Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
Fréttir
DV
Milljarðafyrirtæki í erfiðleikum:
Staða Netverks í tvísýnu
- stjórnarformaður segir eðlilegt að skoða stöðuna um áramót
Holberg Másson, stofnandi Netverks,
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum DV stendur tölvufyrirtækið
Netverk nú i harðri baráttu fyrir til-
veru sinni. Róttæk uppstokkun inn-
an fyrirtækisins mun standa fyrir
dyrum og hefur blaðið heimildir
fyrir að starfsfólki verði fækkað.
Hermann Eyjólfsson, starfandi
stjórnarformaður fyrirtækisins,
sagði í samtali við DV í gær að
staða fyrirtækisins væri nú í skoð-
un eins og eðlilegt er um áramót.
Kvaðst hann ekki eiga von á nein-
um uppsögnum innan fyrirtækisins
hér heima og engar ákvarðanir hafi
heldur verið teknar um aðrar upp-
sagnir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir tókst ekki að ná sambandi við
trúnaðarmann fyrirtækisins í gær.
Þegar best lét hjá Netverki störf-
uðu þar um 75 manns en á undan-
förnum misserum hefur þeim fækk-
að niður í um 30 manns, þar af eru
um 10 erlendis.
í nóvember 1999 var ítarlegt við-
tal í DV við Holberg Másson, stofn-
anda Netverks, sem þá hafði látið
öðrum eftir stjórnartaumana en
gegndi sjálfur stöðu stjórnarfor-
manns. Virtist fyrirtækið þá enn á
talsverðum skrið eftir
að hafa fengið 500
milljóna króna nýtt
hlutafé í upphafi árs-
ins og var metið á um
tvo milljarða króna. í
kjölfarið keyptu Net-
verksmenn breska
tölvufyrirtækið Red-
Box sem hafði fjárfest
í rannsóknum og þró-
un hugbúnaðar til að
auðvelda gagnaflutn-
ing og samskipti í
GSM-umhverfi.
„Það kostar um það
bil skuttogaraverð að
koma fyrirtæki eins
og þessu upp. Það hef-
ur hingað til ekki þótt
neitt tiltökumál á ís-
landi að kaupa sér
skuttogara,“ sagði
Holberg þá i samtali
við DV.
Þegar blaðið hafði
samband við Holberg í gær hafði
hann ekki frétt af meintum upp-
sögnum starfsfólks. Aðspurður
hvort hann væri alveg kominn út úr
í viötali við DV 1999.
fyrirtækinu sagði hann: „Ég fór út
úr rekstrinum á meðan ég skoða
framhaldið. Það er ýmislegt í gangi
og það er verið að vinna í hvemig
best verður haldið á rekstrinum á
næsta ári. Það hefur tekið lengri
tíma að byggja þetta upp en menn
áætluðu. Viðskiptavinir hafa verið
að þrýsta á fyrirtæki í þessum
bransa að sameinast."
Netverk var stofnað árið 1993 í
kringum verkefni sem fólst í því að
leysa ákveðin vandamál sem tengj-
ast gagnaflutningi um gervihnatta-
kerfið Inmarsat. Netverk þróaði
búnað sem auðveldar öll samskipti
milli skipa og við land undir nafn-
inu Marstar. Náði hann fljótt veru-
legum vinsældum og gengu stórir
erlendir aðilar til liðs við Netverk
og ails komu 500 milljónir í nýju
hlutafé inn í félagið í gegnum einn
virtasti fjárfestingarbanka Evrópu.
Áður hafði Þróunarfélagið lagt fram
nokkurt hlutafé en eftir aukning-
una var Holberg eftir sem áður
stærsti einstaki hluthafinn. Auk
Þróunarfélagsins og Nýsköpunar-
sjóðs var hópur erlendra íjárfesta
þá með stærstan hlut en hluthafar
voru þá 400 talsins. Var Netverk þá
gert að bresku fyrirtæki að forminu
til og er skráð í Bretlandi að kröfu
erlendra fjárfesta. -HKr./PÁÁ
Víkingalottó:
Vinningshaf-
inn fundinn
- búist viö meti í dag
Vinningshafinn heppni sem
vann fyrsta vinninginn í Víkinga-
lottóinu síðastliðinn miðvikudag er
búinn að gefa sig fram við íslenska
getspá og hefur vinningsmiðinn
verið staðfestur af sölukerfi fyrir-
tækisins. í fréttatilkynningu frá ís-
lenskri getspá kemur fram að um
sé að ræða eldri hjón á höfuðborg-
arsvæðinu en þau höfðu keypt mið-
ann góða í Happahúsinu þegar þau
voru að versla jólagjafirnar í
Kringlunni. Hjónin, sem óska nafn-
leyndar, eru sammála um að vinn-
ingurinn komi sér vel þar sem þau
hafa bæði nýlokið störfum og hann
því góð viðbót við ellilífeyrinn.
