Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 74

Þjóðviljinn - 24.12.1967, Blaðsíða 74
Með lágþýzku..: Framhald af bls. 7. en notaði ósjálfrátt sérkenni- lega eignarfallsmyndain lág- þýzkunnar, sem reyndar er einnig til í surnum afbrigðum nýnorsku. Það er leiðinlegt að hugsa til þess að með tímanum á lág- þýzkan sennilega eftir að hvería algjörlega sem lifandi mál og gleymast nema nokkrum fræði- mönnum, en eflaust eru það örlög flestra mállýzkna á öld fjölmiðlunartækjanna. Ég kemst fljótlega að því að Weitenhagen er ekkert fyrir- myndar samyrkjubú og ekki eitt af þeim sem útlendum gest- um eru sýnd. Vinnueiningin er ekki nógu há. Vinnueiningin reiknast eftir arðinum og fólk í næsta þorpi, sem margt er ráðið í vinnu á búinu án þess að vera meðlimir í samyrkju- félaginu, fær einnig borgað kaup eftir þessu kerfi. Mánað- arkaupið er ekki hátt, þó virð- ast mér allir lifa vel, jafnvel betur en í borginni hvað snertir mat, allir eiga sjónvarpstæki og önnur heimilistæki, margir mótorhjól, fáir bíla. — Við mundum kaupa fleiri bíla ef við fengjum þá, en biöin er svo löng, segja þeir og útskýra að mestöll bílaframleiðslan sé seld til útlanda fyrir gjaldeyri. — Hvernig getið þið keypt þvottavél og sjónvarp fyrir svona lágt mánaðarkaup? — Jú, aðalarðurinn er reiknaður út eftir áramót og einhverntíma í febrúar eða marz fáum við útborgaða stóra summu, sem við notum þá venjulega til að kaupa eitthvað stórt. Kannski, þegar allt kemur til alls, ekki svo ólíkt bændum annarra landa sem fá pening- ana sína árstíðabundið, enekki visst á hverjum rnánuði. Eftir vinnuna í hænsnahús- inu fer ég f svínastíumar. Þar byrjar vinnan klukkan fimmá morgnana og meðan ég er þar fer ég aldrei í kvöldheimsóknir í önnur hús eða með bónda- dótturinni Gartner gegnum dimman skóg, í bíó í þorpinu. Ég velt út af á kvöldin og mæti svefndrukkin á morgnana. Vinn- an er talsvert erfið og ég hugsa með söknuði til vöðvanna sem ég hafði stælt 15 ára kaupa- kona á votengjum vestur 1 Barðastrandasýslu, en nú he£ ég ekki unnið erfiðisvinnu f mörg ár og skammast mín þeg- ar ég hef ekki roð við aldraðri konu sem vinnur með mér. Svínameistarinn er alvarleg- ur maður, strangur sósíalistiog í stjórn samyrkjubúsins. Kona hans vinnur líka í svínastíun- um, hún er jafn gíömul mér og á líka tvö böm, svo við finn- um hvor aðra fljótlega og höf- 74-JÓLABLAÐ um nóg að ræða um. Það er annars merkilegt hve börn opna oft leiðina til kynna milli kvenna. Það er eins og allar mæður í heimi sóu ein stór stétt, það er sama af hve ó- líkum þjóðum eða stéttum kon- ur eru, alltaf geta þær fundið sér sameiginlegt umræðuefni ef þær eru mæður. Ekki hef ég orðið vör við það sama hjá feðrum. Svínameistarinn er tvfkvænt- ur, fyrri kona hans „fiór yfir“ eins og þeir kalla það hér, þ.e. fluttist til Vestur-Þýzkalands. Er það ef til vill þessvegna sem honum er svo mjög í mun að segja mér frá kostum sósíal- ísks skipulags? — Þið í Vestur- Evrópu, segir hann alltaf, ... þið fyrir vestan ... . Já, svinin. Ég hafði þvínær aldrei séð svín fyrr, a.m.k. ekki jafnnálægt. Fyrstu kynnin voru