Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 55
f'i ð]),:»>íur Nansen
komizt svo djarft að orði, að
þessi synjun um bjargræði við
banhungrað fólk í Rússlandi,
hafi lagt grundvöllinn að á-
greiningi austurs og vesturs og
jafnvel að síðari heimsstyrjöld-
inni.
Þegar Nansen þakkaði Nó-
beisverðlaunin í snjallri ræðu,
gat hann ekki stillt sig um, að
minnast á þessi vonbrigði sín).
Mig langar til að minnast
á Rússlandshjálpina. Þjóða-
bandalagið samþykkti hana
ekki. Það voru mér sár von-
brigði. Mig grunar, að ef Þjóða-
bandalagið hefði fallizt á til-
Meinhollur Brami
Bóndi nokkur, gamall og rík-
ur, átti son, er leiddist eftir arf-
inum. Eitt sinn var sonurinn
spurður, hvernig faðir hans
væri til heilsunnar. Þá svaraði
hann: „0, það amar nú ekki
margt að honum, held ég, hann
er alinn á nýmjólk og Brama,
— meinhollum andskota".
Þung orð á
gleðistund
(Friðþjófur Nansen hlaut
friðarverðlaun Nóbels árið
1923 fyrir frábært starf í þágu
sveltandi þjóða og hrjáðra
ílóttamanna. Hann átti sæti á
þingi Þjóðabandalagsins og bar
þar fram tillögu um, að Rúss-
um yrði veitt lán, en fékk af-
svar. Einhver blöð nefndu hann
kommúnista. Sumir hafa síðar
lögu mína og framkvæmt hana
í tæka tíð, hefði hörmungum
rússnesku þjóðarinnar linnt og
ástandið í allri Evrópu orðið
mun betra en það er nú.--------
Svari þeir til saka, sem ábyrgð-
ina bera. Orsakirnar voru um
fram allt stjórnmálaskoðanir.
Kom þar í ljós sú grunnfæra
sjálfselska, sem lætur sig engu
skipta óskir og álit annarra.
Það er þetta, sem þjóðum Ev-
rópu stafar hætta af á okkar
tímum. Þeir, sem svo hugsa,
nefna okkur hina ofstækis-
menn, aula og skýjaglópa,
vegna þess, að við trúum á
eitthvað gott í fari andstæðinga
okkar og höldum, að betur
vinnist með mannúð en
grimmd. Ættum við að vera
hættulegir menn, vegna þess, að
við trúum á mannúð? En þau
nátttröll stjórnmálanna, sem
standa álengdar og kæra sig
kollótta um mannlega eymd,
þegar milljónir manna svelta
heilu hungri, það eru mennirn-
ir, sem vinna að eyðileggingu
Evrópuþjóða —“.
Heimilistrygging er óefað ódýrasta trygging
sem völ er á, miðað við þá víðtæku vernd, er
hún veitir heimilisföðurnum og allri fjöl-
skyldunni. Heimilisfaðir með ábyrgðartil-
finningu getur varla vanrækt að kynna sér
skilmála hennar og kjör. Leitið til skrifstofu
vorrar, og vér erum ætíð til þjónustu.
Laugavegi 178 — Sími 2II20
HeimHistrygging er öryggi
JÓLABLAÐ — 55