Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Qupperneq 63

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1997, Qupperneq 63
UV LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1997 afmæli „■ Hl hamingju með afmælið 30. nóvember 85 ára Felix Þorsteinsson, Lindarbraut 11, Seltjamarnesi. Hann er að heiman. 75 ára Svanhildur Snæbjarnardóttir, Hrafnistu í Reykjavík. Skarphéðinn Veturliðason, Bólstaðarhlíð 40, Reykjavík. 70 ára Torfi Björnsson, Hjallavegi 6, ísafirði. Guðmundur Ármannsson, Aðalstræti 2, Akureyri. Ólöf Fríða Gísladóttir, Hrosshaga I, Selfossi. Inga Jóhanna Halldórsdóttir, Smáragötu 7, Vestmannaeyjum. 60 ára Þórður Sigfússon, Hverfisgötu 91, Reykjavík. Halldór Guðbrandsson, Mánagötu 4, ísafirði. Gylfi Jónasson, Hellatúni 2, Hellu. Hulda Ingibjörg Samúelsdóttir, Búhamri 4, Vestmannaeyjum. 50 ára Þór Jens Gunnarsson, Esjugrund 23, Mosfellsbæ. Anna María Snorradóttir, Smáratúni 16 B, Akureyri. Svandís Sigurðardóttir, Úthlíð, Skaftárhreppi. 40 ára Fjóla Bender, Álakvísl 51, Reykjavík. Kristin Þorbjörg Jónsdóttir, Baughúsum 12, Reykjavík. Andrea Ingibjörg Gísladóttir, Fagrahjalla 84, Kópavogi. Kjartan Ólafsson, Hliðarhjalla 68, Kópavogi. Sigurbjartur Guðmundsson, Sunnuflöt 43, Garðabæ. Sveinn Oddur Gunnarsson, Vallarbraut 13, Akranesi. Björn Benediktsson, Sundabakka 1 Stykkishólmi. Kristín Rut Helgadóttir, Ásklifi 5, Stykkishólmi. Jónína Ólöf Emilsdóttir, Hafraholti 22, ísafirði. Anna María Helgadóttir, Hrísateig 3, Reykjahreppi. Smáauglýsingar 550 5000 r Magnús Jón Arnason Magnús Jón Arnason, aðstoðar- skólastjóri við Víðistaðaskóla og bæjarfulltrúi, Hraunbrún 8, Hafnar- firði, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Magnús fæddist á Akureyri og ólst þar upp en flutti til Hafnarfjarð- ar 1962. Hann lauk gagníræðaprófi við Flensborgarskólann 1964 og kennaraprófi frá KÍ 1971. Magnús stundaði verslunar- og verkamannastörf 1964-67, var við fornfræðagröft sumrin 1972-74, kenndi við Barnaskóla Akureyrar 1971-73 og hefur verið kennari við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði frá 1973. Hann var bæjarstjóri Hafnar- fjarðar 1994-95. Magnús sat í stjórn Hjálparsveit- ar skáta í Hafnarfirði, var sveitar- foringi Hraunbúa, sat í stjórn Kenn- arafélags Reykjaness og formaður þess 1981-82, situr í fulltrúaráði KÍ frá 1983, í samninganefnd KÍ frá 1985, situr í miðstjóm Alþýðubanda- lagsins frá 1986, er bæjarfulltrúi í Hafnarfiröi frá 1986, var formaður bæjarráðs 1986-90, sat í æskulýðs- ráði Hafnaifjarðar 1978-82, í stjórn BÚH 1982-85, í hafnarstjórn 1982-86, í stjóm Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 1986-93 og i fulltrúaráði Sambands íslenskra sveit- arfélaga 1986-90 og frá 1994. Magnús samdi m.a. kennslubækurnar Orða- spil I og II, útg. 1985, og Orðhákur I og II, útg. 1986, var ritstjóri skátablaða og skólablaða og sat í rit- stjóm blaðanna Vegamót og Verkfallspósturinn. Fjölskylda Eiginkona Magnúsar er Jóhanna Axelsdóttir, f. 2.12. 1943, jarðfræð- ingur og kennari, en fyrri maður hennar var Ólafur R. Einarsson sagnfræðingur sem lést 1983. Hún er dóttir Axels Jónssonar, alþm. í Reykjaneskjördæmi sem nú er lát- inn, og k.h., Guðrúnar Gísladóttur, húsmóður 1 Kópavogi. Dóttir Magnúsar og Birnu S. Björnsdóttur lögfræðings er Mar- grét, f. 13.11.1984, nemi í Reykjavík. Böm Jóhönnu eru Gísli Rafn Ólafsson, f. 20.3.1969, tölvufræðing- ur í Svíþjóð; Þorvarður Tjörvi Ólafs- son, f. 2.5. 