ógurleg öskur. Það var einsog hundrað manna kór væri að öskra í öllum tóntegundum. Þau eru svöng, greyin, sagði gam’.a konan, — við verðum að fara að flýta okkur. Stór vél hakkaði niður gras sem við létum á handvagna með kvíslum, — þungt og erf- itt starf. Þessu ókum við síðan af stað og dreifðum um jöt- urnar, stráðum svo korni yf- ir. Það rann upp fyrir mér þarna hvað það þýðir eigin- lega þegar sagt er að einhver éti eins og svín. Aldrei hef ég séð aðra eins græðgi hjá nokk- urri skepnu. Þarna fylltu þau gúlann svo að ekki komst helmingurinn fyrir uppi í þeim og síðan vall út um munnvikin og niður hálsinn. Mér var líka sagt að ef við pössuðum ekki að hafa stí- urnar alltaf hreinar ætu þau skítinn úr sjálfum sér ef ekk- ert væri í jötunum. Fyrst var ég hálfhrædd við geltina, þeir voru svo stórir og ferleg hljóðin í þeim. En svínameistarinn sagði að ég skyldi fremur vara mig á gylt- unum, þær gætu orðið hættu- legar ef þær væru með grísi. Og hann sýndi mér stórt ör sem hann hafði á öxlinni, en þar hafði gylta einu sinni bit- ið hann þegar hann sneri bak- inu að henni og hallaði sér í mesta grandaleysi upp að stíunni. Svínahúsin voru fimm og var skipt niður göltum í eitt, gyltum með grísi í annað, ali- grísum og gyltum án afkvæma í hin, alls um þúsund gripir, þegar ekki voru taldir með grísir sem voru með mæðrum sínum. Ósköp voru nýfæddu grísirnir sætir og skelfing litl- ir miðað við stærð foreldr- anna En það varð að vaka yfir fæðingu þeirra, því slíkt er óeðli þessara skepna að gylturnar eiga til að éta eigin afkvæmi nýfædd sé ekki ein- hver viðstaddur til að koma þeim á spenann. Þrátt fyrir þetta verja þær grísina af grimmd sé komið nálægt þeim. En svo ku svínin líka sjá mjög illa og kannski er það skýr- ingin, bæði á þessu og skít- átinu. Aligrísirnir voru ógeðslegir, lágu á fitunni og nenntu ekki að hreyfa sig nema til að éta. Þá voru þeir líka fljótir til og ruddust hver um annan .þveran. Síðan hafa sumir stjórnmálamenn oft komið mér til að minnast þessara aligrísa í Weitenhagen, bæði í útliti og æði. Seinna vann ég á ökrunum, kartöfluökrum svo stórum að ekki sá fyrir endann á þeim. Þar rótaði risastór vél upp grösunum en verkafólkið fór á eftir og tíndi upp kartöflurn- ar í hjólbörur. Þar var nú ekki verið að hrista og grafa kringum hvert gras, borgar sig ekki, sagði það, — tekur of langan tíma. Tvo daga var ég að hreinsa illgresi af fóðurrófuökrunum. Þar fékk hver sína kilómetra langa röð og tætti á milli kál- grasanna með arfasköfu og svo var snúið við og haldið í hina áttina. Sólin skein og eins og venjulegur sóldýrkandi íslendingur fór ég úr blúss- unni til að verða brún, en varð í þess stað eldrauð og skað- brennd og húðin flagnaði af. Þarna kynntist ég gamalli konu úr þorpinu, frú Holz, einni af þeim fáu af eldri kynslóðinni sem þarna hafði búið alla sína ævi. Hún sagði mér margt frá fátæktinni hér áður fyrr, þá bjuggu hér tveir stórbændur, en hinir voru leiguliðar. Maður hafði oft ekki til matar, sagði hún, og var ánægð með núverandi hlut- skipti sitt. — Auðvitað erum við ekki rík, hjónin, en við