Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Page 46
54 LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 Jj"V SÍMABÚÐ í*Jk HEIMILISTÆKJA 6$w ' — Ef það er eitthvað í sambandi við GSM síma talaðu þá við okkur Við höfum úrvalið! • Stærð 110x54x20mm, 99 g. •Stór grafískur skjár, 7 línur. •Rafhlaöa í blðstöðu <80 klst. •Rafhlaða I tali <85 mín. •Talval (Voice Dial). •Klukka. •Talskilaboð. •Símaskrál OOnúmer(ákorti). • Símanúmerabirting 10 nr. • Smáskilaboð (SMS). •Fáanlegar rafblöður:<525 klst. raftílaða.Vibrararafblaða o.fl. •Möguleiki á tengingu fyrir fax/modem 38,4 kbps. •Alþjóðleg alábyrgð í 1 ár. •Islenskur leiðarvisir. Staðgreitt: 69.900,- Sveinn Erlingsson, Ijósmyndafyrirsæta DV, á sigurstund á Hótel íslandi í fyrrakvöld. DV-mynd PÖK Sveinn Erlingsson, Ijósmyndafyrirsæta DV: Skemmtilegt en erfitt „Þetta er búið að vera skemmti- legur tími en mjög erfiður. Ég vona að þessi titill komi sér vel í framtíð- inni,“ sagði Sveinn Erlingsson, tví- tugur Selfyssingur, í samtali við helgarblaðið á Hótel íslandi í fyrra- kvöld, nokkrum augnablikum eftir að hann hafði verið kjörinn ljós- myndafyrirsæta DV í keppninni um herra ísland 1997. Að mati ljós- myndara og dómnefndar þótti hann „myndarlegastur" af keppendunum átján. Langaði að prófa Aðspurður hvernig það hefði komið til að hann færi í svona feg- urðarsamkeppni sagði Sveinn að honum hefði á sínum tíma verið „ýtt“ út í að taka þátt í keppninni um herra Suðurland. Þar hefði hann bæði sigrað og verið kjörinn besta ljósmyndafyrirsætan og því sjálfkrafa komist í Herra ísland. „Ég hafði aldrei spáð í það sem gutti að verða fyrirsæta þegar ég yrði stór. Á gelgjuskeiðinu þótti það ekki heldur fýsilegur kostur. Þetta hefur bara þróast svona. Ég var for- vitinn og langaði að prófa. Núna fmnst mér þetta mjög gaman,“ sagði Sveinn. Smjörþefurinn fundinn Hann hefur um skamma hríð ver- ið á mála hjá Eskimo Models og hef- ur því fengið smjörþefmn af fyrir- sætustörfunum. Hann langar til að reyna fyrir sér enn frekar á þvi sviði, jafnvel að komast út fyrir landsteinana. Á ferðalagi um Spán sl. sumar leit hann inn á fyrirsætu- skrifstofur í Barcelona og fékk góð viðbrögð. En fyrst er að setja upp hvíta kollinn. Sveinn er á náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og stefnir á að setja húfuna upp næsta vor. Með náminu hefur hann unnið sem þjónn á Hótel Sel- fossi. Hann sagðist vera óákveðinn um frekara nám. Eitt væri þó víst, það yrði ekki á sviði raunvísinda, helst kannski arkitektúr, en þetta myndi hann ákveða einhvern tím- ann seinna. Enn ólofaður „Núna þarf ég bara að fara að læra á fullu undir þau sex jólapróf sem ég tek. Þau byrja núna strax eftir helgina, sagði þessi viðkunnan- legi piltur um leið og honum var „sleppt“ út í fagnaðarlæti fjölskyldu og vina. Foreldrar Sveins eru Erlingur Ingvason og Valgerður Vilbergsdótt- ir. Sveinn er elstur þriggja bama þeirra en einnig eiga þau tvær dæt- ur. Litlu systurnar fylgdust að sjálf- sögðu spenntar með stóra bróður og létu sig ekki muna um að koma á Hótel ísland og horfa á hann keppa. Síðast en ekki síst upplýsum við um Sunnlendinginn sæta: Hann er ólofaður! -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.