Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 Qtlönd Ríkir verða ríkari Ríkir Svisslendingar veröa sífellt ríkari, ef marka má nýja könnun. Ríkidæmi hinna 100 ríkustu jókst um rúmlega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna, eöa um 30 milljarða króna hjá hverjum og einum. Búist er við 20 þúsund manns til smábæjarins Climax I Georg- íu um helgina til að taka þátt í ; svínainnyflaáti. Santer pirrar Jacques Santer, forseti fram- kvæmda- stjórnar Evr- ópusam- bandsins, hef- ur reitt danska stjórnmála- menn til reiði með ummæl- um sínum þar sem hann varaði Dani við því að hafna Amserdamsátt- mála ESB í þjóðaratkvæða- greiðslu á næsta ári. Ælupoki verðlaunaður Svæfingalæknir í Stokkhólmi fékk nýsköpunarverðlaun borg- arinnar fyrir ælupoka sem hægt er að loka eftir notkun. 33 dæmdir til dauða Tyrkneskur dómstóli dæmdi 33 múslíma til dauða í gær fyr- ir þátttöku í uppþotum bók- stafstrúarmanna árið 1993 þar sem 37 týndu lífi. El Nino veldur usla Illviðri sem Kyrrahafs- straumnum E1 Nino er kennt um hafa valdið miklum usla í Afríku austanverðri, bæði flóð- um og þurrkum og skemmt uppskeru. Til í slaginn Tony Blair, forsætisráöherra Bretlands, lét að því liggja í gær að hann væri reiðubú- inn að láta breskar frið- argæslusveit- ir dvelja áiram í Bosn- íu til að klára verkið sem þær hefðu hafið. Blair var í heimsókn í Bosníu í gær. Átök í Kinshasa Sex manns týndu lífi í átök- um andstæðra fylkinga innan hers Kongó í höfuðborginni Kinshasa í gær. Sprengjur í Kólumbíu Tvær bílasprengjur ollu miklum skemmdum í kól- umbisku borgunum Cartagena og Medellin snemma í gær- morgun. Fjórir særðust. Minna atvinnuleysi Heldur dró úr atvinnuleysi í Frakklandi í október, annan mánuðinn í röö. Sumir hag- fræðingar telja að hagvöxtur sé loks orðinn það mikill að kom- ið verði í veg fyrir frekari fjölg- un atvinnulausra. Sjö anda sjálfir Sjöburarnir sem fæddust í Iowa í Bandaríkjunum á dögun- um eru nú allir lausir úr öndun- arvél. Sá síðasti losnaöi í gær. Reiknað er með að þeir verði á sjúkrahúsi fram í janúar. Sagði af sér Inder Kumar Gujral, forsæt- isráðherra Indlands, sagði af sér í gær í kjölfar þess að Kon- gressílokkur- inn hætti stuðningi við samsteypu- stjóm hans. Stjómin hafði þá verið viö völd í sautján mánuði. Reuter mmmmmxsmmmmmmmammmmmm Viktoría Svíaprinsessa er sárþjáö af lystarstoli: Borðar ekkert vegna álagsins DV, Ósló: Viktoría Svíaprinsessa þykir ekki svipur hjá sjón. Hún hefur horast mjög aö undanförnu vegna sjúkdómsins lystarstols. Slmamynd Reuter Fréttin kom ekki á óvart en samt er því lýst sem miklu áfalli fyrir sænsku þjóöina að Viktoría erfða- , prinsessa er sjúk og hefur barist við lystarstol allt frá því í vor. Nýjar myndir sýna að hún er upptálguð og verður að fara í meðferð til að vinna bug á sjúkleika sínum. i Undanfarna daga hafa verið upþi efasemdir um að Viktoría gengi heil til skógar. í gær kom svo staðfest- ingin. Talsmaður hirðarinnar í Stokkhólmi sagði að prinsessan ætti erfitt með að nærast en ekki var greint hvað að henni gengi. Síðan hafa sérfræðingar staðfest að um lystarstol - anorexíu - er að ræða. „Með réttri meðferð ætti Viktoría aö geta náð sér af veikindunum. Það er nú orðin góð reynsla fyrir að lækna lystarstol þótt það geti tekiö tima,“ er haft eftir Runi Börresen Gresko, einum helsta sérfræðingi Norðurlanda i lystarstoli. Sjúkleiki Viktoríu er rakinn til álagsins sem hún hefur orðið fyrir í ár. Frá þvi í vor hefur athygli fjöl- miðla beinst mjög að vaxtarlagi hennar en slíkt getur kallað fram sjúklega höfnun á mat. Erfiðleikarn- ir byrjuðu með sólarferð til Frakk- lands og síðan hefur hún verið þar við nám í frönsku og nær ekkert borðað. Þá er og mikið álag á Viktoríu vegna þess að hún er að hefja form- legan undirbúning sinn sem Svía- drottning. Stjómmálafræði er helsta námsgreinin, auk frönskunnar, og verðandi þjóðhöfðingi verður að sýna styrk sinn í námi. Viktoría er yfirburðanámsmanneskja og fékk hæstu einkunn í nær öhum grein- um á stúdentsprófi í vor. Nú verður hún að standa sig við háskólanám þar sem öll þjóðin fylgist með. Það veldur miklum áhyggjum í Svíþjóð að Viktoría þjáist af sama sjúkdómi og Díana heitin Breta- prinsessa barðist við i mörg ár. Það er auðvelt að bera þær tvær saman: báðar óvenjuglæsilegar og hundelt- ar af fjölmiðlum. Krafan um fuUkomnun til líkama og sálar er oft eina sýnilega orsökin fyrir