Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 48

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 48
fngu um að hann langaði til að reykja. — Þegar maður hugsar um það að þú ert prýðilega greind- ur náungi, sagði hann í símann, þá ertu í sannleika eins dóna- legur og hægt er að vera. Hann hallaði sér aftur á bak svo konan gæti kveikt í sígarett- unni fyrir hann. — Ég meina þetta, þú sýnir það daglega í einkalífi þínu og þú sýnir það í —---------- — Greindur. Þá er ég búinn að heyra það líka- Guð hjálpi mér. Hefurðu nokkurn tíma heyrt hana lýsa nokkrum, ég á við karlmanni. Ef þú ein- hvern tíma við tækifæri hefur ekkert sérstakt að gera þá láttu hana lýsa einhverjum manni fyrir þér. Allir menn, sem hún hittir eru alveg töfrandi. Hversu eldgamlir, sóðalegir, ógeðslegir. Alveg sama----------- — Þetta er allt saman gott og blessað, Arthúr, sagði grá- hærði maðurinn hörkulega, þetta er bara þýðingarlaust. Okkur miðar hvorki aftur á bak eða áfram. Konan rétti honum sígarett- una, sem hún var búin að kveikja í og hann tók við henni. Hún hafði kveikt í tveimur. — Heyrðu annars, sagði hann og blés reyknum út um nefið, — Hvernig gekk þér í dag? — Hvað þá? — Hvemig gekk þér í dag? endurtók gráhærði maðurinn. — Ö, drottinn minn, það veit ég ekki. Það fór allt til hel- vítis- Nokkrum mínútum áður en ég ætlaði að halda varnar- ræðuna, kallaði Lisberg, lög- fræðingur strákbjánans á vit- lausa þjónustustúlku, sem vitni. Hún kom með fullt fangið af sængurfötum, sem voru mor- andi í veggjalús. Guð hjálpi mér. — Hvað gerðist svo? Tapað- ir þú málinu? sagði gráhærði maðurinn og dró að sér reyk úr sígarettunni. — Og hver heldurðu að hafi setið í dómarasætinu? Vittorio gamli. Bara að ég vissi hvers- vegna sá náungi er á móti mér. Ég má varla opna munninn, þá kastar hann sér yfir mig. Þá er algerlega vonlaust að reyna að tala við hann. Alveg von- laust. Gráhærði maðurinn sneri höfðinu til þess að sjá hvað konan væri að gera. Hún hafði náð í öskubakka og látið á milli þeirra. — Tapaðir þú málinu? spurði hann. — Já, ég ætlaði að segja þér frá því en fékk aldrei tíma til þess í samkvæminu, þar var ekki hægt að segja orð af viti- Heldurðu að Junior rjúki upp? Ekki það að mér sé ekki ná- kvæmlega sama, en hvað held- ur þú? Heldurðu að hann geri það? Gráhærði maðurinn sló ösk- una af sígaretfcunni- — Ég held nú varla að hann rjúki upp, Arthúr, sagði hann rólega, en það eru náttúrlega miklar líkur til þess að hann verði ekki yfir sig hrifinn. Veiztu hvað mörg ár við erum búnir að reka þessa andstyggi- legu gistihús? Shanley gamli opnaði---------- — Já ég veit það. Junior er búinn að segja mér frá því minnst fimmtíu sinnum, það er bezta saga sem ég hef heyrt á æfi minni. Nú. jæja, fjandinn hafi það, ég tapaði málinu. En í fyrsta lagi var það ekki mér að kenna. Fyrst er þessi geðveiki Vittorio á eftir mér gegnum öll réttarhöldin, síðan kemur þessi vitlausa þjónustu- stúlka með sængurfötin, full af veggjalús — — — — Það er enginn að segja að það sé þér að kenna, Arthúr, sagði gráhærði maðurinn — Þú spurðir mig hvort ég héldi að Junior mundi rjúka upp og ég svaraði þér hreinskilnislega — — Já, ég veit það. Ég veit það vel. Ég veit varla lengur sennilega geng ég í herinn aft- ur. Hef ég sagt þér frá því? Gráhærði maðurinn