er- um samt miklu efnaðri og líður miklu betur en nokkru sinni fyrr. Það bezta við nýja skipu- lagið taldi hún samt trygging- arnar. Enginn þarf nú að ótt- ast ellina, sagði frú Holz, þeg- ar við komumst á ellilauna- aldurinn getum við haldið á- fram að vinna við búið ef við viljum, en við getum líka hvílt okkur og setzt í helgan stein og haft það jafn gott og nú. Kornakrarnir ullu mér von- brigðum. Ég hafði hálfvegis trú- að á myndina rómantísku af brosandi stúlkunni og hlakk- aði mikið til að vinna við kornið, bjóst við að það væri líkast heyvinnu. En nei, þetta var nú eitthvað annað og myndin fagra algerlega föls- uð. Kornið er svo grófgert að engum dettur í hug að vinna við það nema vel klæddur og jafnvel þá er maður meira og minna blóðrisa á fótum og höndum. En fallegt var að líta yfir glóandi uppbundin öxin í kvöldsólinni að loknu dags- verki. Okkur var ekið út á akrana á vörubílum og heim í mat, en. kaffið fengum við sent og var þá oft glatt á hjalla. Yfirleitt fannst mér þetta fólk sem ég kynntist þarna úti í sveitinni minna mjög á sveitafólk hér heima og bændaeðlið vera líkt, nema náttúrlega að því leyti að þarna höfðu bændurnir stofnað til víðtækrar samvinnu og ráku aðalbúið saman, en þar fyrir utan átti hver sinn smá-jarðarskika, tvö til þrjú svín og nokkrar gæsir og end- ur, sem þeir hirtu um að lokn- um vinnutíma á samyrkjubú- inu. Sumir höfðu jafnvel kú til eigin nota. En skrítið var það óneitanlega og öðruvísi en ég átti að venjast að þegar fólkið hafði lokið af sínum átta stunda vinnudegi, hætti það hvernig sem á stóð. „Vinnutíminn búinn“ sagði það og hélt heim til að hugsa um sitt eigið. Þetta gerðist líka þótt við værum einmitt að nota góða veðrið til að bjarga uppskerunni. Það mætti segja frá ýmsum fteiri störfum, s.vo sem í korn- skemmunum eða í eldhúsinu þar sem ég lenti einn daginn í því að reyta 50 hænur, því þar var ekki eldað fyrir minna en hundrað manns í einu. En hér skal látið staðar numið, nema ég má til með að bæta því við að rétt áður en ég hætti tók ég þátt í árlegri skemmtiferð bændanna og var þá farið á baðströnd við Eystrasaltið, þar sem við skemmtum okkur lengi dags, en stofnuðum svo til dansleiks á heimleiðinni í krá einni í þorpinu Giistrow, þar sem dansað var fram á nótt. Daginn eftir tímdi frú Gart- ner ekki að vekja mig og fuku margir kviðlingar á lágþýzku þegar ég mætti tveim tímum of seint til starfa. Eftir reynslu mína af sam- yrk' bússtörfum skil ég alls ekki hvers vegna borgarbúar hafa á henni slíka óbeit Aldrei varð ég vör við óánægju hjá sveitafólkinu sjálfu. En kannski hinum finnist ekki nógu fínt að vinna á ökrum og moka flór? Vilborg Harðardóttic. SKOLLAGRÓF Það er sagt að Sæmundur fróði hafi látið skolla sækja skóg fyrir sig upp Rangárvelli og Land, inn í Búrfell, sem er á framanverðum Gnúpverjaaf- rétti. Dró Kölski allan skóginn í einum bagga eða slóða heim í Odda. Kom allbreið laut und- an draganum, og sést hún sum- staðar á Landi, en eftir endi- löngum Rangárvöllum er hún glögg, og er hún kölluð Skolla- gróf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.