Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 44

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 44
stöðum við nokkra menn, en vísnaglettur virðast fara milli hans og Jakobs Guðmundssonar á Ytri-Brekkum á Langanesi, sem á margt handrita í Landsskjalasafni. Hefur hann líka verið skrif- ari, en þeir skrifararnir hafa haft eitthvað hver út á annan að setja. En hvað skrifaði Jakob? í Landsskjalasafni er margt hand- rita eftir Jakob og eru þau eigi færri en 14 safnnúmer, sem Jak- ob kemur við. Sum af þeim eru ærið stórvaxin, og hef ég þó ekki skoðað þau öll. Ein sögubók er 339 blöð, 678 blaðsíður, og er þar af leiðandi ekki neitt smávirki. Til þess að gefa hugmynd um hvaða sögur Jakob skrifaði og hvílíkt óhemjuverk hefur legið á bak við þessar skriftir tel ég þessar sögur hér á eftir og vísa til bókarinnar í safninu. No. 6850 í. B. 8vo 339 bl. skrif- að um 1770. Sögubók með hendi Jakobs Sigurðssonar: 1. Sagan af Þjalar-Jóni. 2. Sagan af Sigurði og Valbrandi. 3. Sagan af Flórens kóngi og sonum hans. 4. Sagan af Flórens og Blanzeflúr. 5. Sagan af Sigurði þögla. 6. Sagan af Saulor og Nikanor hertoga. 7. Sagan af Ásmundi víking. 8. Sagan af Sigurgarði hinum frækna. 9. Sagan af Fertram og Plató. 10. Sagan af Vilmundi viðutan. 11. Sagan af Jallmanni og Hermanni. 12. Sagan af Viktor og Bláus. 13. Sagan af Agli einhenta og Ásmundi berserkjabana. 14. Sagan af Samsoni fagra. 15. Sagan af Gideon kóngi og hans syni öskupart. Þessi bók er ekki skrautskrifuð að neinu leyti, og hún er orð- in slitin, hefur verið bundin í tréspjöld, skinnklædd og þrykkt, og sér þess nú lítil merki, enda er bandið slitið orðið og mjög upp úr því dottið. Það ætla ég þó að alla bókina megi lesa. Öðru máli gegnir um handrit það sem hér var minnzt á að framan. Það er hin mesta listasmíð, allstaðar lýst og myndir í kaflaskiptum, hér sálmaskiptum, því þetta er sálmahandrit. Verða myndirnar að tala því og sinu máli. Þessa snilldarlegu bók átti Halldór Pétursson frá Geirastöðum í Tungu í N-Múlasýslu, nú á Snælandi í Kópavogi, og gaf hana handritasafni Lands- skjalasafnsins fyrir stuttu. Hér að framan var þess getið, hvernig myndi standa á bók þessari og skal það frekar staðfesta. Á bókinni stendur: Bjarni Ketilsson á mig með réttu, og er vel að kominn: hún var gefin mér af Ragnheiði Ólafsdóttur, sem hún sjálf sýnir. Fleira stendur hér ill-læsilegt, enda smálegt. Hér verður því ekki hnik- að, að er um Ragnheiði Ólafsdóttur prests á Kirkjubæ, Brynj- ólfssonar að ræða. En hver er Bjarni Ketilsson? Ketill Bjarna- son var prestur á Eiðum f. 1707 d. 1744. Móðir hans var Stein- unn Ketilsdóttir frá Svalbarði, Eiríkssonar, svo ekki er furða þótt Bjarni sonur hans vildi eignast þessa bók. Bjarni bjó í Breiðuvík í Borgarfirði 1774. Þá fæðist þar Runólfur sonur hans. Dóttir Runólfs var Þorgerður, síðari kona Sigurðar í Njarð- vík Jónssonar prests Brynjólfssonar. Þeirra son var Sigurður í Fögruhlíð og sýnir bókin ennfremur þessa skrift: „Sigurður Sigurðsson á bókina með réttu og eignaðist af afa“. Afi, móður- faðir Sigurðar Sigurðssonar var Runólfur Bjarnason, Ketilssonar. Sigurður Sigurðsson í Fögruhlíð var faðir Péturs á Geirastöðum, föður Halldórs á Snælandi. Hér er brotalaus slóð bókarinnar rakin. Bjarni Ketilsson hefur