aö ungar konur fá lystarstol. Sjúkdómurinn er andlegur og getur leitt til hungurdauða ef ekkert er að gert. -GK Fjöldamorðingja leitað: Móðursýki ríkir í París Móðursýki hefur gripið um sig í París í kjölfar tilkynningar lögregl- unnar um að hún leiti nú logandi ljósi að raömorðingja sem grunaöur er um að hafa myrt þrjár konur á heimilum þeirra með því að skera þær á háls. Þó ekki fyrr en hann er búinn að nauðga þeim. Miklar vangaveltur eru í fjölmiðl- um um að morðinginn hafi fleiri mannslíf á samviskunni. Þær, og nákvæmar lýsingar á glæpunum, hafa haft mikil áhrif á Frakka sem eru vanari því að lesa um raðmorð- ingja vestur í Ameríku. Konur í austurhluta Parísar, þar sem morðin hafa verið framin, sýna aukna varkámi þegar þær fara til síns heim á kvöldin. Þær taka leigu- bíla og líta stöðugt um öxl sér til að ganga úr skugga um aö enginn sé aö elta þær. Heimildarmenn innan lögregl- unnar segja að tuttugu manna lög- reglulið leiti nú morðingjans. Lög- regluþjónum hefur verið fjölgað í hverfinu þar sem morðin voru framin. Allir lögregluþjónar höfuð- borgarinnar ganga með teikningu af grunuðum morðingja og myndin hefur einnig verið birt í blöðunum. „Vinkonur mínar og ég forðumst aö fara einar heim á kvöldin og við erum alltaf með táragashylki á okk- ur,“ segir Dephine, 21 árs námsmey sem neitar að gera frekari grein fyr- ir sér af ótta viö morðingjann. Antonella býr skammt frá einu fórnarlambanna. Hún fer ekki leng- ur út seint á kvöldin. „Um daginn var ég þrjá klukkutíma að sofna. Þegar ég heyri fótatak í stiganum hamast hjartað í brjósti mér. Stund- um ímynda ég mér hann að opna glugga," segir hún. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis 7822,63 Á S Ö N London Frankfurt m Tokyo m 2000 48S1,2 Á S 0 N DAX-40 . Nlkkel 16045,55 Á S 0 N Hong Kong 20000 H“eS*ne 15000 1 10000 10580,11 Á S 0 N 1615 $A Á S 0 N I Bensín 98 okt.i 300 200' 100 0 192,50 w í S 0 N Hráolía B I Lífvörður Winnie á launa- skrá löggunnar George Fivaz, lögreglustjóri í Suður-Afríku, sagði í yfirheyrsl- um hjá sannleiksnefnd landsins í gær að yfir- maður líf- varða Winnie Mandela hefði verið á laúna- skrá ap- artheidlög- reglunnar eft- ir árið 1988 þegar 14 ára gamall drengur í haldi á heimili hennar var myrtur. Lögreglustjórinn sagöi að líf- vörðurinn, Jerry Richardson, hefði fengið sem svarar 150 þús- und krónum árið 1995 fyrir upp- lýsingar sem hann veitti næstu sjö ár á undan. Richardson var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi 1990 fyrir að myrða piltinn. Búist er við að hann segi í vitnaleiðslum í næstu viku aö Winnie hafi skip- að honum að drepa piltinn. Konur nú ham- ingjusamari en mæður þeirra Liðlega helmingur evrópskra og bandarískra kvenna telur sig vera hamingjusamari en mæður þeirra voru á sama aldri. Þetta eru niðurstöður könnunar með- al sex þúsund kvenna sem Lou- is Harris rannsóknarstofnunin gerði. Fimmtíu og eitt prósent kvennanna telur sig hamingju- samari, 27 jafn hamingjusamar en fjórtán prósent telja sig óhamingjusamari. Meirihluti kvennanna var einnig á því að getnaðarvarnir og ný heimilistæki hefðu aukið lífsgæði þeirra, svo og aukin menntun og atvinnutækfræri. Sigur í rnáli hinnar norsku Sophiu Hansen DV, Ósló: ------------------gg '-r .. „I fyrstu ætlaði ég'ekki að trúa mínum eigin eyrum. Svo náði ég áttum og bæði hló og grét,“ segir Mette Solliahgen Hauge, norsk móöir sem undan- fama mánuði hefur átt í hat- rammri forræðisdeilu við tyrk- neskan barnsfóður sinn. Mette sagði sögu sína í DV fyrir skömmu. Forræðismál hennar er í aðalatriðum eins og mál Sophiu Hansen gegn Halim Al. Mette segist reikna með að málinu verði áfrýjað til hæsta- réttar og þvi sé sigur ekki í höfn. Fyrrum eiginmaður Mette rændi dóttur þeirra þegar hún heimsótti hann í ágúst á síðasta ári. -GK Frændur okkar vilja ekki úti- loka neinn Stjórnvöld í Danmörku og Svíþjóð lögðu til í gær að öllum tíu fyrrum kommúnistaríkjum sem hafa sótt um aðild að ESB verði boðið til þátt- töku þegar viðræður um stækkun fara af stað í mars á næsta ári. „Þessi tillaga er lögð fram til að tryggja að öll löndin fái sanngjarna meðferð," sagði Lena Hjelm-Wallen, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, í við- tali við sænsku fréttastofuna TT í gær. Ekki er einhugur innan ESB um hvort bjóða eigi öllum um- sækjendum til viðræðnanna. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.