Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 Fréttir________________________________________________________________pv Rannsókn á hrossatollum hér á landi: Mjög viðamikið mál - segir forstöðumaöur tollgæsludeildar ríkistollstjóra „Við erum að vinna að þessu máli í samstarfi við önnur embætti hér innanlands, sem málið er skylt,“ sagði Hermann Guðmundsson, for- stöðumaður tollgæsludeildar ríkis- tollstjóra, við DV, aðspurður um gang rannsóknar vegna gruns um tollsvik á íslenskum hrossum sem seld hafa verið til Þýskalands. Fulltrúi frá þýska tollinum var staddur hér á landi fyrir nokkru og afhenti íslenskum rannsóknaraðil- um gögn varðandi málið. Hér á landi er málið unniö af embætti rík- istollstjóra, embætti rikislögreglu- stjóra og embætti skattrannsóknar- stjóra. Sakarrannsókn hér á landi er undir forræði ríkislögreglustjóra. Þýski tollurinn hefur sagt að ætla megi að rangt verð hafi verið gefið upp á stórum hluta hesta, sem seld- ir hafi verið til Þýskalands, til að komast hjá tollagreiöslum. Kveðast talsmenn hans munu áætla verð á þau íslensku hross sem grunur leiki á að hafi verið seld á þennan hátt til Þýskalands og ganga síðan að þeim sem bera ábyrgð á tollafgreiðslu hestanna í Þýskalandi. Við verð- lagninguna muni þau leggja til grundvallar ættartölur hrossanna o.fl. Þýski tollurinn hefur m.a. unn- ið að því að afla sér slíkra gagna hér á landi undanfama daga. „Heimsókn fulltrúa þýska tollsins er ekki byrjun á neinu hér heirna," sagði Hermann, „því athugun á þessum málum hefur staðið yfir í talsverðan tíma. Þýski tollurinn er búinn að vinna að þessu máli í nokkur ár. Rannsóknin hér snýr að íslendingum hér heima sem hafa selt hross til útlanda. Það er ekki hægt að neita því að hér er um mjög viðamikið mál að ræða.“ Hermann kvaðst ekki vilja tjá sig um rannsóknina í einstökum atrið- um. -JSS Tónlistarverðlaun aldarinnar veitt í Háskólabíói 29. desember: Aldamótaveisla tónlistarmanna - ágóðinn til krabbameinssjúkra og langveikra barna Aldamótaveisla íslenskra tónlist- armanna verður haldin í Háskóla- bíói miðvikudaginn 29. desember. Þar munu margir af helstu tónlist- armönnum landsins troða upp og skemmta gestum og tónlistarverð- laun aldarinnar verða síðan veitt tónlistarmönnum sem þykja hafa skarað fram úr á þessu árþúsundi. Atkvæðagreiðsla á tónlistarmönn- um og verkum aldarinnar fer fram á Vísi.is. Atkvæðagreiðslunni er skipt upp í átta flokka sem eru: Rokkari aldarinnar, tónlistarmaður aldarinnar, plata aldarinnar, lag aldarinnar, söngkona aldarinnar, söngvari aldarinnar, rokkhljóm- sveit aldarinnar og ballhljómsveit aldarinnar. Að þessari aldamótaveislu standa Vifilfell, DV, íslenska útvarpsfélag- iö, Vísir.is, Háskólabíó og Hard Rock Café. Stjórnandi tónleikanna verður Einar Bárðarson. Þetta er annað árið í röð sem efnt er til þessara tónleika en allur ágóði rennur til Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna og Umhyggju, fé- lags til stuðnings langveikum börn- um. Hönnuöur verðlaunagripa sem afhentir verða í Háskólabíói er Ragnhildur Stefánsdóttir. Forsala aðgöngumiða hefst 27. desember. Miðaverð er 1999 krón- ur í forsölu en 2000 krónur ef keypt er við innganginn. Skorað Auöur B. Guömundsdóttir, markaösstjóri Frjálsrar fjölmiölunar, Einar Báröarson, framkvæmdastjóri Hard Rock, Pálmi Guömundsson, verkefnastjóri íslenska útvarpsfélagsins, og Einar Logi frá Háskólabíói kynna aldamótaveisl- una. Fremst á myndinni sést verölaunagripur Ragnhildar Stefánsdóttur. DV-mynd E.ÓI. er á fólk að taka þátt í atkvæða- arinnar á Vísi.is. og að tryggja sér amir upp á einum sólarhring. greiöslu um tónlistarverðlaun ald- miða i tíma en í fyrra seldust mið- -hlh Sælt er að gefa Jólaóðir fslendingar æða nú um stræti og torg í leit að jólagjöfum handa fjölskyldu og vinum eða í matarinn- kaupum. Ekkert skal til sparað. í bullandi góðæri getur enginn verið þekktur fyrir að skera við nögl í jólainnkaupum. Og komi sú stund í stríð- inu að mönnum fínnist þeir ganga heldur vask- lega fram í innkaupun- um og eru svo ábyrgir meðan posavélin dritar út strimlinum að hugsa til skuldadaga í byrjun febrúar geta þeir alltaf huggað sig við þau gömlu góðu sannindi að sælla er að gefa én þiggja. En það er held- ur ekki alslæmt að þiggja svo bæði þiggjendur og gefendur hugsa sér gott til glóðarinnar. Og væntingamar