Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 79

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 79
Orðaleppar Nokkrar útlendar boðflennur eru í þann veginn að útrýma íjölda íslenzkra orða. Einna skæðust eru orðin: Húmor, lúx- us, kúltúr, karakter og idéal (sem síka er notað í fleirtölu — idéöl). Ef ekki er hægt að gera sig skiljanlegan framar með orð- unum: fyndni, skop gamansemi, glettni, kímni, háð og orð- heppni verður að veita þessum húmor borgararétt í málinu með þjálli beygingu. En hverju værum við bættari? Sama er að segja um lúxus. Ef sællífi, óhóf, eyðsla og önn- ur íslenzk orð duga ekki, verða blaðamenn að koma lögum yfir þetta orð með beygingu, — sem seint mun takast. Mórall kemur nú í stað margra orða og orðtaka. Eink- um er talað um að vera me3 móral. Hann er með móral út af því að slæpast í upplestrar- leyfinu. Hann er með móral út af ritgerðinni sinni. Hann fékk móral út af því að kaupa svona dýran bíl. Á mæltu máli sagt, hafði hann slæma samvizku út af því að slæpast, hafði áhyggj- ur af ritgerðinni og iðraðist eft. ir að kaupa dýra bílinn. Á svo mórall að beygjast eins og þumall? Eða hvað? Hvað hefur kúltúr fram yfir orðið menning, annað en það, ag lesandinn sér, að höfundur- inn hefur kynnt sér byrjenda- bók í dönsku. En nú er langt síðan slíkti þótti tíðindum sæta. Öðru máli er að gegna um sjaldgæf orð, sem tíðkast í fræðibókum. Þá getur blaða- maðurinn oft komið fáfróðum lesanda í klípu og sveiflað framan í hann orði, sem sker úr, hver kann útlenzkuna og hver ekki. Þá ber mikið á orðunum: temperament, tragedía, teóría, drama, instinkt, undirsáti, kúnni, skúlptúr (sem ýmist er haft í karlkyni, kvenkyni eða hvorugkyni). Orðin kúnni og undirsáti eru óþarfar boðflennur í málinu og herfilega leiðinleg. Auk þess er þetta svo auðveld danska, að enginn getur fengið á sig lær- dómsorð fyrir að nota þau. Mér er sagt, að orðið imbi, sem algengt er að verða í Reykjavík, sé dregið af imbecil, sem líklega er latína. Þeir verða að sletta skyrinu, sem eiga það. Aðkomufólk áttar sig ekki á þessu. Stundum hefur verið hægt að bregða mönnum um heimsku á íslenzku, án þess að gripa til slíkra óyndsúrræða. Sagnirnar: fatta, redda og rísikera eru orðnar algengt mál fyrir löngu. En reynt gætu skól- arnir að stugga við þeim. Einna átakanlegast er þó, að vanta skuli skammaryrði í ís- lenzku, svo að grípa þurfi til útlenzkunnar gangster. Finna menn ekki, hvað þetta er svip- laust, samanborið við alla þá orðaleppa, sem þrjótar hafa hingað til verið nefndir á ís- lenzku, eftir því, hvað við þótti eiga í hvert skipti? Dæmalaust er lókalpatríót- ismi þunglamalegt orð, og dæmalaust hljómar það hjá- rænulega í íslenzkum skáld- skap. Þetta mun eiga að merkja átthagaást í niðrandi merkingu. Ef sagt væri átthagadýrkun, bæri orðið keim af háði. Að minnsta kosti er óhugsandi, að ekki sé hægt að koma orðum að þessu öðruvísi en svona. Þykir ykkur institút fallegt orð? Á það að vera hvorugkyns og beygjast eins og tún, eða kvk. og beygjast eins og mús? Gömul saga segir frá manni, sem fór utan. Þegar hann kom heim aftur, sá hann hrífu við bæjarþil og spurði: „Hvaða kljádýr er nú þetta?“ Hann steig á hrífuhausinn, og skaftið sló hann í höfuðið. „Bölvuð farðu, hrífa,“ varð þá mannin- um að orði. Líkt mundi fara fyrir manni, sem kailar sjúkrahúsin instítút. Verði hann skyndilega fyrir slysi, mundi hann í ógáti biðja að flytja sig á Slysavarðstof- una — O. G Knattspyrna Framhald af bls. 77. „Já ... jæja... hvar er Hann þá?“ spurði biskupinn. „Auðvitað hérna,“ sagði eng- illinn með sverðið. „Hér'. Hvar þá hér?“ spurði biskupinn fljótmæltur, en róm- urinn lækkaði og hann leit af einum á annan hálfsmeykur, unz röðin kom að básúnuengl- inum, sem hafði sezt niður til að hella malarhnullungi úr skónum sínum. „Hann er sú stund, sem er að líða,“ sagði engillinn með sverðið og röddin var einkar hljómfögur og skýr. „Það er þess vegna, sem þeir eru englar", sagði sankti Pan- cras. „Á hvað ertu að horfa?“ spurði básúnuengillinn, sem var staðinn upp og búinn að ná steininum úr skónum. „Bjóstu við að sjá mann í hempu og með prestahatt, og með nef og vasaklút til að snýta sér í?