Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 7
eftir annað útúr höndunum þangað til ég læri að taka 'þá upp á annarri löppinni og kjaga þannig msð allt upp í tólf eða firamtán í hvorri hendi, eins og hinar. Ungarnir virðast alveg lamast við að hanga svona með hausinn niður, það rétt tístir í þeim, en svo eru þeir jafn sprækir þegar þeim er sleppt aftur. Af eðlilegum ástæðum er tala hænsnanna nokkuð á reiki, en þau floltkuðu eru kringum þrjátíu þúsund, segja samstarfs- konurnar mér. Ófloklíuðu ung- arnir eru ekki taldir. Þetta eru kátar kerlingar, sem ég vinn með í hænsnahús- unum og að vinnudegi loknum, kl. hálffimm, eru þær vanar að fá sér góðan kaffisopa og smálögg með, staup af eggja- líkjör eða annað álíka. Þálosn- ar um málbeinið og þær fara að láta mig heyra sitt eigið tungumál, lágþýzkuna eða „plattdiitsoh“ eins og það heit- ir á þeirra máli. Alveg eru þær steinhissa þegar ég skil þetta mál þeirra, sem er reynd- ar ekki skrítið, því það er í framburði eins og sambland af dönsku og háþýzku, en sterku sagnbeygingarnar líkar beyg- ingium í ensku. Ég finn að ég vex talsvert mikið í áliti við að ég skuli skilja lágþýzkuna. Seinasta daginn minn i hænsnahúsunum er löggin heil flaska, mér er haldin veizla og við skemmtum okkur konung- lega. En þegar ég hjóla hein er ekki laust við að hjólið eigi erfitt með að halda sér á hjól- brautinni og ég má þakka fyrir að umferðin um þjóðveginn ei' með minnsta móti. Síðar frétti ég reyndar að það væri tekið alveg jafn hart á hjólreiðamönnum með pró- mill í blóðinu og ökumönnum bifreiða. Lágþýzkan annars. Óneitan- lega finnur maður skyldleika og ótrúlega mörg orð eru svo til alveg eins í íslenzku og lág- þýzku. Þegar svo karlarnir fara að láta fjúka í kviðlingum þeg- ar þeir fá sér neðan í því á laugardagskvöldum er mér allri lokið, — þetta er bara eins og heima! Hingað til hafði ég satt að segja metið Þjóðverja held- ur lítils, fannst þetta vera mestu skriffinnskupúkar og yfirborðs- menn, en finn nú að Þjóðverj- ar.og Þjóðverjar eru ekki allt,- af sama fólkið. Fæst af eldra fólkinu í Weit- enhagen er fætt hér og uppalið. Flest hefur komið að austan, frá héruðunum sem nú eru í Póllandi eða Sovét, bændaflólk, sem flosnað hefur upp í striðs- lok eða verið rekið burt. Það er eins og þegjandi samkomu- lag að við forðumst að tala um orsakir þess. Þetta fólk hefur sumt lifað ivær heimsstyrjaldir og þjóð þess tapað báðum. Og þótt nazistarnir hafi verið mestu böðlarnir og kúgað her- numdar þjóðir á grimmilegasta hátt, hefur þýzka þjóðin, þýzk alþýða einnig fengiö að líða sínar þjáningar, kannski eklri sízt vegna þess að það finnur sig samsekt, — það sem það hafði ekki skilning eða þroska til að koma í veg fyrir, er líka því að kenna. Ég fæ að heyra ótrúlegar sögur um flótta og mannflutn- inga. Heilu sveitaihéruðin hafa flutt sig úr stað, állt í vestur- átt, þeir sem áður bjuggu í Mecklenburg hafa flæmzt alit vestur í Frísland og hér búa nú þeir sem áður bjuggu í Pommern eða enn austar. Bldra fólkið talar lágþýzku sín á milli, en ekki við börn- in. Hvers vegna ekki? Viljið þið ekki halda málinu við? spyr ég. Nei, nei, — og nú kemur hagsýna þýzka eðlið 1 ljós: há- þýzkan er hið opinbera mál, það er nc^tað í útvarpinu, í sjónvarpinu og í skólunum. Það mundi bara vera börnun- um til trafala að vera að dratt- ast með lágþýzku líka. Mörg lágþýzk orð halda sér þó í málfari unga fólksins og ýmis einkenni gamla málsins. „Þetta er pabbi minn sitt hjól“ sagði barn við mig með út- varpsframburði háþýzkunnar, Framhald á bls. 74. JÓLABLAÐ — ’J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.