Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 16
 fe JÓLABLAfl Þjórsárdalur. Nafn hans hufði yfir sér töfrablæ í huga mín- um frá því fyrst að ég fór að heyra hans getið. Dalurinn var mér, Lorgfirzka dr«ignum, svo fjarlægur og þó í svo ógnandi nálægð. Ég hafði kynnzt hinu kyngimagnaða kvæði Hannesar Hafstein um ógnir Þjórsárdals. Ég las frá- sögn Landnámu um kolbítinn Odd i Hraunhöfn á Sléttu, er hann gekk hamförum á einni nóttu heiman frá sér í Þjórs- árdal til liðs við systur sína, er Þjórsdælir vildu grýta hana vegna galdra eða fjölkyngi. Ég kynntist hinni stuttorðu frásögn Njálu af Gauk Trand- ilssyni og ég heyrði þjóðsög- una um ástir Gauks og hús- freyjunnar á Steinastöðum. Og þá sérstaklega þá gerð sög- unnar sem taldi að Steinastað- ir væru í Mývatnssveit norður. Ég lærði víkivaka-viðlagið alkunna: „Sú var önnur tíðin, er Gaukur bjó í Stöng, þá var ekki leiðin til Steinastaða löng“. Þessar sögur og sagnir óf- ust saman í huga mínum. Ekki dró það úr að hafa heyrt tal- að um eyðisandana í Dalnum og jafnframt fegurð hans, við Gaukshöfða, í Skriðufells- skógi, auk Gjárinnar og Hjálp- arfoss. Allt þetta vakti löng- un mína til þess að sjá þenn- an dal andstæðnanna, auðnar og gróðursældar. En það er annað að ætla og hitt að fram- kvæma. Það liðu einir tveir tugir ára frá því að ég ákvað að fara í Þjórsárdal og þar til af framkvæmd gat orðið. Það var sumarið 1940 að ég kom fyrst í Þjórsárdal, en það sumar fór ég þangað tvær ferðir. Þá hafði nýlega verið unnið það verk sem enn frek- ar jók löngun mína að sjá dalinn. Skömmu áður var lok- ið við uppgröft húsanna í Stöng, hinu forna býli Gauks Trandilssonar. Ég var þar fyrst á ferð á sunnudegi í logni og sólskini, ásamt 30 Reykvíkingum. Bif- reiðarstjóri var Guðmar Jóns- son, sem á þeim árum hafði sérleyfisferðir milli Reykja- víkur og Ölfuss. Guðmar var þaulkunnugur á þessum slóðum og hinn bezti fararstjóri. Við fórum sem leið liggur um Sel- foss upp Flóa, Skeið og Hreppa. Ekki var stanzað fyrr en við Gaukshöfða og þá aðeins stutta stund. Aftur var numið staðar hjá Ásólfsstöðum. Þar var lit- ið á forna húsarúst, ný upp- grafna. Síðan var haldið áfram um Skriðufellsskóg inn á auðn- ir Þjórsárdals. Ekki man ég sérstaklega eft- ir neinu á leið inn dalinn nema auðninni, þar til stanzað var við hól einn í hæðardrögum. Þarna á hólnum gat að líta nýtt bárujárnsþak. Þetta þak var yfir húsarústunum í Stöng. Þar undir voru rústir skólans og húsa þeirra sem hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.