Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2001, Qupperneq 23
23 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2001_______________ DV ________________________________________________________________________________Helgarblað Linkind eða harka? Umræðufundur um stöðu leiklistargagnrýni á íslandi í dag: Breiðu spjótin enn í tísku - eru gagnrýnendur og leikhúsfólk náttúrlegir fjandvinir? Á miðvikudag var haldinn fundur um stöðu leiklistargagnrýni á ís- landi í dag. Þar var varpað fram spurningunum: Fyrir hvern og til hvers er leiklistargagnrýni? Hverju getur hún komið til leiðar? Hvert er hlutverk leiklistargagnrýni, skyldur hennar og staða? Frummælendur voru Gunnar Smári Egilsson blaða- maður, Halldóra Friðjónsdóttir, leiklistargagnrýnandi DV, Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Leikfélags Reykjavíkur, og Soffía Auður Birgisdóttir, leiklistargagn- rýnandi Morgunblaðsins. í erindum sínum leituðust þau við að svara fyrrgreindum spurningum. Eftir framsöguerindi komu fáar fyrir- spurnir úr sal en þeim mun fLeiri erindi, stutt og löng, um gagnrýni og fleira, tengt, laustengt og ótengt auglýstu umræðuefni kvöldsins. Óbeisluð orka Deila má um hvert einkenni góðra funda sé. Hafi fundurinn í Borgarleikhúsinu átt að gegna hlut- verki samningafundar gekk hann afskaplega illa. í raun skildi mjög á með andstæðum fylkingum gagn- rýnenda og leikhúsfólks. Hafi fund- urinn verið maður þá væri sá mað- ur með klofinn hrygg. Fundurinn var hins vegar góður að því leyti að hann var hlaðinn orku, andstæðum sjónarmiðum og á stundum ósættanlegum. Hefði fund- urinn verið leikrit hefði hann til- fmnanlega skort leikstjórn þvf ork- an flæddi óhindruð og stundum stefnulaust um salinn. Orðræða hagsmunaaðila Flestir, ef ekki allir, sem komnir voru saman til fundarins bera i brjósti sínu nokkra ást til leikhúss- ins. Einungis einn játaði fyrir fund- armönnum að hann hefði aldrei ver- ið neinn sérstakur leikhúsvinur. Það var blaðamaðurinn Gunnar Smári Egilsson. Gagnrýnendurnir tveir, Halldóra og Soffia Auður, voru sammála um að leiklistargagnrýni í dagblöðum væri skrifuð fyrir almenning. Gunnar Smári tók undir með sjón- armiðum þeirra. Hann sagði að sér- fræðileg sjónarmið hefðu verið að fá yflrhöndina í umfíöllun um ein- staka þætti þjóðlífsins. í því sam- bandi nefndi hann meðal annars sjávarútveg þar sem hljóðnemanum er stungið upp í mismunandi hags- munaaðila sem tala hver í sína átt- ina um þau mál sem í deiglunni eru. Gunnar Smári sagði hagsmunaaðila vilja ráða yfir orðræðunni og það vildi leikhúsið einnig. Það bæri að forðast. Gunnar Smári sagði alla skilja leikhúsið, allir hefðu til þess tæki og tól sem þyrfti. Spurnmgin væri meira um smekk en tækni. Gunnar Smári vitnaði í orð Hall- dórs Laxness um að menn ættu að standa sig almennilega. Þá skipti engu máli hvað þeir hefðust að. „Við skrifum víst“ Svar gagnrýnendanna við spurn- ingunni fyrir hverja gagnrýnin væri kom mörgum viðstöddum á óvart. Leiklistargagnrýni er með vinsælasta efni blaðanna og vilja margir halda því fram, og með nokkrum rökum, að gagnrýni blað- anna eigi sér álíka marga eða fleiri aðdáendur en leikhúsið sjálft. Hjálmar Hjálmarsson steig um mitt kvöld á fætur og spurði hvort ekki ætti að hætta að skrifa gagn- rýni, hún væri ekki tU neins og nýttist engum. Hann vUdi enn frem- ur að leikhúsgagnrýni fengi nafnið leikdómar því það væri það sem málið snerist um; leikrit fengi dóma. Aftur á móti taldi hann að margir dómar leikhúsgagnrýnenda væru óljósir, ekki síður en dómar DV-MYNDIR HARI Átakafundur Leikhúsgagnrýnendur og leikhúsfólk sýndu þaö á fundinum aö þeim gengur illa aö vera sammála. Fimm á palli Pallborösumræöur aö framsöguerindum loknum fóru minnst fram á pallboröinu. Fyrirspurnir voru fáar en erindi fleiri. sína list í friði. Venjulegt fólk segist oft ekki skUja myndlist og það sem meira er þá er myndlistarumfjöUun orðin svo sérfræðileg að enginn þor- ir lengur að hafa skoðun á myndlist. Sérfræðitungumál myndlistarinnar hefur sannarlega hafíð myndlistina á stall - en sá staUur er staðsettur utan heims venjulegs fólks. Leikhúsið er hins vegar enn í samfélaginu og verður vonandi um ókomna tíð. I stormasömu hjóna- bandi gagnrýnenda og leikhúsfólks er þó ljóst að hin breiðu spjót tíðkast enn. -sm Hæstaréttar. Nefndi hann þar sér- staklega hugtakið ,jafn leikur" sem hann gaf ekki mikið fyrir. Silja Aðalsteinsdóttir, menning- arritstjóri DV, svaraði Hjálmari og sagði að kannski ættu gagnrýnend- ur og leikhúsfólk ekki að hittast. „Við erum náttúrlegir Uandmenn," sagði Silja. „En við ráðum þessu. Fólki þykir gaman að lesa leikhús- gagnrýni og við skrifum víst! Enga andskotans umræðu!“ Páll Baldvin Baldvinsson, formaður LR, sagði að þessi orð væru dapurt vitni þess hvernig komið væri fyrir Silju Aðal- steinsdóttur. Byggingarlega séð náði fundur- inn hámarki í stuttu svari Silju Að- alsteinsdóttur. Eftir það fór fólk að róast eftir ótal frammíköll og geðs- hræringu sem einkenndi þennan átakanlega átakafund. Innan eöa utan heims Niðurstaða fundarins er ekki full- komlega ljós. Þó má leiða að því get- um að á fundinum hafi gagnrýnend- ur gert leikhúsfólki ljóst að þeir skrifuðu fyrir hinn almenna les- anda en ekki fyrir leikhúsfólkið sjálft. Leikhúsfólkið vildi meiri fag- lega umfjöllun og hún átti ekki að vera bundin við gagnrýni. Leikhúsið er blessunarlega vin- sælt í samfélaginu og virðist al- menningur hafa áhuga á þvi sem þar er að gerast, ólíkt því sem má segja um myndlist. Eftir miklar byltingar og stefnuyfirlýsingar í myndlistarheiminum, reglulega á allri síðustu öld, þá hefur almenn- ingur tekið ákvörðun, og að því er margir telja, meðvitaða ákvörðun, um að leyfa myndlistarfólki að iðka Myndir Qf öllum oKkar bílum q tutjuuu bilQlond.is Aluöru útsalQ á Alvöru bílum Hyundai Acceni g8 iOíO.GúO 770.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.