Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1999, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 Éeiðivon Veiðisögur úr ýmsum áttum Það hefur vakið feiknalega athygli, „útlendingastússið" í Grimsá í Borg- arfirði en þar á að fjölmenna með þá í júní til veiða. Byrjunin í Grímsá hef- ur oft verið góð en síðan dettur veiðin niður og menn eru að fá einn og einn lax. Dagurinn með leiðsögumanni er að verða næstum 80 þúsund. Útlendingatíminn hefur yfirleitt ekki byrjað fyrr en í júlíbyrjun og jafnvel seinna en hann er alltaf að færast framar og framar,- þó svo lax- inn komi ekkert fyrr í laxveiðiámar en hann gerði í fyrra og hittiðfyrra. Og þeir sem veiddu fyrst 1 Grímsá eru auðvitað ekkert hressir með þetta mál, enda smnir haldið tryggð við ána lengi. Við heyrðum um daginn að ef veið- in yrði slöpp í júní væri hægt að láta þessa útlendinga mála veiðihúsið. Eða eins og þeir gerðu á Norðurlandi fyr- ir fáum árum, þegar útlendingamir veiddu ekki neitt. Það var bara farið með 'þá í næsta silungsvatn og þá mokveiddi liðið hvern fiskinn á fætur öðmrn. Mokveiddi af bleikju í veiðiánni Stangaveiðifélagið Lax- á vex með hverju árinu og núna bjóða þeir upp á veiðileyfi í fjölda veiðiáa, eins og Miðíjarðará, Langadalsá í ísafjarðar- djúpi, Brynjudalsá í Hval- firði, Hafralónsá í Þistil- firði, Straumunum í Borg- arfirði og Bjarnarfjarðará á Ströndum, auk veiði í sjóbirting og silung víða um land. Og Lax-á býður upp á fleira, eins og veiðiferðir til útlanda. Vekja veiði- ferðir til Grænlands mikla athygli. Veiðimenn hafa verið að fjölmenna til Grænlands hin seinni ár, bæði til að veiða bleikju og skjóta hrein- dýr. Við fréttum af einum sem fór þarna í fyrra í bleikju og mokveiddi, hann fann litla veiðiá þar sem helling- ur var af fiski og tók bleikjan grimmt hjá honum. Mest veiddi hann á flug- una og voru stærstu bleikjurnar kringum 4 pund. Verð fyrir svona veiðiferðir til Grænlands er frá 72.000. Veiðimaðurinn kominn út Veiðimaðurinn, málgagn stanga- veiðimanna, er nýkominn út og kenn- ir þar ýmissa grasa, eins og viðtal við „kónginn" Bubba Morthens, en hann veiddi 31 dag síðasta sumar í Laxá í Kjós og veiddi vel. Rafn Hafnfjörð skrifar um Kristján heitinn Gíslason en veiðimenn eiga honum mikið að þakka fyrir að hafa hnýtt allar þessar fengsælu flugur. Og rætt er við Jón Inga Ágústsson og Þór Nílsen og lýst fimmta svæðinu í Grenlæk. Sport- veiðiblaðið er ekki væntanlegt fyrr en í janúar höfum við fregnað. (Jóla)veiðisaga Sumir veiðimenn eru ekkert að segja veiðisögur allt árið og vilja bara hafa þær fyrir sig. Við fréttum af ein- um sem opnaði allar gáttir fyrir skömmu og hóf að segja veiðisögur í góðra vina hópi. Sagðist hann hafa lent i því síðasta sumar að setja í lax og missa hann. Þetta var stór fiskur og var hann lengi með fiskinn. Lík- lega hefur þetta verið um 20 punda lax. Seinna um sumarið kom hann aft- ur i ána og renndi þar sem fiskurinn var og aftur beit hann hann á, sá stóri, en slapp aftur. Var veiðimaður- inn orðinn verulega fúll en hann átti dag um haustið og renndi þá í sama hylinn og aftur tók sá stóri, stóð bar- áttan yfir í nokkum tíma en loksins hafði veiðimaðurinn betur. Sporðtók hann laxinn, sem var orðinn verulega leginn og svo hrygna í þokkabót. Ákvað hann að sleppa henni fyrst hún hefði haft betur allt sumarið og eftir nokkrar vikur kæmi hún ánni til góða. En þegar hann sleppti fiskinum brá fyrir glampa í augunum á honum um leið og honum var sleppt aftur út í hylinn. Ég hélt nú að best vaeri að nota bara eina stöng í einu. Fallegir 14k hringar á frábæru verSi, bæði úr hvítagulli og gulu gulli. Hringdu og fáðu okkar fallega skartgripabækling sendan til þín. Laugavegi 49, sími 561 7740. 108 Reykjavík Opið mánudag 20.des. 10-22 þriðjudag 21.des. 10-22 miðvikud. 22.des. 10-22 fimmtud. 23.des. 10-23 föstudag 24.des. 9-13 1 Sunnuhlíð sími:462 4111 RúUragapeysa Peysa m/ísaumi Buxiir 3.499- 3.890- 2.640- Faxafeni 8 sími: 533 1 555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.