Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Side 12
i2 erlend bóksjá
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 JjV
Osýnileg hetja
og hetjulegur prins
Metsölukiljur
1 ••••••••••••##<
Bretland
Skáldsögur:
1. John Grisham:
The Ralnmaker.
2. Kate Atklnson:
Behlnd the Scenes at the Museum.
3. Davld Guterson:
Snow Falllng on Cedars.
4. Irvlne Welsh:
Tralnspottlng.
5. George Dawes Green:
The Juror.
G. James Patterson:
Klss the Glrls.
7. Anne Tyler:
Ladder of Years.
8. Mlchael Rldpath:
Free to Trade.
9. Pat Barker:
Regeneration.
10. Colln Forbes:
Fury.
Rit almenns eölis:
1. Wlll Hutton:
The State Welre In.
3. Alan Bennett:
Wrltlng Home.
4. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
5. Nelson Mandela:
Long Walk to Freedom.
6. Ranfurly:
To War with Whltaker.
7. Jung Chang:
Wild Swans.
8. Brlan Lowry:
The Truth Is Out There.
9. S. Blrtwlstle & S. Conklln:
The Making of Prlde and Prejudice.
10. J.Redfield & C. Adrienne:
The Celestine Prophecy
Experlential Gulde.
(Byggt á The Sunday Tlmes)
Danmörk
1. Jane Austen:
Fornuft og folelse.
2. Jung Chang:
Vllde svaner.
3. Llse Norgaard:
Kun en plge.
4. Nat Howthorne:
Den flammende bogstav.
. Terry McMlllan:
ndenod.
6. Use Norgaard:
De sendte en dame.
7. Peter Hoeg:
De máske egnede.
(Byggt á Polltlken Sondag)
vísindi
Tveir afar ólíkir rússneskir rit-
höfundar, karl og kona, hafa nýve-
riö fallið í valinn. Konan hlaut eftir-
mæli sem hin ósýnilega hetja
rússneskrar ljóðlistar á öldinni.
Karlinum var lýst sem samblandi
hetjulegs prins og hungraðs baráttu-
manns. Bæði máttu þau þola miklar
ofsóknir af hálfu sovéska kerfisins.
Ósýnilega hetjan hét Lydía
Chukovskaja. Hún var 88 ára að
aldri þegar hún lést fyrr í þessum
mánuði - fæddist 24. mars árið 1907,
heilum áratug fyrir byltingu komm-
únista. Hún var því af kynslóð
þeirra skálda sem mestu skipta i
rússneskri ljóðlist á öldinni. Nægir
þar að nefna Pasternak, Mandel-
stam og Akhmatovu.
Trúnaðarvinur Akhmatovu
Nöfn Lydíu Chukovskaju og
Önnu Akhmatovu eru tengd órjúf-
anlegum böndum. Þær urðu báðar
fyrir barðinu á ógnarstjórn Stalíns
en sú sameiginlega lífsreynsla færði
þær einmitt saman í upphafi.
Þegar Lydía stóð á þrítugu, árið
1937, var eiginmaður hennar hand-
tekinn af sovésku leyniþjónustunni
á heimili þeirra i Leningrad; hann
var drepinn ári síðar. Hún hefur
lýst þessum ógnartímum í skáldsög-
unni Sofia Petrovna sem var gefin
út á ensku árið 1967 undir heitinu
The Deserted House.
Um sama leyti og eiginmaður
Chukovskaju hvarf handtók leyni-
lögreglan son Akhmatovu. Lydía
frétti að Anna hefði farið til Kreml-
ar með bréf til Stalíns og þannig náð
að fá son sinn lausan. Hún fór að
heimsækja þessa hugrökku konu og
það var upphaf einlægrar vináttu
Joseph Brodsky fékk nóbelsverð-
launin árið 1987.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
sem m.a. tryggði síðari kynslóðum
aðgang að ljóðum Akhmatovu sem
Lydía lærði utan að þar sem ekki
var þorandi á þeim tíma að skrifa
þau á blað og einstæðum frásögnum
af samskiptum þeirra tveggja gegn-
um tíðina með dagbókum sem
Lydía skráði og hafa verið að birtast
í bókarformi síðustu árin.
Chukovskaja barðist óhikað fyrir
öðrum skáldum sem sovéska kerfið
ofsótti og veitti til dæmis Alexander
Solzenitsyn húsaskjól þegar hann
átti hvergi athvarf til að semja bæk-
ur sínar um sovéska gúlagið - en
það varð til þess að hún var hrakin
úr rússneska rithöfundasamband-
inu. Fyrir hugrekki sitt og merki-
legt ævistarf fékk Lydía fyrst allra
Shakarov- verðlaunin sem nefnd
eru eftir andófsmanninum kunna
og efnt var til skömmu eftir fall Sov-
étríkjanna.
Rússneskur Bandaríkjamaður
Nóbelsskáldið Seamus Heaney
sagði eitt sinn um Joseph Brodsky,
sem andaðist nýverið á heimili sínu
í New York aðeins 55 ára að aldri,
að hann væri í senn hetjulegur
prins og hungraður bardagamaður.