eignazt bókina upp úr aldamót- um 1800, er Ragnheiður var orðin ekkja og sjálfsagt hefur öllu þessu fólki verið vel í milli, er þeir voru samtíma prestar á Héraði, séra Ólafur og séra Ketill Tvímælalaust er það, að þetta handrit Jakobs er eitt af mestu listaverkum íslenzkrar handritagjörðar á bókum. Og við athug- un á ritverkum Jakobs má það hvern undra, hvernig fátækur bóndi gat sinnt slíku, og afkastað slíku óhemjuverki, sem sögu- ritun Jakobs er. Segja má að þetta sé dýrlegt dæmi hinnar ís- lenzku alþýðumenningar í gegnum alla sögu. Sögugjörðin og sögudýrkunin hafa alltaf farið með tslendinga í gönur. Þessvegna skrifaði þessi gáfaði og heilbrigði pennavík- ingur ekki eitt orð af Vopnfirðingum á 18. öld, og það vantar að eilífu. Það er aðeins ein spurning sem þyrfti að svara. Hver á allar þessar sögubækur, sem Jakob skrifar upp og hvar eru þær niðurkomnar nú? Ótrúlegt er það að þær hefðu ekki getað geymzt á sama hátt og afritin. Hefur ekki verið trú á því að fátt handrita hafa orðið eftir í landinu, þegar sópað var, um og eftir 1700? Er allt fullt af sögubókum eftir sem áður? Málið virðist dálítið einkennilegt. Skrifar Jakob kannske upp sögur, sem fólkið kann? Sögukunnáttan var makalaus. „Að segja sögu“, var mennt, sem ég fékk að heyra, og ekkert er til þvílíkt með þjóðinni nú á tímum, og engin von til þess, að hún skilji það, sem hún ekki þekkir. Menn munu því neita slíku. Bóksögur voru 44 - JÓLABLAÐ sagðar á 19. öld á Fljótsdalshéraði og skeikaði sögumönnum aldrei að fara orðrétt með, hvað oft sem þeir sögðu. Er það þvi nokkuð að marka, þótt sögurnar séu eins frá fleiri en einni hendi? Samhengið í þessu máli þyrfti að athuga. Mér þykir ekki ólíklegt að í söguefni Jakobs séu sögur, sem hvergi eru til annarsstaðar. Ég veit hér og ekki nóg, en mig grunar fleira. Það veit ég þó, að það þarf meira en lítið til, að rannsaka allan skriftagang íslendinga með nægilegum samanburði. Handrit af aleinstökum sögum mættum við ekki láta grotna niður, sé annars kostur. Og það sem við eigum heima af slíku, ættum við að meta jafnmikils og það, sem ekki er heima, eða hefur ekki verið heima í langan tima. Ljós- og litprentun á sálmabók Jakobs mundi vera fágæt heimilisprýði Ég hverf aftur að sögubókunum, og þó sem í draumi, sem ekki er hægt að ráða. Fóru handritin úr landi, en urðu sögurnar eftir? Fólkið kunni alltaf sögur. Sögur Jakobs voru ekki í Vopna- firði, þegar ég var að alast þar upp. Samt var mér boðið að heyra sögur. En ég heyrði þar engar sögur. Þys lífsins var kom- inn til sögunnar, þessi einkennilega danska, sem skilur andann eftir, en selur og selur framleiðslu. Þess er þörf og það er tím- anna tákn, en sagnamenntunin er horfin og kemur líklega ekki aftur. Getið nokkurra afkomenda Jakobs Eins og hér hefur komið fram, komust 7 börn Jakobs og Ing- veldar til aldurs. Gera má ráð fyrir því á þessum tíma að fleiri börn hafi þeim fæðzt, er ekki hafi á fót komizt. Eru 7 börn ærin ómegð, þar sem efni hafa verið lítil til að byrja með, og staðfesta lengstum í smærra lagi, enda hefur það orð farið af þeim hjónum, að þau hafi verið sárfátæk. Var þó þessi 20 ára tími, sem þau búa í Vopnafirði, eigi harðæratímabil, heldur þvert á móti, og sauðfé orðið geysimargt í Vopnafirði 1779, sem ráða má af annál