“ Biskupinn roðnaði upp í hársrætur „Herra minn,“ sagði hann. „Þetta er ósæmilegt tal, já guðlast. Og ósiðlegt. Ef þér nytuð ekki þess náunganskær- leika við hjá mér, sem mér skylt að sýna vegna emb- ættis míns, mundi ég leyfa mér að efast um að þér séuð heiðursmaður í réttri merk- ingu þess orðs. Verið þér sæl- ir“. Og hann hristi ryk himna- rikis af fótum sér og skundaði burt. „Skárri er það sérvitringur- iun,“ sagði frú Hairns. „En fegin er ég að ekki skuli vera hérna neitt hásæti né neinn Hann, og ekkert tilstand gert út af neinu. Það er líkara þvi sem ég vandist". Hún leit i kringum sig nokkuð vandræða- leg, því eitthvað það var í rödd engilsins með sverðið, sem kom henni til að minnk- ast sín. Mest skammaðist hún sín fyrir að vera full. Allir sem hún leit á litu við henni á móti með alvöru í augnaráð- inu, og hún hefði farið að gráta aftur. ef hún hefði ekki vitað að það þýddi ekki neitt, enda hafði eldsverðið snert augu hennar svo að táralind- in var þornuð að eilífu. Hún tók handfylli í treyjugarminn sinn og kreisti milli fingranna, í öngum sínum. Enginn sagði neitt, og ekkert hljóð heyrðist fyrr en háværar hrotur kváðu við uppi í glugga guðspjalla- mannanna, Mattheusar, Mark- úsar, Lúkasar og Jóhannesar. Við það leit hún upp og sá þá eldlegt letur á veggnum yfir rúmunum, sem guðspjalla- mennirnir sváfu í. „Drottinn, aumka þú kramið og iðrandi hjarta“. „Væri það óhugsandi," sagði hún, „að einn af þessum góðu herrum vildi biðja bæn fyrir gamalli, vesalli og drykkfelldri þvottakonu, sem hefur staðið yfir moldum ellefu barna sinna, og engum verið vond nema sjálfri sér, áður en ég dirfist að koma innfyrir?“ Allt í einu settist hún á göt- una miðja, yfirkomin. Því all- ir englarnir lyftu vængjum og höndum í einu og hrópuðu hátt, en eldslogar gengu af sverðinu hátt í loft upp, lúð- urhljómurinn barst til endi- marka sjóndeildarhringsins og fyllti heiminn allan hljómi, og stjörnurnar komu f ljós, þó dagur væri um allt loft, og frá þeim barst bergmál, sem ork- aði á frú Haims eins og væri hún að teyga vænan teyg af einhverju nýju og dásamlegu spritti. „Æ, herrar mínir, hvað kem- ur til að þið sýnið mér allan þennan sóma?“ sagði hún „Þið haldið víst að það sé einhver heldri kona frá Westend sem er komin. Eða eitthvað þvíum- líkt“. Og hún kinokaúi sér nú meira en nokkru sinni fyrr við að fara inn. Engillinn með sverðið brosti og ætlaði að segja eitthvað við hana, en þá kom biskupinn að, og spraðaði sig nú meira en nokkru sinni fyrr. „Herrar mínir," sagði hann. „Ég hef athugað nánar það sem við vorum að tala um, og þó að skynsemin segi mér að mér hafi verið fyllilega heimilt að breyta og tala eins og ég gerði, þá trúi ég að þrátt fyr- ir allt séu sjónarmið ykkar ekki óverjandi, þó ég sé þess ekki dulinn hve ósmekkleg þau eru, og ef til vill muni þau geta dugað eins og nú stendur á. Ég finn það á sjálfum mér, að mér er gjarnt til að breyta öðru vísi en vera ber, svo að jafnvel siðferðisþróttur minn megnar ekki að standa á móti“. Um leið og hann sleppti orð- inu þreif hann hempuna utan af sér, vafði hana saman í vöndul, tróð henni inn í hatt- inn og sparkaði svo bögglinum út í geim. Og áður en hann félli til jarðar, var engillinn með sverðið búinn að bregða við, og floginn í loft upp með einu snöggu vængjataki, æp- andi af fögnuði, og sparkaði bögglinum mílu vegar í loft upp. Sankti Pancras, sem enga vængi hafði, hófst á loft af sjálfum sér, náði í böggulinn og þaut af stað með hann, en básúnuengillinn náði honum, tók af honum böggulinn og rétti hann englinum sem klæddur var í rafgult og svart. En nú voru guðspjallamennirn- ir, Mattheus, Markús, Lúkas og Jóhannes komnir á fætur og famir að elta sankti Pét- ur uppi undir himinhvelfingu, því þar var háð knattspyrnu- keppni milli engla og dýrlinga. Biskupinn horfði á þetta eins og steini lostinn. Svo æpti hann hátt og þaut í loft upp og var það stökk fimmtíu metr- ar, en svo komst hann ekki hærra, heldur datt hann, en þó ekki alla leið, því dýrlingur sá, sem hann hafði þjónað í prestskap sínum og biskups- dómi, greip hann í fallinu og setti hann í leikinn. Tuttugu sekúndum síðar var hattur hans kominn hálfa leið til tunglsins. og fagnaðaróp engl- anna voru eins og dauft fugla- tíst að heyra, en hinir himn- esku knattspyrnumenn minni að sjá en svölurnar, sem fljúga í hringi yfir Róm á heitum sumardegi. Nú þótti frú Hairns bera vel í veiði að laumast inn um hliðið. Þegar fótur hennar snerti þröskuldinn, brostu hús- in svo unaðslega við henni í sólskininu, og skrautlegu stein- arnir í götunni glóðu eins og gimsteinar. „Hún er dauð,“ sagði lækna- stúdentinn frá fátækraspítal- anum. „Ég held að það hafi verið lífsmark með henni þeg- ar ég tók við henni. En meira var það ekki Því nú er hún steindauð, kerlingin. Það er víst og satt. — Ég ætlaði að segja: Vesilings konan!” JÓLABLAÐ - 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.