Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 27
Hann var ungur draumóramad- iur þá. Indlandshaf minnti hann á blá augu önnu. Þá var Anna ung, og hann hafði kysst gullna lokka hennar. Nú hefur Anna látið klippa gullhaddinn, sem raunar er farinn að grána. Eig- inlega man hann ekki gjörla útlit hennar. Hún skrifar honum löng bréf tvisvar á ári. Hún segir honum frá leikritum Bernhards Shaws og Stravinskyhljómleik- um. Hún segir frá skemmtana- lífi Lundúna. og svo rekur hún raunir sínar. Þegar Mister Davis hefur les- ið bréfið, skálmar hann um autt húsið, þvert og endilangt, og talar við sjálfan sig: „Vina mín, þú mundir ekki þekkja mig nú. Ég er eins og leppalúði. Hér er ekki neitt al- mennilegt fólk. Ég er hættur að lesa blöðin. Ég lít aðeins í Times til að sjá gúmverðið. Svo fleygi ég blaðinu. Leik- hús og söngur kemur mér ekki við. Ég er skepna eins og blökkumennirnir mínir. Við hittumst stundum, landeigend- urnir. En ekki höfum við rænu á að spila póker. Það krefst heilabrota. James sýnir okkur þessar gömlu kúnstir sínar. Ríkharður segir sömu skrítl- una. Ég blanda hanastél. Alltaf þetta sama umtalsefni: „Hvernig skerð þú trén? Ég geri skrúfulaga skurði og sker þau annan hvern dag“. ,,Það er ekkert vit. Ég geri skurði eins og V í lögun og sker þau daglega.“ „Þú færð að reyna, hvað lengi þau þola það.“ Við höldum áfram að þræta, en að lokum verðum við sáttir. Anna mín góð, þú mundir ekki þekkja Pétur þinn í þessum durg. Víst ekki. Árin líða. Fjór- tán ár- Ég ætti að fara heim til Englands og dvelja eitt ár. En hver ætli sjái um skóginn? Menn mínir eru aular. Og gúm- tré eru viðkvæm. Einu sinni var ég veikur hálfan mánuð. Þá var eyðilagður hektari af skógi fyrir mér. Ég þori ekki að fara heim. Ég var einmitt að bæta við mig 300 hekturum. Það var erfiður jarðvegur. Kostaði mig 50 blökkumenn. Nýræktin þarf aðgætni. Börnin mín eru sjö — átta ár að vaxa. Því býst ég við að eiga 1000 ný tré árið 1933. Þannig er það, Anna mín, enginn flýr örlög sín- Ég mun bera beinin hér. Vinir mínir fá sér glas eftir jarðarförina og spjalla um aðferð mína við að skera tré. Þú verður sú eina, sem andvarpar snöggvast að mér látnum-“ Þegar mister Davis hefur lok- ið bréfinu, blandar hann sér hanastél, fær sér síðan vænt wiskýglas, svolgrar það í teyg og kallar, klökkur og reiður í senn: ,,Komdu“. Ljósbrún Mal- ajastúlka kemur inn. Hún er hrædd og skelfur eins Dg lauf- blað á gúmtré. Hann kallar hana önnu og slær hana, b';ð- ur og reiður í senn. Hann leggst með henni. Hann sofnar og dreymir mjólkurhvítan safa trjánna. Mister Davis er ekki nirfill. Hann keypti píanó, en enginn er tll að leika á það. Hann keypti perlur og sendi önnu. Anna felur perlurnar i skúff- unni hjá fléttunum afklipptu, því að nú er hún gift- Mister Davis þarf enga peninga. En hann fylgist æstur með verð- breytingum gúmsins. ,,Ég lækka ekki um eitt ein- asta cent“, hrópar hann- Hann greiðir verkamönnunum 40 cent á dag. Eitt hanastél er dýrara. „Borga ekki einu centi hærra,“ öskrar hann. Hann hefur ekki matarlyst í þessum hita. Ekki er hann held- ur sæll með þessum Malajakon- um, Hindúakonum og þeim kín- versku. Þær bera með sér þef af rotnum banönum og burkn- um. Það er hreinlætis- og sápuilmur af snyrtilegri konu. Eins og önnu. Hann gleypir beizkar kinatöflur. Hann mun ljúka ævi sinni í Penang- Hann er fangi flekkóttu tránna, sem mjólka dollurum. Þjónninn hans hans fær að kenná á höggum, en börk trjánna strýkur hann með blíðu. Hann kaupir stöðugt meira land og fær sér fleiri blökkumenn- Hann hræðist spegilinn. Þúsund hektara eig- andinn er í rauninni jafn dauður og dauðu