Brodsky, sem fæddist árið 1948 í
Leningrad, var útlagi í eigin landi
löngu áður en hann var gerður
brottrækur frá Sovétríkjunum árið
1972. Hann fann snemma fyrir of-
sóknum fyrir að vera af gyðingaætt-
um, sagði sig úr skóla fimmtán ára
og hafði upp frá því einkum félags-
skap af listrænum utangarðsmönn-
um uns hann var handtekinn og
dæmdur til þrælkunarvinnu sem
„félagslegt sníkjudýr“ árið 1964. Mál
hans vakti athygli á Vesturlöndum
og hann slapp því út aftur eftir tvö
ár en var áfram ofsóttur af sovésk-
um stjórnvöldum.
Brodsky var snemma afar hrifinn
af ljóðum W.H. Audens. Sú aðdáun
var gagnkvæm og Auden kom Brod-
sky til hjálpar þegar honum var vís-
að úr landi, útvegaði honum styrki
og starf í Ameríku. Þar vegnaði
Brodsky vel og gerðist bandarískur
ríkisborgari. Ljóð hans. ritgerðir og
minningarbrot birtust á ensku og
öfluðu honum viðurkenningar, þar
á meðal bókmenntaverðlauna
Nóbels.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grlsham:
The Ralnmaker.
2. Robln Cook:
Acceptable Rlsk.
3. Davld Guterson:
Snow Falllng on Cedars.
4. Julle Garwood:
For the Roses.
5. Barbara Delinsky:
Together Alone.
6. Terry McMillan:
Waltlng to Exhale.
7. LaVyrie Spencer:
Home Song.
8. Stanley Pottlnger:
The Fourth Procedure.
9. Richard North Patterson:
Eyes of a Chlld.
10. Jane Austen:
Sense and Senslbility.
11. Robert James Waller:
Border Muslc.
12. James Patterson:
Klss the Girls.
13. P.D. James:
Orlglnal sln.
14. Tami Hoag:
NightSins.
15. Fern Michaels:
Wish Llst.
Rit almenns eölis:
1. Mary Plpher:
Revivlng Ophelia.
2. Helen Prejean:
Dead Man Walklng.
3. Rlchard Preston:
The Hot Zone.
4. Thomas Moore:
Care of the Soul.
5. B.J. Eadie & C. Taylor:
Embraced by the Light.
6. Doris Kearns Goodwin:
No Ordinary Tlme.
7. M. Scott Peck:
The Road Less Traveled.
8. Butler, Gregory & Ray:
Amerlca's Dumbest Crimlnals.
9. Nicholas Negroponte:
Being Dlgital.
10. Clarlssa Plnkola Estés:
Women Who Run with the Wolves.
11. Delany, Delany & Hearth:
Havlng Our Say.
12. Brian Lowry:
The Truth Is out there.
13. Laurie Garrett:
The Coming Plague.
14. Tlm Allen:
Don't Stand to Close
To a Naked Man.
15. Paul Relser:
Copplehood.
(Byggt á New York Times Book Revi-
ew)
Trefjar draga
úr áföllum
Karlmenn sem fá mikið af
treíjum í mataræði sínu eru ekki
í eins mikilli hættu á að fá
hjartaáfall og þeir sem fá litið af
trefjum.
Þetta eru niðurstöður rann-
sóknar heilsugæsluskólans við
Harvard háskólann í Bandaríkj-
unum. Vísindamenn fylgdust
með rúmlega 43 þúsund körlum á
aldrinum 40 til 70 ára og komust
að því að líkur þeirra sem mestra
trefla neyttu á því að fá hjartaá-
fall voru helmingi minni þeirra
sem minnst fengu. Þá kom í ljós
að trefjar úr kornmeti gerðu
meira gagn en trefjar úr ávöxtum
og grænmeti.
Kaffineysla
er í lagi
Kaffineysla er ekki meðal
helstu ástæðna fyrir kransæða-
sjúkdómum meðal bandarískra
kvenna, segja vísindamenn í
Boston sem rannsökuðu lækna-
skýrslur rúmlega 85 þúsund
hjúkrunarkvenna yfir tíu ára
tímabil. Tilgangurinn rannsókn-
arinnar var að kanna hvort
tengsl væru milli kaffidrykkju og
hjartasjúkdóma.
Rannsóknin leiddi einnig í ljós
að á tímabilinu 1980 til 1990
fækkaði þeim hjúkrunarkonum
sem drukku fjóra kaffibolia eða
fleiri á dag úr fjórðungi hópsins í
eina af hverjum níu.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Svefnmunstur manns
og íkorna ekki ósvipuð
AUir kannast við hversu erfitt
það getur verið að koma sér fram úr
á myrkum vetrarmorgnum. Rann-
sóknarniðurstöður visindamanna
hafa líka sýnt fram á að náttúrulegt
svefnmunstur mannsins er ótrúlega
líkt því sem gerist hjá til dæmis
íkornum. kindum og öðrum dýrum
sem sofa lengur á veturna.