1977, háskólanemi. Alsystkini Magnúsar: Rebekka, f. 13.8. 1946, leikskólastjóri í Hafnarfirði; Kolbeinn, f. 1.11. 1948, húsasmiður í Hafnarfirði; Ragnar, f. 20.12. 1952, verkamaður í Hafnarfirði. Hálfsystkini Magnúsar, samfeðra: Frans Ámason, f. 9.5.1944, hitaveitustjóri á Akureyri; Birgir Ámason, f. 8.11.1959, hestatamninga- maður á Akureyri; Helga Árnadóttir, f. 29.3. 1964, húsmóðir á Akureyri. Foreldrar Magnúsar: Ámi Magn- ússon, f. 20.3.1918, d. 6.3.1983, plötu- og eldsmiður á Akureyri, og k.h., Inga Halldóra Jónsdóttir, f. 5.12. 1920, húsmóðir í Hafnarfirði. Ætt Árni var sonur Magnúsar Jóns, járnsmiðs á Akureyri, bróður Bene- dikts guðfræðings, fóður Áma Elf- ar, tónlistar- og myndlistarmanns. Magnús var sonur Árna, b. í Litla- dal, hálfbróður Stefáns, alþm. í Fagraskógi, fóður Davíðs skálds og Stefáns alþm. Árni var sonur Stef- áns, prests á Hálsi í Fnjóskadal, Árnasonar og Guðrúnar Rannveig- ar Randversdóttur. Móðir Magnús- ar Jóns var Ólöf Baldvinsdóttir, b. á Siglunesi, Magnússonar. Móðir Árna var Helga, systir Hólmfríðar á Hvassafelli, ömmu Odds Carls Thorarensen, apótekara á Akureyri. Helga var dóttir Áma, b. í Skuggabjörgum, Guðnasonar, og Kristbjargar Benediktsdóttur. Inga Halldóra er dóttir Jóns, vél- stjóra í Hafnarfirði, bróður Guð- jónsínu, móður Andrésar Guðjóns- sonar, fyrrv. skólastjóra Vélskólans. Jón var sonur Andrésar, þurrabúð- armanns í Garðahverfi, og Helgu, systur Jóns, langafa Ólafs Ragnars^- Grímssonar. Helga var dóttir Gríms, b. á Nesjavöllum, Þorleifs- sonar, ættfoður Nesjavallaættarinn- ar, Guðmundssonar. Móðir Ingu Halldóru var Rebekka, systir Þorgeirs, banka- stjóra á Eskifirði. Rebekka var dótt- ir Ingvars, skipstjóra I Hafnarfirði, Guðmundssonar, b. í Hlíð í Garða- hverfi, Eyjólfssonar. Móðir Ingvars var Ingunn Magnúsdóttir. Móðir Rebekku var Halldóra Þorgilsdóttir, b. í Miðengi, Halldórssonar. Magnús Jón og Jóhanna taka á móti gestum í Félagsheimili Hauka við Flatahraun á afmælisdaginn, 30.11., milli kl. 17.00 og 19.00. Magnús Jón Árnason. Guðrún Hannesdóttir Guðrún Hannesdóttir, forstöðu- maður Starfsþjálfunar fatlaðra, til heimilis að Silungakvísl 10, Reykja- vík, er fimmtug í dag. Starfsferill Guðrún fæddist í Reykjavík og ólst upp í foreldrahúsum, fyrst á Laufásveginum og síðan á Melun- um. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1967, var við nám í krabbameins- greiningu í Osló og hjá Krabba- meinsfélagi íslands 1968-69, stund- aði nám í forspjallsvísindum og fé- lagsfræði við HÍ 1969-70 og í félags- fræði 1972-74 og í félagsfræði við Massachusetts-háskóla í Boston 1970-72 og lauk þaðan BA-prófi í fé- lagsfræði. Þá sótti hún námskeið í starfs- og námsráðgjöf við HÍ 1983-84. Guðrún starfaði hjá Raunvísinda- stofnun HÍ 1967-68, hjá Krabba- meinsfélagi íslands 1968-70, hjá Unglingaheimili ríkisins 1973-78, var forstöðumaður skóladagheimil- isins Langholts í Reykjavík 1978-79, var kennari við MH 1979-87 og jafn- framt námsráðgjafi þar frá 1980 en hefur verið forstöðumaður Starfs- þjálfunar fatlaðra frá 1987. Guðrún var formaður Kennarafé- lags MH 1980-81 og formaður Félags íslenskra námsráðgjafa 1983-84. Hún hefur starfað í íslandsdeild Amnesty International og sat í stjórn deildarinnar um skeið. Fjölskylda Guðrún giftist 9.8. 