sneri sér að konunni, ef til vill til þess að sýna henni hversu mikla sjálfstjórn hann ætti, sýna henni þessa allt að því stóisku ró, sem yfir honum var. En konan sá það ekki. Hún var rétt í þessu búin að velta öskubakkanum með hnénu og var nú að sópa öskunni saman í litla hrúgu. Hún leit upp frá þessu einni sekúndu of seint- — Nei, Arthur, það hefðurðu ekki gert, sagði hann í símann. — Já, ég hef verið að hugsa um það- Ég er ekki ákveðinn. Auðvitað er ég ekki sérlega hrifinn af því, og ég fer ekki ef ég get komizt hjá þvi. En ég neyðist kannski til þess. Ég veit það ekki. En ég fengi þá kannski frið fyrir öllum þess- um hugsunum. Ef ég fengi litla stálhjálminn minn aftur og gamla góða moskitónetið mitt gæti ég kannski — — — — Bara að ég gæti barið of- urlitla vitglóru inní hausinn á þér, sagði gráhærði maðurinn. — Þegar þess er gætt að þú ert fremur greindur náungi, þá undrast maður að heyra þig tala eins og bam. Þú tínir upp óteljandi smámuni og gerir úr þeim stærðar fjall, sem skygg- ir á allt annað, og þú ert alls ekki fær um------— — Ég ætti að vera farinn frá henni. Er þér það ljóst? Ég hefði átt að segja nú er nóg komið í fyrrasumar, þegar allt var kolvitlaust, er þér það ljóst? Veiztu hversvegna ég gerði það ekki? Á ég að segja þér hversvegna? — Arthúr, andskotinn hafi það, þetta er ekki til neins. — Bíddu aðeins, eina sek- úndu- Leyfðu mér að segja þér hversvegna. Veiztu hvers vegna ég gerði það ekki? Ég get sagt þér nákvæmlega hversvegna. Vegna þess að ég vorkenndi henni. Það er sann- leikurinn. Ég vorkenndi henni. — Jæja, það veit ég ekkert um. Ég er alls ekki fær um að dæma um það, sagði gráhærði maðurinn. — Mér virðist þér sjást yfir eitt atriði, það, að Jeanie er fullorðin manneskja. kannski hef ég rangt fyrir mér, en þannig Íít ég á það--------- — Fullorðin manneskja, ertu alveg frá þér. Hún er fullorðið barn, fjandinn hafi það. Hlust- aðu nú á til dæmis: ég stend og er að raka mig, allt í einu kallar hún á mig einhversstað- ár úr íbúðinni. Ég hleyp til hennar með andlitið löðrandi í sápu. Og hvað heldurðu að hún vilji mér svo? Spyrja hvort hún sé ekki gáfuð! Drottinn minn. Hún er brjóstumkennanleg. Ég hef oft horft á hana þegar hún sefur, svo ég veit hvað ég er að tala um- Það get ég fulil- vissað þig um. — Já, ég er ekki dámfoær um þetta, sagði gráhærði mað- urinn, það, sem um er að ræða er það að þú gerir ekkert------ — Við eigum ekki saman, þar i liggur það. Veiztu hvern- ig mann hún hefði átt að fá? Hún hefðd átt að eiga stóran, klunnalegan drumb, sem gaf henni löðrung öðru hvoru og hðlt svo rólegur áfram að lesa blöðin. Þannig náungi hefði hentað henni. Ég er allt bf veiklyndur. Ég vissi það vel þegar við giftum okkur, það geturðu bölvað þér upp á. Þú ert klókur, þú hefur aldrei gift þig, en áður en maður giftir sig getur maður ráðið af ýmsum smáatriðum hvernig hjónabandið muni verða. Ég þóttist ekkert sjá. Ég er of veiklyndur. Það er heila málið í hnotskum. — Þú ert ekki veiklyndur, þú notar bara ekki dómgreindina, sagði gráhærði maðurinn og tók Framháld á blLs. 50. CANONET Takið myndir án fyrirhafnar * CANONET hugsar fyrir yður * & Algjörlega sjálfvirk * Ábyrgð. * Viðgerðarþjónusta. SÓLFELL H.F. Skúlagötu 63, sími 17966. 43 - JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.