blökkumennii’nir og trén hans, sem skárust illa. En gúm selst í Liverpool á 4 shillinga og 1 pens. Og fólkið hér á jörðinni hamast við að lifa. Mister Davis blandar sitt hanastél, þó að dauður sé. Eiturslangan hans át rottur sér til óbóta, svaf dögum saman og dó að lokum. Verkamennirnir eru frá Indía- löndum og Kína. Sumir frá Sundaeyjum. Þeir strita í skugga gúmtrjánna þúsundum saman- Á Malakkaskaga er bað mister Davis, sem húðstrýkir þá. Á Java er það Van Croog. I Indókína Frakkinn Gaston Baltazard- Þeir hvítu nöldra og bölva hver á sínu máli. En allir hafa þeir staf í hönd. Hvað annað. Þeir dökku eru latir og taka svefn og ópíum fram yfir doll- ara. Evrópumenn vernda menn- inguna. Menningu Hellena og Rómverja. Og svo vernda þeir gúmið, auðvitað. Hryggur biökkumannsins er þakinn sár- um eins og börkur trjánna. Deyi hann kemur annar. Kaupahéðnar, lögregla og hung- ursneyð sjá um það. Sjö ára gamalt er tréð fyrst skorið. Sjö ára gamall er ind- verskur drengur sendur út á gúmekruna. Hann fær 10 cent á dag. Nægir fyrir nokkrum hnefum af hrísgrjónum. Snáð- inn er ekki þurftarfrekur. Hann á bágt með að fylgja þeim full- orðnu. Stundum langar hann til að veiða eðlu eða velta snigli um hrygg. Umsjónarmaðurinn bregður þá við, og rauð ráic verður eftir á gulbrúnu baki drengsins. Mister Davis er gert aðvart: Strokumaður tekinn. Verkamaður gerir það ekki að gamni sínu að strjúka. Samn- ingur liggur í skrifstofunni. Mister Davis hefur greitt ferða- kostnaðinn og er húsbóndi mannsins næstu fimm ár. Nú stendur sökudólgurinn frammi fyrir honum. Mister Davis segir við umsjónarmanninn: „Spurðu hann hvort hann vilji heldur fangavist eða refsingu“. Mister Davis skilur ekki tamil. „Hann sárbiður yður að af- henda sig ekki lögreglunni." Strokumaðurinn liggur flatur á jörðinni. En vot augu hans fylgja hverri hreyfingu hús- bóndans. „Hann biður þess, að hús- bóndinn refsi honum sjálfur,“ sagði umsjónarmaðurinn. — Gúmtré er skorið með gætni. Blökkumannshryggur er ekki vandmeðfarinn. — sextán — sautján — átján. Mister Davis er tilkynnt, að verkamaður hafi reynt að stela einu skálpundi af gúmi. Þrjátíu vandarhögg, skipar mister Dav- is. Um kvöldið spilar hann pók- er við vini sína. Hann sefur iila um nóttina. Það er heitt, og hann er orðinn feitur. Hann er einn í húsinu- Eiturslangan er dauð. Hann dreymir illa. Anna hans ilmar ekki af sápu. Hvaða þefur er þetta- Jafnvel blökkukonurnar þefja ekki svona illa. Hann byltir sér í sænginni. Anna mín, fyrirgefðu ruddalegum búandmanni, en hvaða óþefur er þetta? Anna þegir i draumnum. Hún er feimin, en hún roðnar ekki. Andlitið er hvítt eins og kalk. Og þessi þpfur! Æ, þetta er þefurinn af hvít um trjásafanum, sem vætlar í skálarnar. En þetta er nú ekki gúmtré, heldur Anna. Hann ætlar að kyssa hönd hennar. Anna er nefnilega gift. Hann grípur hönd hennar í draumn- um, en höndin rennur sína leið- Hann æpir. Heit Austurlanda- nóttin grúfir yfir honum og allt í kringum hann eru sofandi blökkumenn og mörg hundruð þúsund fjölgreinótt, flekkótt tré. Höndin er ekki úr holdi og blóði. Anna, hverskonar hönd er þetta eiginlega. Verkamaðurinn, sem fékk þrjátíu vel úti látin högg, sefur ekki. Hann hóstar. Nú er það ekki hvítur safi trjánna, sem drýpur til jarðar. Það er eitt- hvað rautt. Áður fyrr vann þessi maður ekki við trjáskurð. Hann ók jarðeigendunum í handvagni. Nú talar hann ekki framar, bara hóstar. Hann er veikur, eða öllu heldur, hann er að deyja. Framhald á bls. 53. Höfundur þessar- ar sagnar er sov- ézka skáldið llja Ehrenburg, sem lézt á liðnu sumri JÓLABLAÐ - 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.