Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Síða 11
DV LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 11 Speki vikunnar er að skólinn henti ekki strákum eða að strák- arnir passi ekki í skólana. Því gangi stelpum vel í skóla en strák- um illa. Að baki þessari niður- stöðu liggja viðamiklar rannsókn- ir og mörg mannár í vinnu, eins og sagt er í skýrslum. Óbreyttir strákar - breyttar stelpur Það á hins vegar ekki að breyta strákunum heldur skólunum. Þá á guttunum að líða betur meðan á skólavistinni stendur og lærdóm- urinn að verða auðveldari. Ekki skal staðar numið þar. Þótt ekki sé talin ástæða til að breyta strák- unum á að breyta stelpunum. Þær eiga að hætta að vera stilltar, prúðar og duglegar að læra. Með því að tileinka sér uppivöðslu- semi og kjaftbrúk strákanna nást markmið sérfræðinganna. Stelp- urnar velta af sér bælingu og oki skólans. Þær öðlast frelsið með því að verða eins og strákarnir sem nenna ekki að læra. Stelpurnar geta auðvitað lært fleira af strákunum, slagsmál og slugs. Þá má heldur ekki gleyma því að strákarnir fara svo seint að sofa á kvöldin að þeir mæta úrill- ir og fúlir í skólann. Þeir hreyta því ónotum í kennara og þá sem á veginum verða. Strákunum verð- ur ekki breytt, bara stelpunum prúðu. Þetta leiðir svo til þess, eftir ákveðinn tíma, að menn vakna upp við það að skólinn hentar ekki stelpunum eða að stelpurnar passa ekki í skólana. Þá geta sér- fræðingarnir lagt fram nýjar til- lögur um að breyta strákunum og skólanum. Veila í kenningunni Þessi speki kom ekki fram fyrr en um miðja vikuna en hefur tröllriðið fjölmiðlum síðan. Ég hafði því ekki heyrt af því að til stæði að breyta annaðhvort skól- anum eða stelpunum þegar við hjónin fórum á bekkjarskemmtun 8 ára bekkjar dóttur okkar í viku- byrjun. Skemmtunin byrjaði á því að stúlkumar í bekknum stilltu sér upp prúðar og fallegar og sungu fyrir kennarann, foreldrana og aðra gesti. Þær gerðu þetta vel og af mikilli innlifun. í einfeldni minni hélt ég að þetta stafaði af hlýju hjartalagi bekkjarsystranna f. hefur það verið svo lengi sem elstu menn muna og verður vænt- anlega áfram hvað sem líður skýrslum, rannsóknum og tillögum fræðinga. Hver einstaklingur er sinnar náttúru og undantekn- ingar eru á öllu. Al- mennt er heldur meiri fyrirgangur í strákum en stelpum. Ég man til dæmis vart eftir þvi að stelpur sem voru með mér í bamaskóla væru færðar til skólastjórans til áminningar. Þá reynslu hlutu aftur á móti marg- ir bekkjar- og skólabræður mín- ir. Þótt ég sé dagfarsprúður og þægilegur í umgengni, að eigin mati, komst ég heldur ekki hjá þessari reynslu. Mér tókst nánast að rifa ermi af úlpu bekkjarsystur minnar í barnaskólanum. Þetta var án efa vatteruð og vönduð úlpa, gott ef ekki úr næloni. Það vai- mikið tískuefni. Tilefni þessa gjörnings man ég ekki lengur. Þar kemur aðeins tvennt til. Kannski hefur þessi góða bekkjarsystir farið í taugamar á mér og ég því til hins sígilda ráðs. Hann fór með sveininn unga á fund skóla- stjórans. Refsingar við óknyttum og prakkarastrikum vom á ýmsum stigum, frá skömmum til skammarkróks. Það að fara til skólastjórans var næstal- varlegasta refsingin. Það gekk næst þvi að vera rek- inn úr skóla. Meðferð mín á nælonerminni taldist því alvarlegt brot að mati kennar- ans. Ólesnar skólareglur „Fáðu þér sæti, ungi maður,“ sagði skólastjórinn. Það var lítið hjartað í brotamanninum. „Hefur þú lesið skólareglurnar?" spurði skólastjórinn. Úr því sem komið var dugði ekkert annað en að leggja spilin á borðið. Sannleikur- inn er sagna bestur og því tuldr- aði ég lágt og mjóróma: „Nei.