Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1996, Page 25
LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996
25
I
I
i
I
I
I
>
>
>
>
i
I
„Ég var orðinn háður „spíttinu" og það gekk alltaf meira á mig. Ég tærðist
meir og meir upp og var orðinn grindhoraður. Djammið rann út í eitt og var
ekki tengur bundið við helgarnar. Oft kom fyrir að ég svaf ekki í marga daga,
hvað þá að ég borðaði eitthvað."
stundum að selja fyrir þá. Þannig
gat ég fjármagnað eigin neyslu um
tíma. Ég reyndi að halda mér í
vinnu en hélst illa á þvi sem ég tók
mér fyrir hendur. Ég reyndi stöðugt
að hætta þessu liferni og verða edrú
en það gekk frekar illa. Mér fannst
ég ekki vera alveg húinn að fá nóg
af dópinu og þurfti alltaf að prófa
aftur. Ég hélt jafnvel að ég gæti náð
stjórn á sukkinu. Oft sagði ég við
sjálfan mig að þetta yrði í síðasta
sinn sem ég fengi mér í nefið eða i
pípu. Það tókst bara aldrei að hætta
þessu ógeði.
Það var ekki fyrr en fyrir tæpum
tveimur árum að ég loks náði mér
út úr neyslunni. Ég hef farið í
nokkrar meðferðir með misjöfnum
árangri og ég vona að ég þurfi ekki
á þeim að halda í framtíðinni. Mig
hryllir við þessu líferni og þakka
Guði fyrir að hafa sloppið."
Stórsmyglararnir aldrei
teknir
„Ég leit aldrei á mig sem ein-
hvern stórsmyglara heldur var
þetta svo til eingöngu til að fjár-
magna eigin neyslu. Svo fékk mað-
ur utanlandsferð í kaupbæti.
Stórsmyglararnir hafa þetta að at-
vinnu og fyrir suma eru fíkniefna-
smygl og sala hrein og klár við-
skipti. Viðskipti sem gefa af sér
milljónir í skjótfengnum gróða.
Fangelsisdómar koma aldrei til
með að stöðva fíkniefnasmygl og
fíkniefnaneyslu. Menn passa sig
bara betur og láta aðra taka alla
áhættuna. Þeir menn sem standa í
stórsmyglinu eru sjaldan teknir.
Þeir fá alltaf einhvern annan til að
smygla fyrir sig og taka litla áhættu
sjálfír. Burðardýrin taka á sig sök-
ina ef þau eru tekin. Margir eru
jafnvel fegnir yfir að vera settir I
fangelsi og nota tímann til að byggja
sig upp, aðeins til þess að geta hellt
sér aftur i neysluna af endumýjuð-
um krafti.
í dag er þetta þannig að maður
borgar bæði fyrir efnið og flutning-
inn til íslands. Það eru því mest-
megnis erlendir aðilar sem smygla
eiturlyfjum til íslands um þessar
mundir.
Ég fékk aldrei samviskubit yfir
því að selja öðrum dóp. Ég var á
fullu í þessu sjálfur, fársjúkur og
fannst þetta sjálfsagður lífsstíll. En
þó reyndi ég aldrei að troða dópinu
inn á þá sem ekki vildu.“
Ekkert nema sprautur og
blóð
„Fíkniefnaheimurinn getur verið
mjög harður en ég gerði hvað ég gat
til að sneiða hjá öllu veseni. Ég fór
aldrei inn í dýpsta geirann í fíkni-
efnaheiminum, þar sem liðið
sprautaði sig. Ég sá ákveðinn pytt
fyrir framan mig sem var þessi
ógeðslegi sprautuheimur. Það eina
sem kemst að i þeim heimi er að út-
vega sér næstu sprautu.
Menn eru haldnir það miklu of-
sóknarbrjálæði að margir eru ávallt
vopnaðir til að verjast hugsanlegum
óvinum. Þannig að mikið er af
vopnum í hinum harða sukkgeira
og þessi heimur er alltaf að verða
harðari og harðari. Margir af þeim
sem sukkuðu með mér, og eru enn
að sukka, eru orðnir vel geggjaðir í
dag. Það er hryllilegt að horfa upp á
hversu sjúkir þeir eru orðnir.
Venjulegt fólk sér sjaldan þessa
einstaklinga því þeir liggja í hálf-
gerðum dvala á daginn og koma
ekki út nema á nætumar. Það er
undantekning ef þetta fólk fer á
skemmtistaði. Það hangir frekar í
hinum fjölmörgu grenjum sem finn-
ast um alla Reykjavík. Ég hef
nokkrum sinnum komið inn í svona
greni. Ekki er hægt að ímynda sér
hversu ógeðsleg þau geta verið.
Ekkert nema sprautur og blóð, allir
að „junka sig“ og mjög harður
mórall í gangi. Ég varð skíthræddur
um að verða eins og þetta fólk og
aldrei að vita nema ég hefði endað
þarna ef ég hefði haldið sukkinu
áfram. Því að sá sem notar dóp í
langan tíma og missir sig út í neysl-
una, hann endar alltaf með nál í
handleggnum. Ég hefði gert það fyrr
eða síðar, það er alveg öruggt.
Flestir sprautufíklamir eru löngu
búnir að gefa upp alla von um að
komast út úr þessu. Þeir eru búnir
að missa alla lífslöngun og sjá bók-
staflega ekkert ljós fram undan í líf-
inu. Ég þekki nokkra sem hafa
bjargað sér út úr þessu ömurlega
lífi og þeir eru að mínu mati ekkert
annað en gangandi, lifandi krafta-
verk.“
Guðbjartur Finnbjörnsson
Fjórði og síðasti kepp-
andi í spurningakeppni
DV sem kemst í vitr-
ingahópinn, Sigurður
Magnússon, fræðslu-
fulltrúi íþróttasambands
íslands, var verðlaunað-
ur í vikunni fyrir afrekið.
Á myndinni má sjá
Jónas Haraldsson
fréttastjóra afhenda
honum bókina Híbýli
vindanna eftir Böðvar
Guðmundsson. Bókin
er gefin út af Máli og
menningu og var til-
nefnd til Islensku bók-
menntaverðlaunanna.
DV-mynd GVA
ffsm-2
. i..................................................i
LISTIIi
- á Bylgjunni laugardaga kl. 16-19
-i'slenskt, já takkl
að nú er vor í íslensku þjóðlífi og sóknarfærin hafa aldrei
verið fieiri. Brýnt er að halda áfram þeirri vakningu sem orðið hefur meðal
þjóðarinnar á liðnum árum og halda við umræðunni um mikilvægi þess að
efla það sem íslenskt er.
Að þessu sinni standa íslenskirdagaryfir
frá 19. febrúar til I. mars. Yfirskrift þeirra
er Hrein náttúra - íslensk framtíð en með
því er vísað til mikiivægis þess að ísland
skapi sérsérstöðu meðal þjóðanna. Sú
sérstaða felst ekki hvað síst í því að
afurðir okkar eru hreinar og ómengaðar
-beint úrnáttúrunni. Dagskrárgerðarfólk
Stöðvar 2 og Bylgjunnar ieggur sitt af
mörkum á
jMMflHHH^H íslenskum
: rflnÉlH dögum.
M argrét
Þorgeir Ástvaldsson í Morgunþcetti
Að hætti
Sigga Hall