Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 23
LEIKÞÁTTUR EFTIR MARTEIN FRÁ VOGATUNGU Móðirin (volandi): Auðvitað hefði ég átt að gera það. Og ég væri búin að því fyrir löngu, ef hann væri ekki bróðir minn. Maður ætti aldrei að hafa einn af fjölskyldunni fyrir heimilis- lækni. Mútta: Tja, það er frumleg kenning. Móðirin: Þú mátt svosem kalla það minnimáttarkennd, eða fjölskylduríg. Ég held ég gæti talað um þetta af meira hlutleysi og raunsæi, ef trún- aðarlæknirinn væri ekki einn af fjölskyldunni. Mútta (Dyrasiminn hringir): Hver þar? — DENGSI? — (Hún opnar. Þær standa þöglar hlið við hlið og stara til dyra). Dengsi (Kemur inn ásamt stúlku. Þau nema staðar og horfa á þær. Hann fer að hlæja og slengist niður í stól, bendir stúlkunni á þær og hrópar öskrandi af hlátri): Líttu á þær, — líttu á þær. Hlæðu, — hlæðu líka. Þetta eru eins og ein- hverskonar viðundur úr himna. ríkinu sínu. (Þær stara í orð- vana spurn. Hann hlær áfram). Stúlkan (brosir og sezt. Geispar síðan og tautar); Ó ég er svo syfjuð og þreytt. Dengsi (öskrar): Gefðu okk- ur kaffi Mútta. (Fyrirlitlega): Gapir á okkur eins og hálfviti. Mútta (fer): Jæjha, skárri er það nú hávaðinn. Þú ert aldeil- is farinn að æfa háu tónana. Móðirin: Hvar hefurðu verið allan þennan tíma Dengsi minn? Dengsi (í prédikunartón): Staður eða stund skipta ekki máli, því allt er án upphafs, og allt án enda. — f nótt fann ég sannleikann, og er frelsaður frá hinni vitfirrtu mannlegu hugs- un sem rígbundin er við hinn þunga leir. Þennan viðbjóðslega leir sem hægt er að móta og hnoða í allar áttir (réttir út höndina og læzt hnoða) svona, eins og skitinn sem við göng- um á. Þau lögmál brýtur eng- inn. — Við þann dauðadóm verður hin auma mannvera að sætta sig. eða deyja ella. Mútta (Ýtir við stúlkunni sem virðist sofnuð): Hvað er að sjá þetta. Ertu drukkin eða veik telpuhró? Stúlkan (tuldrar): Syfjuð þreytt. (Fer að sötra kaffið). Dengsi: Láttu hana í friði. Þetta er konan mín. Mútta: Hva, barnið, ha? Dengsi: Við ætlum að flytja burt með vorinu. — Burt norð- ur á Strandir skiljið þið. Norð- ur á Strandir þangað sem eng- inn maður á heima. — Þangað sem öll mannleg verksummerki eru að mást út (þau sötra kaff- ið). Stúilkan; Þangað ætlum við. Þar ætlum við að lifa. Dengsi: Frjáls, frjáls, laus við allar kvaðir og skyldur. Stúlkan: Þar sem rjúpan verpir í lyngmónum, og þar sem lambagrasið og fjallmuran vex, — Dengsi: Og þar sem krían verpir í sandinum, og þar sem sólin hnígur aldrei í sjó, — Stúlkan: Þar ætlum við að lifa lífinu, — þar sem ástin rík- ir. (Þær standa kyrrar og stara á þau). Dengsi: Á hvern fjandann eruð þið að glápa. (Öskrar). Snúið ykkur við. Það veldur mér ógleði og kvöl að horfa f fésið á ykkur, með þennan líka fáránlega píslarsvip. (Öskrar hærra). Farið burt, burt segi ég. (Móðirin tekur höndum fyr- ir andlit og hverfur). Mútta: Skammastu þín strák- smán, þú hagar þér eins og ruddi. Furðulegt og vera af minni ætt. Dengsi (hlær): Ætli ég sæki ekki til þín að hafa hart bein í nefi. (Þau hafa staðið á fæt- ur og ganga að herbergisdyr- um). Mútta (hleypur í veg fyrir þau): Ekki hérna inn. Stjúpi þinn flutti skrifborðið sitt hing- að, þegar hann var búinn að reka þig út. Dengsi (hlær): Mjög gott, ha ha. Hreint ágætt, þá förum við i hjónahúsið. Mútta: Ertu orðinn brjálaður. Hann