eru sums staðar miklar. Enda bullandi góðæri. Og þar sem sælt er að gefa hlýtur að vera sælla að gefa meira og enn sælla að gefa enn meira. Sókn í sælu gefandans gerir að verkum að sífellt sælla verður að þiggja. Og svo sælt get- ur það orðið að stundin við jólatréð, þetta kort- er sem tekur að rifa utan af öllum gjöfunum, segja takk og njóttu vel til skiptis, líður eins og örskot. Skyndilega er allt búiö. Hlaupin, stress- ið, sólundið og eyðslan springur eins og risa- flugeldur í faömi fjölskyldunnar og deyr jafnóð- um út. Eftir spennu síðustu daga ríkir sérkenni- legt tóm i hugum margra þar sem þeir virða fyr- ir sér tættan jólapappírinn. Spumingin um hvort öll lætin hafi verið þess virði leitar á hug- ann. En þá er það of seint. Nei, enga armæðu. Við teygjum okkur eftir konfektmola og rifjum enn og aftur upp gömlu sannindin um að sælla sé að gefa en þiggja. Vera kann að þeir sem sækja kirkju og heyra jólaguðspjallið gefl boðskap jólanna meiri gaum - í það minnsta um stund. En risaflugeldurinn springur líka í stofu sannkristinna og þar læð- ast sömu efasemdirnar um hugann eftir að allt hefur fyllst af pappírsmsli. Og svona líða jólin hver á fætur öðrum. í öllum látunum vill oftar en ekki gleymast að gjafir einskorðast ekki einungis við veraldlega hluti. Við teljum okkur reyndar trú um að jólin séu sá timi þegar fólk er gott hvað við annað, að þá ráði manngæskan for. En sú trú ristir stund- um grunnt, er oftar en ekki eins og friöþæging eða sefjun. Reyndin sú er að fjöldi fólks, ekki síst það sem komið er til ára sinna og saknar samvista við önnum kafna góðærisþrælana, get- ur ekki hugsað sér betri gjöf en einmitt samvist- ir við þessa þræla. Að hittast og spjalla og láta sér líða vel saman. En annríkið, hlaupin og stressið lokar augum margra fyrir þessum gæð- um lífsins sem ekki verða metin í krónum og aurum en eru samt svo óendanlega dýrmæt. Og það í bullandi góðæri. Það getur sannarlega ver- ið sælla að gefa en þiggja. Dagfari sandkorn Rauð jól Bókaútgáfan Bjartur er ekki stór aö vöxtum en vex sífellt ás- megin í útgáfumálum. Meðal bóka sem mikla athygli hafa vak- ið eru Harry Pott- er og óskasteinn- inn eftir Jó- hönnu Rowling og Hvildardagar eftir Braga Ólafsson. Harry Potter hefur slegið sölumet víða um heim og þess vegna var sett í gang veðmál þar sem bókmenntavitringar og fleiri, bæði innan útgáfunnar og utan, lögðu rauðvínsflöksu undir. Lærðustu menn spáðu sölu upp á 9 til 11 þúsund eintök. Auglýs- ingateiknari Bjarts, sem ekki er jafn forframaður í bókmennta- fræðum og flestir sem hann um- gengst í vinnunni, var hins veg- ar mjög ákveðinn og spáði því að 12.499 eintök mundu seljast. Nú stefnir salan hins vegar í 13 þús- und eintök og ljóst að auglýs- ingateiknarinn fer rjóður og sæll í jólafrrið... Áhlaup Fjarskiptaheimurinn nötraði af geðshræringu eftir að opnuð voru tilboð á fjarskiptatenging- um hjá Ríkiskaupum. Verið var að bjóða út fjar- skiptatengingu um ljósleiðara á milli Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Tvö fyrirtæki buðu í verkið: Lands- síminn og Lína.Net, dótt- urfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Skemmst er frá því að segja að Lína.Net átti lægra tilboðið (13.170.000 á móti 13.332.000 Landssímans). Þykir mörgum sem Landssíminn hafi heldur hlaupiö á sig í þessu fyrsta al- vöru útboði á fjarskiptatenging- Hvaða Þjótur? Elínbjörg Magnúsdóttir, einn af þremur bæjarfulltrúum Sjálfstæöisflokksins á Akranesi, gagnrýndi harðlega á síðasta fundi bæjarstjóm- ar Akraness hvernig fundar- gerðir íþrótta- nefndar Akranes- kaupstaðar væru settar fram. Það væri hámark að fólk gæti skilið hvaö verið væri að færa til bók- ar í fundargerðum nefndarinnar. Elínbjörg sagði að þar mætti lesa styrkbeiðni frá Þjóti. Það gæti hins vegar verið hvaða Þjótur sem er, eyja út undan, hafnsögu- báturinn eða íþróttafélagið Þjót- ur. Krafðist hún þess aö fram kæmi frá hverjum þessara þriggja „aðUa“ beiðnin hefði komið... Heimild skert Fréttir af skert um úttektarheim- ildum á nektar- búllum hafa vak- ið áhuga hag- yrðinga lands- ins enda yfir- leitt fljótir tU þegar umræð- an tengist ver- öld neðan mittis. Ég get ekki gandinn minn hert því gengió á rétt minn er bert og örlögin ei mild, og úttektarheimild er vandfengin víöast og skert. Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.