Hún
verður að vera þar, róleg eins
og alit sé með felldu. Kannski
fólk trúi á skýringar hennar.
Maður hennar fer líka. Hann
hefur séð um allt, boðið gest-
um til erfisins, útvegað kistu
og burðarmenn. Hann er á-
nægður og alúðin sjálf, síðan
hann fékk vilja sfnum fram-
gengt.
Það er sunnudagur, og eftir
messu nemur fólkið staðar ut-
an við safnaðarhúsið. Burðar-
mennirnir taka hvita burðar-
klæðið á axlir sér. Allt fyrir-
fólkið fer með í líkfylgdina og
flest annað messufólk ílíka. Með-
an líkfylgdin skipar sér í röð,
finnst henni allt þetta fólk
vera að búa sig undir að fylgja
glæpamanni á aftökustað.
Hvað horft verður á hana,
þegar líkfylgdin kemur aftur.
Hún er hingað komin til að
búa fólk undir þetta óvænta.
— En svo kemur hún engu orði
upp. Getur ekki talað rólega
og skynsamlega. Það eina, sem
hún gæti núna, er að hágráta,
svo að heyrðist langar leiðir.
Hún þorir ekki að opna rminn-
inn af ótta við, að hún reki
upp skelfingaróp. Turnklukk-
unni er hringt og fólkið legg-
ur af stað. Og nú kemur allt á
óvart, því í ósköpunum gat
hún ekkert sagt?
Hún stillir sig ura að hrópa
til fólksins, að það megi ekki
fara með kistuna inn í garð-
inn. Ekkert skiptir þann látna
neinu máli. Hví skyldi leggja
líf hennar í rústir vegna þess,
sem látinn er. Það má fara
með kistuna hvert sem er —
aðeins ekki inn í garðinn. Hún
fær vitfirringslegar hugmyndir
um að hræða fólkið, segja því
að garðurinn sé hættulegur, þar
sé drepsóttarhætta, eða þar
hafi sézt úlfaslóðir — hræða
fólkið, eins og þegar menn
hræða börn.
Hún veit ekki hvar gröf
barnsins er. Nógu snemma
kemst hún að því. En þegar
líkfylgdin nálgast garðinn, fer
hún að horfa eftir nýtekinni
gröf.
Engin slóð! Engin gröf! Hér
er ekkert nema fannbreiða.
Fólkið gengur að líkhúsinu.
Þangað inn fara eins margir og
rúmast. Og þar fer útförin
fram. Það er engin leið að
komast að Sandersgrafreitnum.
Enginn fær nokkru sinni hug-
mynd um, að barnið sem nú
er lagt til hinztu hvíldar, kem-
ur aldrei í ættargrafreitinn.
Hefði Ebba Sanders ekki
gleymt þessu í angist sinni,
gat hún verið óhrædd.
Þegar vorar og kistan verður
moldu húlin, mun enginn verða
viðstaddur nema grafarinn.
Engri lifandi manneskju dett-
ur í hug, að barnið hvíli ann-
ars staðar en í Sanders-graf-
reitnum. Hún er úr allri hættu.
Þá grípur hana óstjórnlegur
grátur. Fólk horfir á hana og
finnur til með henni.
— Ösköp er að sjá, hvað
hún er sorgbitin, segir það.
Sjálf veit hún, að þetta eru
feginstár.
Tveimur dögum eftir jarð-
arförina situr hún í rökkrinu
á sínum stað i stofunni. Þá
finnur hún aJllt i einu, að hún
er að bíða og hlakka til. Hún
er að hlusta eftir fótatald
drengsins. Einmitt um þetta
leyti var hann vanur að koma
inn til hennar og leika sér.
Kemur hann ekki?
Hún hrekkur við. Hann er
dáinn. Drengurinn hennar er
dáinn.
Daginn eftir situr hún enn i
húminu og þráir hann. Og
kvöld eftir kvöld kemur sökn-
uðurinn æ ákafari. Hann bre'ð-
ir úr sér eins og birtan, þegar
vorið nálgast. Að lokum er
hann einráður í huga hennar,
alla daga og allar nætur.
Það var eðlilegt, að barn
eins og barnið hennar nyti
minni elsku lífs en liðið. Alla
ævi þess hefur móðirin ekki
hugsað um annað en aðvinnaá
ný traust eiginmannsins. Og
í hans augum gat barnið ekki
verið til fagnaðarauka. Það
hlaut að verða útundan. Oft
bar við, að það þótti fyrir.
Kona, sem brást skyldu sinni,
varð að sýna að hún væri,
samt sem áður, einhvens virði.
Stöðugt gekk hún að verki við
matseld og vefnað. Hvar var
svo friðland handa litlum
dreng?
Og nú minnist hún þess,
hvernig hann horfði á hana
bænaraugum. Á kvöldin vildi
hann að hún sæti hjá honum.
Hann sagðist vera myrkfælinn.
Nú dettur henni í hug, að þetta
hafi ef til vill ekki verið satt.
Hann hefur sagt þetta til þess,
að hún væri hjá honum. Hún
man, hvernig hann barðist við
svefninn og veit nú, að hann
gerði það til þess, að húnsæti
sem lengst og héldi í höndina
á honum.
Sá hefur verið séður, ekld
eldri en hann var? Hannbeitti
öllum hyggindum sínum til
þess að fá að njóta umhyggja
hennar.
Undarlegt hvað böm geta
elskað heitt. Aldrei hugleiddi
hún það meðan hann lifði. Það
er líka nú fyrst, sem hún elsk-
ar hann. Fyrst nú gleðst hún
yfir fríðleik hans. Nú sér hún
i anda stóru, draumblíðu aug-
un. Hann var ekki kinnarjóður
og bústinn, heldur grannur og
fölur. En fjarska var hann fríð-
ur.
Hún sér hann í anda yndis-
legri með hverjum degi, sem
líður. Börn ei*u sjálfsagt það
indælasta, sem til er í veröld-
inni. Hugsa sér, að til skuli
vera manneskjur sem brosa
við öllum og ætla öllum gott.
Svolitlar manneskjur, sem láta
sig það engu skipta hvortand-
lit er frítt eða Ijótt, geta kysst
það, hvernig sem það er,
manneskjur, sem elska jafnt
unga og gamla, ríka og snauða.
Og þó eru þetta raunverulega
svolitlir menn.
Með hverjum degi verður
drengurinn henni kærari. Hún
óskar þess, að hann væri enn
á lífi. Og þó veit hún, að svona
hjartfólginn hefði hann aldrei
orðið henni. Stundum iðrast
hún þess ákaft, að hún sýndi
honum ekki meira eftirlæti,
meðan hann lifði. Var hann
ekki þess vegna tekinn af henni?
Hún óttaðist sorgina áður
Framhald á bls. 53.
JÓLABLAÐ - 31