mundi aldrei fyrirgefa þér það. Dengsi: Sá maður fyrirgefur aldrei neitt. (Þau takast á utan dyra. Hann öskrar). Ef þú hleypir okkur ekki einhvers- staðar inn, hef ég mök við kon- una mína hérna á gólfinu fyr- ir framan þig. Mútta (reið): Þú heldur kannski að þetta sé eitthvað sérlega stórbrotin framkoma. En ég held þú ættir að spara þér allar svona listir í viðurvist hennar ömmu þinnar, sem bæði hefur flengt þig og skeint. Dengsi (Flettir sig klæðum, storkandi): Ja, þú ræður. Mútta (hleypur að öðrum dyrum): Dóni, dóni, æ æ æ. Ég verð þá að lána ykkur mitt her. bergi (opnar með lykli. Svo hálf kjökrandi). Hana þá, og skammastu þín. — En vertu samt fljótur. (Þau hverfa inn í herbergið) Ó ó ó. Að verða fyr- ir þessu á gamalsaldri. (Nýr hendurnar). Að taka þátt í því- líku siðleysi. (Þögn). — En þetta er náttúran, — bölvanlega erfið á stundum. (Dyrasíminn hringir). Hver þar? — Ha-a. Pre-presturinn (leggur heyrn- artækið á í flaustri, hleypur burt). Guð minn almáttugur (snýr við og opnar, hrópar). Gunna, Gunna, Gunna. Prestur- inn, presturinn er að koma. Gunna, Gunna. Móðirin (kemur fram. Þær standa kyrrar og stara á úti- hurð). Presturinn (kemur inn. Þau heilsast með handabandi). Mútta (dregur fram stól): Gjörið svo vel, fáið yður sæti. Þér eruð snemma á ferli, komn. ir hingað svo árla dags. Haf- ið að sjálfsögðu í heiðri hið gamla máltæki: Morgunstund ber gull í mund. Presturinn: Ég var kallaður til hennar frú Rannveigar. Hún er mjög illa farin, fékk alvar- legt taugaáfall og var flutt rænulaus upp á slysavarðstofu. Læknunum hefur ekki tekizt að koma henni til meðvitundar enn. Mútta: Hvað er að heyra þetta. Varð hún fyrir sly»i? Prestur: Það er út af þessum unglingaóeirðum í nótt. Dóttir hennar er í þessu. — Það má furðulegt heita þegar börn frá fyrirmyndarheimilum fara svona. (Lítur til móðurinnar). Hún var með drengnum yðar, hann er sakaður um að standa fyrir þessu. Móðirin (lágt): Já, þau eru stödd hér. Prestur: Þetta ástand hér I hverfinu er mjög vítavert. Þó veit enginn hvernig bregðast skal við því. Ég ásaka engan. Mútta: Lausung á öllum svið- um, og enginn treystir sér til að taka á sig ábyrgð af neinu, eða ásaka neinn um neitt. Móðirin: Fyrirgefið prófast- ur. Móðir mín er af gamla skól- anum, dálítið ásakandi og dóm- hörð. Presturinn: Við eigum að sjálfsögðu skilið að fá ofaní- gjöf, því öll erum við breysk. Stefna mín hefur ætíð verið sú að treysta sem bezt safnaðar- starfið. Og þar stóð frá Rann- veig mjög framarlega. Hún er safnaðarfulltrúi, og ennig veitir hún systrafélaginu forstöðu. Þvl tel ég þetta ekki einungis al- varlegt áfall fyrir hana og hennar heimili, heldur einnig fyrir söfnuðinn og safnaðar- starfið. Móðirin: Já prófastur. Mjög alvarlegt og sorglegt. Prestur: Hún var alveg sér- stök kona, alltaf tilbúin að fórna sér fyrir safnaðarstarfið og félagsmálin, hvort sem held- ur var um vinnu að ræða eða fjárframlög. Hvað ætli til d.æmis kirkjubyggingin hefði komizt áfram, ef hennar hefði ekkl notið við. Mútta: Kannski hefur hún haft meiri áhuga á safnaðar- og félagsmálum en barnaupp- eldi, og þessvegna sé svona komið fyrir dóttur hennar. Ég hefi sko aldrei kunnað að meta til kosta, að konur séu á hlaup- um út um bnrg og bý að vasast Framhald á bls. 58. JÓLABLAÐ- 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.