“ Ég viðurkenndi fyrir skólastjóranum að skólareglurnar væru ekki mitt áhugasvið. Þótt ég hefði fengið þær afhent- skólasystrum sínum framar. Við þetta loforð hef ég staðið. Allar konur sem ég hef umgeng- | ist síðan hafa haldið yfirhöfn- um sínum óskemmd- um. Það bar því ár- angur að senda mig til skóla- stjórans. Hann lagaði því strák að al- mennum skóla- reglum í stað þess að strákur breytti skólan- um. Báðir voru sáttir við niður- stöðuna, einkum strákurinn sem las það upp fyrir skóla- stjórann að bannað væri að neyta sælgætis í skól- anum. Vitur skólastjórinn þurfti hvorki fræðinga né skýrslur til þess að ná árangri. Hann kunni á sitt fólk, hvort sem það voru strákar eða stelp- ur. Agi en um leið sanngirni og hlýja skiluðu sínu. Meintur byltingarforingi Þessi blanda af ópaltöfl- um og skólareglum dugðu meðan ég var í barnaskólanum. Hún kom þó ekki í veg fyrir að ég stæði augliti til auglitis við skólastjór- ann á næsta skólastigi sem þá var, gagnfræða- stiginu. Þá taldi sá skólastjóri að hann ætti í höggi við uppreisnar- foringja og setti pistil- skrifara í stofufangelsi. Sú upphefð var þó vart verðskulduð. Þetta var á síðari árum viðreisn- arstjórnarinnar. Svolít- ill angi stúdentaupp- reisnarinnar í Evrópu hafði teygt sig yflr Atl- antsála. Landsprófs- nemar vildu ekki láta sitt eftir liggja. Þeir hugðust mótmæla langri setu hins mæta manns, Gylfa Þ., í embætti menntamála- og góðri æfingu. Nú sé ég, eftir að hafa lesið fræði spekinganna, að góð frammistaða stúlknanna stafar af bælingu og of mikilli hlýðni. Þess vegna sungu þær svo blíðlega en ekki strákarnir. Það sem skaðað getur þessa kenningu er að strákarnir í bekknum voru afar prúðir og hljóðlátir meðan bekkjarsystur þeirra sungu og klöppuðu þeim lof i lófa að afrekinu loknu. Sam- kvæmt kenningunni hefðu þeir átt að slást og prumpa, sem sagt að angra bæði kennara og for- eldra. Það gerðu þeir bara alls ekki. Þeir voru á allan hátt til sóma skóla sínum og foreldrum, ekki siður en bekkjarsysturnar. Vatteruð nælonermi Það þurfti reyndar enga fræð- inga til þess að segja okkur af létt- um strákapörum í skóla. Þannig því fundið mig knúinn til þess að rífa af henni ermi. Sennilegra er þó að ég hafl lagt ást á hana og tjáð hana með þessum hætti. Tilefnið breytti þó engu. Ermin var af og stúlkunni að vonum brugðið. Ný nælonúlpa, vatteruð, var dýrmæt eign. Því setti að snótinni grát með ekkasogum. Til skólastjórans Kennéirinn komst i málið. Þar dugðu pörupiltinum engin rök. Kennarinn vissi ekki þá, sem varla var von, að undir aldamót kæmu fram þær kenningar að strákar ættu að vera svona. Það ætti frekar að breyta grenjandi stelpum i rifnum úlpum en þeim. Þá bæri skólanum að aðlagast strákum sem rifu úlpur bekkjar- systra í frimínútum. Kennarinn, ósnortinn af sál- fræðilegum spekúlasjónum, greip Laugardagspistill Jónas Haraldsson ar í tíma lægju þær ólesnar á botni skólatöskunnar. Ég sá í sviphending að ég hafði brotið af mér og rifíð úlpu vegna þess að mér hafði láðst að lesa skólareglurnar. „Lestu þetta þá upphátt, góði minn,“ sagði skóla- stjórinn og rétti mér blað með reglum barnaskólans. Ég gerði svo sem yfirvaldið bauð. Þar var hvergi minnst á nælonúlpur. Mér létti við það. Ráttlátur dómari „Má ekki bjóða þér ópal?“ sagði skólastjórinn að lestrinum loknum og rétti mér rauðan pakka. „Jú, takk,“ sagði ég heldur styrkari röddu og tók eina töflu. „Fáðu þér tvær, drengur minn, sagði skólastjórinn. Yfirheyrsl- unni var lokið og dómur felldur. Sakamaður hlýtur tvær ópaltöflur og lofar að rífa ekki úlpur utan af ráðherra og skólastefnu ríkis- stjórnarinnar. Halda átti i kröfu- göngu að ráðuneytinu. Skólastjórinn taldi undirritað- an forsprakka þessarar tegundar stúdentauppreisnar og lokaði mig inni. Þessi aðgerð skólastjórans breytti þó engu. Kröfugangan var farin hvað sem leið stofufangelsi hins meinta byltingarmanns. Gamall vandi og nýr Munurinn á þessari betrunar- vist og hinni fyrri var þó sá að ég fékk hvorki vott né þurrt í prís- undinni, ekki einu sinni ópaltöfl- ur. Það er því ekki ný uppgötvun að það sé vandi að vera strákur í skóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.