Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 62
Hefurðu meitt
þig?
ð
bláinn sagt, þegar ég segi að
það verði að fjarlægja strákinn
eða loka hann inni áður en
hann verði sjálfum sér eða öðr-
um að meira tjóni en orðið er.
— tlver veit nema hann lagað-
ist, ef hann væri lokaður inni,
einhvern smá tfma.
Mútta: Ég er anzi hrædd
um það, að of seint sé að hefja
valdbeitingu þegar börn eru svo
til uppkomin. Hufa. — Hann að
verða átján ára.
Stjúpinn: Eitthvað verður að
gera. — Hann er að eyðileggja
fyrirtækið. Fjórar konur hafa
hringt í morgun og tilkynnt að
þær hætti viðskiptum við
verzlunina ef strákurinn verði
ekki fjarlægður úr hverfinu. Og
ein þeirra bætti við með mikl-
um þunga: — Ég skal sjá svo
um að hér í hverfinu verði
mynduð samtök um að öll
viðskipti við þitt fyrirtæki verði
þegar í stað lögð niður, og þú
og fjölskylda þín hrakin burt.
— Þetta rann upp úr henni
eins og hún væri að lasa upp
tillögu til að leggja fyrir fund.
(Drengurinn gengur út að
glugga)
Mútta: Hjæja. Skárri er það
nú siðavendnin. Það mætti
segja mér að þetta hafi verið
einhverjar bölvaðar kjaftakind-
Stjúpinn: Svo, æpir hann upp
í hvern sem er, að fyrirtækið
ástundi bókhaldsfölsun og fjár-
drátt, r—, svo ég nú ekki tali
um skattsvikin. Þið sjáið þarna
í bókinni hvernig hann ætlar
sér að útfæra þetta til þess að
koma mér á kné.
Drengurinn (kallar): Pabbi
pabbi. Nú veit ég að það var
engill.
Stjúpinn: Jæja elskan mín.
— Ja, ég spyr bara. Hvað ann-
að get ég gert en láta loka
strákinn inni. Ég var hreint
ekkert að leika mér, þegar ég
rak hann burt úr fyrirtækinu.
Mútta: Það hefði nú samt
mátt bíða að reka hann burt
af heimilinu, þó þú létir hann
hætta í bókhaldsdeildinni. Full-
orðið fólk verður að gera hærri
kröfur til sín um sjálfstjórn en
unglingar á erfiðasta aldurs-
skeiði.
Móðirin: Æi. Farið þið nú
ekki að jagast aftur. — Hann
minntist eitthvað á að hátolla-
vörur væru færðar undir rang-
an lið. Og söluskattinn. —
Hvað sagði hann um söluskatt-
inn?
Stjúpinn: Það er ekki hafandi
eftir. Eintóm stóryrði og níð.
Drengurinn (kemur til föður
síns): Pabbi. Er guð pabbi engl-
anna?
Móðirin: En hvernig stendur
á þessu. Var eitthvað að? Eða
finnur hann þetta upp hjá
sjálfum sér? — Þú sagðir:
Þetta er aðeins smávægileg
bófchaldshagnæðing.
Stjúpinn: Já. Og nnsskilning-
ur. Ég sagði það. — Bókhalds-
ha-ha-hag- Já, það er óþarfi að
glápa á mig. Ég sagði. Bók-
haldsha —
Mútta: Maður verður þó lík-
legast að hugsa um hag fyrir-
tækisins sagðirðu. (Hlær). Hó-
hjá, ha ha. — Einhversstaðar
verður ríkið að taka peningana
til þess að halda öllu gangandi,
sjávarútvegi, landbúnaði, —
Drengurinn: Er guð pabbi
englanna? — Pabbi. — Er
guð —
Hvar annarsstaðar en hjáverzl-
uninni tekur ríkið tekjur sínar.
— Guð, pabbi, ha? Já já. Guð
er pabbi allra, elskan.
Móðirin: Svo fóruð þig að
jagast eins og venjulega
Mamma sagði. (Hugsar). Æ. Ég
ey búin að gleyma hvað þú
sagðir mamma.
Stjúpinn: Hún æsti hann enn
meir upp á móti mér, eins og
hún er vön. Ætli að orsökin
fyrir þessum ósköpum liggi
ekki þar. Hún hefur alltaf tek-
ið hans máli, og æst hann upp,
ef ég hef ætlað að aga hann.
Mútta: Það sem ég sagði kom
drengnum ekkert við. Ég sagð-
ist bara aldrei geta skilið það
að undirstöðuatvinnuvegirnir
væru þyngstu ómagarnir á
þjóðinni. Þetta sagði ég og
annað ekki.
Stjúpinn: Og þá æsti hann
sig upp í brjálsemi.
Mútta: Tuff. Það má sjálf-
sagt kalla það ýmsum nöfnum.
En ég gat nú ekki fundið að
það væri nein brjálsemi þó
hann segði, að þetta ætti ekk-
ert skylt við efnahagsmál.
Stjúpinn: Hann öskraði.
Móðirin: Hann sagði: Þetta
er spurning um það, hvað er
sannleikur? Hvað lýgi? Hvað
réttlæti? Hvað ranglæti? Er
þetta eklci rétt eftir honum
haft?
Stjúpinn: Jú. Og blessuð
gleymdu ekki rúsínunni í
pylsuendanum. Þetta var nefni-
lega frá hans sjónarhóli spurn-
ing um það, hvað væri glæp-
ur og hvað ekki glæpur, þeg-
ar hægt er að lifa í bíilífi á
sínum eigin styrkþegum, sagði
hann.
Mútta (hlær): Og baða í rós-
um. Ja,há, það sagði hann líka.
Og þá slóstu hann, og rakst
hann út. — Sagðist ekki vilja
hlusta á neitt kommúnistaþvað-
ur. Þú sleppir þér alltaf í
hvert skipti sem lendir í brýnu
á milli ykkar. Ætli orsökina sé
ekki að finna einmitt þar.
Móðirin: Svona, svona. Ekki
að jagast. Reynið þið að ræða
um drenginn án þess að vera
með persónulegar ásakanir.
Mútta: Ef enginn vill taka á
sig sökina, verður sjálfsagt erf-
itt að finna hana.
Móðirin: Auðvitað er sökin
hjá okkur öllum. Það er alveg
þarflaust að ásaka neinn sér-
stakan!
Mútta (Dyrasími hringir):
Það er Beggi.
Móðirin (lítur á mann sinn):
Hann er að koma að kveðja.
Hann flýgur út klukkan tvö.
(Drengurinn hverfur til móður
sinnar). Æ, skelfing erbu eitt-
hvað lítill núna vinur minn.
(Tekur hann á kné sér).
Beggi (gengur inn); Blessað
veri fólkið (Kyssir móður sína).
Mútta: Það er orðið mikið
langt síðan þú hefur komið. Ég
hef verið að reyna að rifja það
upp fyrir mér hvernig þú leizt
út síðast þegar þú komst.
Beggi: Bef þyngzt um eitt
HAPPDRÆTTI
DAS
óskar öllum landsmönnum
GLEÐILEGRAJÓLA
og farsældar á komandi ári.
HAPPDRÆTTI
DAS
Stjúpinn: Og ég sagði lika:
KAUPFÉLAG HÚNVETNiNGA
SÖLUFÉLAG A-HÚNVETNINGA
Blönduósi.
Öskum öllu.m viðskiptavinum gleðilegra jóla
og góðs og farsæls nýárs og þökkum
viðskiptin á liðna árinu.
62 — J ÓLABLA0