Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 16

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Síða 16
 fe JÓLABLAfl Þjórsárdalur. Nafn hans hufði yfir sér töfrablæ í huga mín- um frá því fyrst að ég fór að heyra hans getið. Dalurinn var mér, Lorgfirzka dr«ignum, svo fjarlægur og þó í svo ógnandi nálægð. Ég hafði kynnzt hinu kyngimagnaða kvæði Hannesar Hafstein um ógnir Þjórsárdals. Ég las frá- sögn Landnámu um kolbítinn Odd i Hraunhöfn á Sléttu, er hann gekk hamförum á einni nóttu heiman frá sér í Þjórs- árdal til liðs við systur sína, er Þjórsdælir vildu grýta hana vegna galdra eða fjölkyngi. Ég kynntist hinni stuttorðu frásögn Njálu af Gauk Trand- ilssyni og ég heyrði þjóðsög- una um ástir Gauks og hús- freyjunnar á Steinastöðum. Og þá sérstaklega þá gerð sög- unnar sem taldi að Steinastað- ir væru í Mývatnssveit norður. Ég lærði víkivaka-viðlagið alkunna: „Sú var önnur tíðin, er Gaukur bjó í Stöng, þá var ekki leiðin til Steinastaða löng“. Þessar sögur og sagnir óf- ust saman í huga mínum. Ekki dró það úr að hafa heyrt tal- að um eyðisandana í Dalnum og jafnframt fegurð hans, við Gaukshöfða, í Skriðufells- skógi, auk Gjárinnar og Hjálp- arfoss. Allt þetta vakti löng- un mína til þess að sjá þenn- an dal andstæðnanna, auðnar og gróðursældar. En það er annað að ætla og hitt að fram- kvæma. Það liðu einir tveir tugir ára frá því að ég ákvað að fara í Þjórsárdal og þar til af framkvæmd gat orðið. Það var sumarið 1940 að ég kom fyrst í Þjórsárdal, en það sumar fór ég þangað tvær ferðir. Þá hafði nýlega verið unnið það verk sem enn frek- ar jók löngun mína að sjá dalinn. Skömmu áður var lok- ið við uppgröft húsanna í Stöng, hinu forna býli Gauks Trandilssonar. Ég var þar fyrst á ferð á sunnudegi í logni og sólskini, ásamt 30 Reykvíkingum. Bif- reiðarstjóri var Guðmar Jóns- son, sem á þeim árum hafði sérleyfisferðir milli Reykja- víkur og Ölfuss. Guðmar var þaulkunnugur á þessum slóðum og hinn bezti fararstjóri. Við fórum sem leið liggur um Sel- foss upp Flóa, Skeið og Hreppa. Ekki var stanzað fyrr en við Gaukshöfða og þá aðeins stutta stund. Aftur var numið staðar hjá Ásólfsstöðum. Þar var lit- ið á forna húsarúst, ný upp- grafna. Síðan var haldið áfram um Skriðufellsskóg inn á auðn- ir Þjórsárdals. Ekki man ég sérstaklega eft- ir neinu á leið inn dalinn nema auðninni, þar til stanzað var við hól einn í hæðardrögum. Þarna á hólnum gat að líta nýtt bárujárnsþak. Þetta þak var yfir húsarústunum í Stöng. Þar undir voru rústir skólans og húsa þeirra sem hjá

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.