1968 Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, f. 28.12. 1943, raf- magnsverkfræðingi og lektor við HÍ. Hann er sonur Kjartans Magn- ússonar, fyrrv. kaupmanns í Reykjavík, og k.h., Guðrúnar H. Vilhjálmsdóttur húsmóður. Sonur Guðrúnar og Vilhjálms er Hannes Högni, f. 3.9. 1972, sem stundar nú doktorsnám við MIT í Boston í Bandaríkjunum. Systkini Guðrúnar eru: Hjörtur, f. 17.2.1944, deildarstjóri á Keflavík- urflugvelli; Una, f. 5.3.1954, húsmóð- ir og flugfreyja. Foreldrar Guðrúnar eru Hannes Þorsteinsson, f. 7.12.1918, fyrrv. aðalféhirö- ir Landsbanka íslands, og k.h., Anna Hjartardóttir, f. 31.10.1917, húsfreyja. Ætt Föðursystkini Guðrún- ar: Bryndís, húsmóðir í Reykjavík; Geir, fyrrv. for- stjóri Ræsis; Þorsteinn, viðskiptafræðingur í Reykjavík; Narfi, nú látinn, tækni- fræðingur. Hannes er sonur Þorsteins hag- stofustjóra, bróður Hannesar þjóð- skjalavarðar. Þorsteinn var sonur Þorsteins, b. á Brú í Grímsnesi, Narfasonar. Móðir Þorsteins hag- stofustjóra var Sigrún, systir Stein- unnar, móður Tómasar Guðmunds- sonar skálds. Sigrún var dóttir Þor- steins, hreppstjóra á Drumbodds- stöðum, Tómassonar. Móðir Hannesar aðalféhirðis var Guðrún Zoega, systir Áslaugar, móður Geirs Hallgrímsson- ar forsætisráöherra, Björns forstjóra og Ingileif- ar stjórnarformamns. Guð- rún var dóttir Geirs Zoéga, rektors MR, og Bryndísar Sigurðardóttur. Bræður Önnu: Hans, sem er látinn, faðir Gunn- ars, fyrrv. forstjóra IBM; Helgi, ráðimautur i Reykjavík; Hjörtur, nú lát- inn, fyrrv. framkvæmda- stjóri J. Þorláksson og Norðmann. Anna er dóttir Hjartar, stórkaup- manns í Reykjavík, Hanssonar Adolph, í Reykjavík, Guðmundsson- ar, trésmiðs í Reykjavík, Gunn- laugssonar. Móðir Hjartar var Helga Hjartardóttir, b. i Gufunesi, Hannessonar. Móðir Önnu var Una Brandsdótt- ir, systir Ingveldar, móður Brands Brynjólfssonar hrl. Guðrún og Vilhjálmur taka á móti ættingjum og vinum að heim- ili sínu í kvöld. Guörún Hannesdóttir. ÆWÆMMWWMWWÆÆW Áskrifendur fá aukaafslátt af Smaauglysingar smáauglýsingum DV ES9 5505000 t Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sveinn Sigurðsson, Fagrahjullu, 4 Vopnafirði, sem lést mánudaginn 24. nóvember, verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju mánudaginn 1. desember, klukkan 14.00. Steindóra Sigurðardóttir Steinunn Gunnarsdóttir Guðný Sveinsdóttir Sigurður Sveinsson Steindór Sveinsson Ingólfur Sveinsson Erla Sveinsdóttir Sveinn Sveinsson Harpa Sveinsdóttir Helgi Jörgensson Hjálmar Björgólfsson Karin Bach Emma Ttyggvadóttir Kristbjörg Hilmarsdóttir Gunnlaugur Einarsson Sigmundur Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Trésmiðir athugið! Sunnudaginn 30. nóvember verður í andyri Laugardalshaliar einhver stærsta ef ekki stærsta sýning á trésmíðavélum sem haldin hefur verið á íslandi þar sem eru allt frá sambyggðum 220 volta vélum upp í fullvaxnar þykkpússivélar. Sýningin er opin frá kl. 13-18 og er aðgangur ókeypis. ” Skútuvogi 12A, s. 581 2530 S.Þ. smiðjan A.S. Ludvig M. Larsen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.