Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 46

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 46
Þegar síminn hringdi, spurði gráhærði maðurinn fullur til- litss-smi konuna, sem lá vid hlið hans, hvort hún vildi kannski helzt að hann léti ó- gert að svara. Konan leit svo út sem hún skildi ekki fullkomlega, hvað hann sagði, hún horfði á hann, ljósið skein á hana, annað auga hennar lokað, hitt opið, mjög stórt og blátt, næsum fjólu- blátt. Gráhærði mðurinn bað hana að svara sér fljótt, og hún lyfti hægri handleggnum með hreyfingu sem nálgaðist skeyt- ingarleysi. Hún strauk hárið frá enninu tneð vinstri hendi og sagði: — Ó, guð, það veit ég sannar- iega ekki- Hvað finnst þér? Gráhærði maðurinn svaraði að sín vegna mætti einu gilda hvort hann svaraði eða ekki, það skipti engu máli. Hann strauk handlegg hennar með vinstri hendi, og lét svo hönd- ina liggja kyrra í handarkrika hennar. Með hægri hendi tók hann símann. Til þess þurfti hann að rísa upp í rúminu svo höf- uð hans snerti lampaskerminn. Skært ljósið varpaði bjarma á grátt hár hans svo það virtist næstum hvítt. Hár hans var snöggklippt í hnakkanum en var annars þykkt og stíft. Hann var í rauninni mjög tígulegur í útliti. — Halló, sagði hann í sím- ann- Konan lá kyrr og horfði á hann, lá upp við olnbogann og hið stóra, bláa auga hennar var algerlega áhugalaust. Karlmannsrödd — hljómlaus og þó á einhvern hátt æst, hás og ógeðfelld, svaraði fljótt: — Lee, vakti ég þig? — Nei, ég lá í rúminu og var að lesa. Hefur eitthvað komið fyrir? — Ertu alveg viss um að ég hafi ekki vakið þig, segðu mér alveg satt. — Alveg áreiðanlega, sagði gráhærði maðurinn, ég hef eig- inlega ekki sofið nema 4 tíma undanfarna — — — — Ég hringdi til þess að spyrja hvort þú hefðir kannski tekið eftir hvenær Jeanie fór. Það vill víst ekki svo til að þú hafir veitt þvi athygli hvort hún fór með Ellenbogenshjón- unum? Gráhærði maðurinn leit til vinstri, horfði i þetta skipti yf- ir höfúð konunnar, sem lá og leit á hann, með augnaráði sem minnti á ungan írskan lög- regluþjón. — Nei, Arthúr, ég tók ekki eftir því, sagði gráhærði mað- urinn. — Ég tók ekki eftir sérlega miklu í kvöld. Ég var varla kominn inn úr dyrun- um, þegar einhver Frakki frá ftaiíu, eða hver fjandinn hann var nú, náði tangarhaldi á mér. Þessir andstyggiiegu út- lendingar eru hreinasta plága, alltaf á eftir manni til þess að fá hin og önnur Iögfræðiieg málefni leidd til lykta ókeypis. En hvað er annars að? Ertu búinn að týna Jeanie? — Fjandinn sjálfur, bara að ég vissi það- Ég hef enga hug- mynd um það. Þú veizt hvernig hún er, um leið og hún fer að finna á sér vill hún fara eitthvað og halda áfram. Ég veit ekki, það gæti verið — — — Hefurðu hringt til Eilen- bogenshjónanna? spurði grá- hærði maðurinn. — Jú, en þau hjónin voru ekki komin heim. Ég veit svei mér ekki, ég er ekki einu sinni viss um að hún hafi farið með þeim. En eitt veit ég- Einn • hlut veit ég upp á hár. Ég er hættur að hugsa um hana. Ég meina þetta. f þetta sinn er mér alvara. Ég er hættur. Fimm ár, Drottinn minn. — Já, já, en reyndu nú að vera rólegur, Arthúr, sagði gráhærði maðurinn. — Ef ég þekki Ellenbogens- hjónin rétt hafa þau sjálfsagt náð sér í leigubíl og ekið um borgina í nokkrar klukku- stundir. Bíddu bara, bráðum koma þau öll... — Ég finn það á mér að hún hefur verið í slagtogi með einhverjum róna frammi í eld- húsinu. Hún fer alltaf með eitthvert fífl að daðra við frammi í ellhúsinu, þegar hún þyrjar að finna á sér. Ég er búinn að fá nóg af henni. Guð veit að í þetta sinn er mér al- vara. Fimm helvítis . . . — Hvar ertu, Arthúr? spurði gráhærði maðurinn, ertu heima? — Já, heima. Heima, heima, yndislega heimilið. Guð hjálpi mér. — Reyndu nú að vera rólegur — segðu mér, ertu drukkinn eða hvað? — Það veit ég ekki- Hvernig f fjandanum ætti ég að vita það? — Hlustaðu nú á mig. Reyndu að róast, slakaðu á taugunum, sagði gráhærði maðurinn. — Þú þekkir Ellen- bogens-hjónin. Það, sem hefur skeð er það að þau hafa misst af síðustu lest. Sannaðu til, bráðum þeytast þau öli inn í sínu glaðasta næturklúbba- skapi. — Þau voru á bílnum- — Hvernig veiztu það? — Barnfóstran sagði mérþað. Við áttum mjög skemmtilegt samtal áðan. Við erum í sama báti. Eða tvær rotnaðar baun- ir í sama belg. — Já, já, og hvað svo? sagði gráhærði maðurinn. Reyndu nú að taka þessu rólega. Eftir andartak koma þau öll slag- andi inn í stofuna til þín. Því geturðu treyst, þú þekkirsjálf- ur Leonu- Ég skil ekki hvern- ig í því liggur, en þetta fól'k SMÁSAGA EFTIR J. D. SALINGER frá Connecticut verður svo villt þegar það kemur til New York. Þú þekkir þau sjálfur. — Já, ég veit það. Ég veit það. En samt veit ég ekki. — Jú, þú veizt- Notaðu ímyndunaraflið. Þau hafa sjálfsagt neytt Jeanie til þess að koma með sér. — Nei, hættu nú. Það þarf enginn að neyða Jeanie til neins. Þú verður að finna upp á einhverju sennilegra. — Ég er bara að reyna að hjálpa þér, sagði gráhærði maðurinn. Hann dró annars hugar höndina úr handarkrika konunnar. — Hlustaðu nú á mig, Arth- úr, sagði gráhærði maðurinn. — Má ég gefa þér ráð, sagði hann og fitlaði við símasnúr- una. — Þetta er alvarlega meint, má ég gefa þér gott ráð? — Já, auðvitað máttu það. Þó það væri, ég sem held vöku fyrir þér allla nóttina, hvers vegna sker ég ekki ein- faldlega . . . — Hlustaðu nú á það, sem ég segi, sagði gráhærði mað- urinn. — I fyrsta lagi — og það er alvarlega meint, farðu í rúmið bg hvíldu þig. Bland- aðu þér ærlegan drykk og reyndu svo að . . . — Drykk. — Ertu ekki með öllum mjalla Ég er búinn að drekka að minnsta kosti hálfa ÞÚSUND ÞAKKIR LEE 4Q — JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.