Sveins lögmanns Sölvasonar. Jakob mun líka hafa bjargazt með börn sin að þeirra tiðar hætti, að hafa lítið, en nýta vel, og verið gæti að hann hefði haft aura upp úr skrift- unum. Ekkert af börnunum gengur í fóstur, en í sögu er það, að herramaður einn, hafi komið í Skálanes, að nafni Árni, helzt úr Skagafirði, og boðið Jakobi að taka Runólf son hans og koma honum í skóla á Hólum. Víst er það, að Runólfur fór í Skaga- fjörð, en það þykir mér líkindi á, að það hafi ekki verið fyvr en Jakob var dáinn og þó fyrir 1784, og hér hafi Árni Reyni- staða-mágur verið á ferðinni. Ekki varð af skólagöngu Runólfs, en hann bjó í Hjaltadal, kvæntist sunnlenzkri konu og átti 10 börn. Eitt af þeim var Guðrún móðir Sigurðar rithöfundar frá Balaskarði Ingjaldssonar. í ævisögu sinni, hinni merkustu bók, segir Sigurður frá móðursystkinum sínum og systkinum. Ingi- björg Runólfsdóttir kom til Vopnafjarðar, sem síðar segir. Stein- unn átti þann mann er Sigurður hét Sigurðsson og er ókunn- ugur að ætt. Þau koma í Norður-Skálanes 1786 með þrjú börn og áttu siðan fleiri. Sigurður dó um 1790, og komust börnin lítt til þroska. Jakob f. 1786, er léttadrengur í Syðrivík 1816, af hin- um hef ég eigi spurnir. Steinunn fór austur á Hérað og átti þar barn með kvæntum manni, Torfa Narfasyni á Hafursá og hét Torfi f. 1792, og bjó hann seinna á Hafursá og Strönd í Valla- hreppi, og á marga afkomendur. Steinunn er í Eiðum 1816, 62 ára gömul. Ingiríður giftist ekki, en átti 1 barn, sem eigi komst til þroska. Ingibjörg Jakobsdóttir átti Ögmund, er kallaður var hinn sterki, Einarsson og bjuggu þau í Fagradal lengst og af- komendur þeirra síðan sumir, voru sérstæðir menn og sumir afrenndir menn að afli. Ögmundur var sonur Einars skálds á Brekku í Tungu, Steingrímssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur á Kleppjárnsstöðum í s. sv. 1703, Þórðarsonar. Systir Guðrúnar var Kristín móðir Gríms prests og skálds Bessasonar, svo þessi skáldskapur í ættinni er frá Kleppjárnsstöðum. Móðir Ögmund- ar er án efa Margrét ögmundsdóttir, ögmundssonar, Sígfússon- ar prests í Hofteigi Tómassonar. Hjálmar hét sonur Ögmundar og Ingibjargar. Hann bjó í Skógum í Vopnafirði. Sonur Hjálmars hét Jósef. Hann bjó í Skógum og dóttir hans Sigríður bjó í Slcógum, átti Jón Jónsson, ættaðan frá Hóimi á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu. Þeirra börn búa í Skógum, Jósef og Sigríður, en Kristín á Ytra-Núpi. Börn Ögmundar í Fagradal voru auk Hjálm- ars, Runólfur sterki og Dómhildur sterka. Dóttir Runólfs var ísafold sterka, sem kemur við þjóðsögur; móðir Úlfars fagra. Margrét, f. 1768, giftist barnung árið 1784 eða 85 Jóni syni Ólafs lögréttumanns á Kóreksstöðum, Péturssonar, Péturssonar, Bjarna- sonar sýslumanns á Bustafelli, Oddssonar. Jón var þá ekkju- maður og við aldur og fyrri konu börnin milli fermingar og tví- tugs. Þessi börn og fyrri kona Jóns hafa fallið út úr „Ættum Austfirðinga". Þau Jón bjuggu á Felli og hlóðu niður börnum frá 1786 til aldamóta. Þá dó Jón. Fimm stúlkur og 1 drengur lifðu. Salný Jónsdóttir fór til Skagafjarðar, giftist þar og á af- komendur Hún var föðurmóðir Jóns bónda á Seilu, Jónssonar, sem mér hefur verið sagt, að muni hafa verið afi Sigurðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.