Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 53
eldur var í og hún hafði verið
að reykja og bar hana upp að
vörunum, en missti hana; kon-
an greip hana strax svo hún
náði ekki að brenna gat á rúm-
fötin, en þá spurði hann hvort
hún gæti aldrei haft sig hæga,
og hún dró að sér höndina.
(Unnur Eiríksdóttir þýddi).
Töfratréð
Framhald af bls. 27.
Hann dregst inn í musterið.
l>ar er guð. Guðinn hans er úr
bronsi- Kyrrlátur og dularfull-
ur guð. Sá digri Búddha brosir
eins og auglýsingakarl. En hon-
um liggur ekki á. Hann situr
hreyfingarlaus í svala og kyrrð
musterisins ár og aldir, til ei-
lífðar-
Á fótstall Búddha er skráð:
Sumir koma til mín á vegum
hetjudáða, aðrir á vegum fórn-
arinnar og enn aðrir áf þreytu.
En allir vegir liggja til mín.
(Höfundurinn segir sjálfur,
að þessi þáttur og aðrir í sömu
bók, styðjist við atburði og á-
kveðna menn, þó að nöfnum sé
breytt og ort í eyður.).
Grafskriftin
Framhald af bls. 31.
fyrr. En sorgin er ekki eins og
hún hugði. Söknuður er það,
að endurlifa ótal sinnum það
liðna. Söknuður er það að
skynja, hvernig drengurinn var
og skilja hann fyrst nú. Þetta
er sorg, sem felur í sér hugg-
un.
Mest óttast hún, að tíminn
fjarlægi hann smám saman.
Hún á ekki mynd af honum.
Ef til vill gtteymist henni and-
lit hans. Hún spyr sjálfa sig:
— Sé ég hann, sé ég hann vel?
Eftir því sem líður á vetur-
inn hlakkai' hún meir ogmeir
til vorsins. Þá fær hún hann
fluttan úr líkhúsinu og lætur
búa honum gröf, þar sem hún
getur setið og talað við hann.
Gröfin á að vera vestan til í
garðinum. Þar er fallegast.
Hún leggur rósir á það. Þar á
að vera bekkur, svo að hún
geti setið þar lengi, lengi.
En fólk verður hissa. Það
veit ekki annað en barnið sé
í fjölskyJdugrafreitnum. Hvað
er hún að skreyta ókunna gröf
og sitja þar tímum saman?
Hvað á hún að segja?
Stundum hugsar hún sér það
þannig: Fyrst leggur hún stór-
an blómvönd á fjölskyldugröf-
ina og dvelur þar góða stund.
Síðan laumast hún að litla leið-
inu sínu. Drengurinn gerir sig
ánægðan með lítið blóm, sem
hún getur skotið undan handa
honum.
Hann gerir sig ánægðan með
þetta, ef hún getur það. En
það er eins og hún geti ekki
nálgast hann á þennan hátt.
Og þá veit hann, að hún
skammast sín fyrir hann, að
það var óbærileg smán fyrir
hana, að hann varð tiL Nei,
þetta má hann ekki vita. Hann
á að vita, hvílík óumræðileg
hamingja það var, aðeigahann.
Að lokum vorar. Jörðin kem-
ur undan snjónum. Enn er
klaki í jörðu. Bráðum kemur
þó að því, að þeir látnu fái
að flytjast úr líkhúsinu.
Hún þráir þá stund.
Sér hún hann enn í hugan-
um? Ekki eins skýrt og í vet-
ur. Vill hann ekki birtast henni
þegar vorar. Hún fyllist ang-
ist. Hún verður að sitja hjá
leiðinu hans, til þess að vera
sem næst honum. Vill han.n
það ekki? Hún elskar ekkert
nema hann. Hún verður að vita
af honum alla sína ævi.
Að lokum víkja allar efa-
semdir fyrir ást hennar og þrá.
Hún ætlar ekki að hirða um
neitt nema hann.
Og þeggar þítt er orðið og
leiðin, stór og smá, njóta sfn
á ný, málmhjörtun klingja,
glerblómin glitra og litla kist-
an hefur fengið leg i mold —
þá hefur hún fyrir löngu látið
gera svartan kross á leiðið. Þar
stendur með stóru, hvítu ietri:
HÉR HVlLIR BARNIÐ MITX.
Þar neðan við er fullt nafn
hennar.
Nú stendur henni á sama, þó
að allir viti, hvað hún hefur
gjört. Allt er hégómi, annað en
það, að geta beðizt fyrir í fals-
lausri einlægni við gröfbarns-
ins.
KAUPFÉLAG
A-SKAGFIRÐINGA
Hofsósi.
óskar viðskiptavinikm sínum gleðilegra
jóla og þakkar viðskiptin á líðandi ári.
Sjómenn,
verkamenn,
launþegar!
Styðjið samvinnuhreyf-
inguna í baráttu hennar
fyrir bættum lífskjörum
almennings.
Verziið við samvinnu-
félögin.
Gangið í samvinnu-
félögin.
Gleðileg jól og farsælt
nýtt ár.
Þökkum viðskiptin á
liðna árinu.
Kaupfélag
Suðurnesja
Keflavík.
JÓLABLAÐ - 53