Bandarískir vísindamenn gerðu
tilraunir þar sem svefn og líf-
eðlisfræði líkama tilrauna-
dýranna voru skoðuð við
tilbúin birtuskilyrði þar
sem líkt var eftir sumri
og vetri.
í tilraunastofunni
var fyrstu vikuna líkt
eftir venjulegri sum-
amótt eins og þær ger-
ast á suðlægari breidd-
argráðum en á íslandi,
þar sem myrkur varir í
átta klukkustundir. Eftir
tveggja vikna hlé var líkt
eftir vetrarskilyrðum, þ.e.
myrkri í fjórtán klukkustund-
ir, og var ekkert tilbúið ljós not-
að.
Það kom svo í ljós að þátttakend-
ur í tilrauninni sváfu dýpri svefni í
„sumarvikunni“ en svefninn var
mun léttari við vetrarskilyrðin.
Sumarnætursvefninn varði ná-
kvæmlega í þá átta tíma sem dimmt
var en við vetrarskilyrðin var allt
að fimm klukkustunda tímabil um
miðja nóttina þar sem tilraunadýrin
sváfu mjög létt.
Heilabylgjurnar á þessum tíma
líkjast mjög því sem gerist þegar
maður stundar íhugun og, merki-
legt nokk, er svefnmunstur íkorn-
ans mjög áþekkt. Hann sefur lengur
á veturna og um miðjar nætur er
tímabil þar
sem
dýrið sefur laust.
Vísindamennirnir telja að þess
konar vetrarsvefnmunstur sé mann-
inum eðlilegt og þannig hafi það
verið í upphafi. Notkun raflýsingar
þýði að við fáum ekki nægilegan
svefn á veturna. Þar af leiðandi
erum við ekki eins úthvíld þegar
við förum á fætur á morgnana og
við ættum að vera. Þátttakendur í
bandarísku svefntilrauninni, sem
gerð var á vegum geðheilbrigðis-
stofnunarinnar þarlendu, voru
miklu úthvíldari og fyllri orku eftir
að hafa prófað að sofa langar vetrar-
nætur án þess að brúka ljós, en eft-
ir átta tíma sumarsvefn.
Aðrar merkilegar breytingar sem
urðu hjá tilraunasofendum á
,vetrartímabilinu“ voru m.a.
hækkun líkamshitans um
0,2 til 0,3 gráður á selsíus.
Að sögn vísindamann-
anna þýðir þetta lífeðlis-
fræðilega aðlögun að
birtusnauðum og köld-
um vetrarnóttum,
nokkuð sem hefur ver-
ið forfeðrum okkar
ákaflega mikilvægt.
Á myrkurskeiðinu varð
einnig varð vart við um-
talsverða aukningu vaxtar-
hormóns í líkamanum, auk
meira magns mjólkurmyndun-
arhormónsins prólaktíns og
hormónsins melatóníns. Þetta er
túlkað sem frekari vísbendingar um
að notkun tilbúins ljóss hamli eðli-
legum vetrarbreytingum á lífeðlis-
fræði líkamans, sem urðu hjá raf-
magnslausum forfeðrum okkar.
Könnun sem gerð var á svefnvenj-
um tæplega eitt þúsund Svisslend-
inga staðfestir niðurstöður banda-
rísku rannsóknarinnar um meiri
svefnþörf yfir veturinn.
Hákarlar
án skolta
Breskir vísindamenn hafa
| fundið steingervðar leifar af elsta
hákarlinum sem vitað er um og
bendir allt til þess að hann hafi
ekki verið með skolta eins og há-
karlarnir sem við þekkjum í dag.
Steingervingar þessir fundust
vestur í Kólóradó i Bandaríkjun-
| um og eru frá orvódísíumtímabil-
inu sem byrjaði fyrir 500 milljón
árum en lauk fyrir 435 milljón
I árum. Það mun sanna að hákarl-
1 ar séu 25 milljón árum eldri en
talið var.
„Við höfum það á tilfinning-
unni að þessir hákarlar hafi ekki
verið með skolta og að þannig
hafi fyrstu hákarlamir veriö,“
segir Ivan Sansom við háskólann
1 í Birmingham.
Þess í stað kunna hákarlar að
hafa litið ekki ósvipað út og fisk-
urinn steinsuga, með sogmunn
með göddóttum tönnum.
Eitur af
ýmsum gerðum
Eiturslöngur geta gefið frá sér
mismunandi eitur, allt eftir því
hver bráðin er sem þær ráðast á.
Það voru vísindamenn við Wales-
háskóla sem komust að þessari
; niðurstöðu og sögðu hana kunna
að vera mikilvæga fyrir lækna
sem leita leiða til að fást við fórn-
I arlömb snákabits.
Vísindamennirnir söfnuðu
saman 70 eitursnákum sem lifa í
Malasiu og eru þekktir fyrir að
bita fleira fólk í Suðaustur-Asíu
en nokkur önnur snákategund.
Þeir sundurgreindu síðan eitrið
og hvaö snákarnir átu.