Vinningsupphæð hjónanna er
44.627.123 krónur.
í dag er síðan búist við mikilli
sprengingu í lottósölu á landinu
þar sem allt stefnir í að fyrsti vinn-
ingurinn í laugardagsútdrættinum
verði um eða yfir 35 milljónir
króna. -MA
BMW-Williams bíll í Perlunni um helgina dv^ynd ng
/ gærkvöld var þessum glæsilega BMW-Williams formúlubíl rúllaO inn í Perluna en haldin veröur sýning á honum þar
fyrir almenning um helgina. Þaö er Sverrir Þóroddsson sem er hér viö stýriö en hann stendur fyrir innflutningi bílsins.
Áður hefur Sverrir sýnt hér McLaren-bíl í fyrra og áriö 1999 kom hingaö Ferrari-bíll á sþortbílasýninguna. En nú er
sem sagt komiö að BMW-Williams enda er búist viö miklu af því liöi á komandi keppnistímabili.
Jonas Kristjansson
lætur af störfum
Jónas Kristjánsson lætur
af störfum sem ritstjóri DV
nú um áramótin.
Jónas hefur verið í
blaðamennsku í 40 ár eða
frá árinu 1961. Hann var
blaðamaður og fréttastjóri
á Tímanum 1961-1964,
fréttastjóri Vísis 1964-1966.
Jónas tók við ritstjórn Vís-
is árið 1966 og sat í þeim
stóli til 1975. Þá stofnaði
hann ásamt Sveini R. Eyj
ólfssyni og fleirum Dagblaðið og
Blaöiö í dag
var ritstjóri þess til 1981
þegar Vísir og Dagblaðið
sameinuðust undir merkj-
um DV. Jónas hefur frá
þeim tíma verið ritstjóri
DV.
Jónasi Kristjánssyni eru
færðar hinar bestu þakkir
fyrir heilladrjúgt og far-
sælt starf fyrir DV. Sam-
starfsfólk hans þakkar
samfylgdina á umliðnum
árum og óskar honum vel-
Jónas
Kristjánsson.
farnaðar i framtíðinni.
Óhamingja eða
fullkomnun
Aramótaheit
Ósk um
kærleiksríkt
- ý 0 samfélag
21 p Árnl Sigfússon
Árið í myndum
Ljósmyndaannáll
2001
Klippt á sjónvarpsþátt með sr. Baldri Vilhelmssyni:
Bið áhorfendur afsökunar
- segir framkvæmdastjóri Sjónvarpsins
„Ég er miður mín vegna
þessa atviks og bið áhorfend-
ur og þá sem hlut eiga að
máli í þessum þætti afsökun-
ar,“ segir Bjarni Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Sjón-
varpsins. Klippt var á út-
sendingu þáttarins Mér líkar
ekki malbikið í fyrrakvöld
þar sem rætt var við sr.
Baldur Vilhelmsson, prest í
Vatnsfirði. Þá voru liðnar
um 29 útsendingarmínútur af 32.
Við tók þáttur sem var forspil út-
sendingar frá kjöri íþróttamanns
Bjarni
Guðmundsson.
ársins. Skýringin á þessu er
að tölva sem i reynd stjórn-
ar útsendingu hafði verið
mötuð þeim upplýsingum að
þátturinn væri styttri en
reyndin var og því fór sem
fór. „Þetta voru mannleg
mistök sem ég harma,“ segir
Bjarni Guðmundsson.
Vegna þessara mistaka
var hjá Sjónvarpinu ákveðið
í gær að þátturinn um klerk-
inn i Vatnsfirði yrði endursýndur í
fullri lengd sunnudagskvöldið 20.
janúar kl. 20.35. -sbs
Missti eistað í
átökum við
lögreglu
íslensk sakamál
Króna í
kröppum dansi
Fréttaannáll
Mótmælir hækkunum
BSRB hefur sent
frá sér ályktun þar
sem hækkun komu-
gjalda í heilbrigðis-
þjónustu og auk-
inni hlutdeild sjúk-
linga í lyfiakostn-
aði er harðlega
mótmælt. Segir að
almenningur verði að taka æ meiri
þátt í kostnaði í heilbrigðisþjón-
ustu - en þróun í hina áttina væri
betri.
Sameining á Suðurlandi
Kosið verður um sameiningu
Gnúpverjahrepps og Skeiða í Ár-
nessýslu 19. janúar nk. Þessi sveit-
arfélög hafa lengi átt með sér marg-
víslegt samstarf. íbúar voru sam-
tals 506 þann 1. desember sl., 237 á
Skeiðum en 269 í Gnúpverjahreppi.
:
Olís til Strætó
Undirritaður var þriggja ára
samningur í gær milli Strætó bs. og
Olís um olíusölu til fyrirtækisins á
næstu árum. Þetta mun lækka
rekstrarkostnað Strætó um tugi
milljóna á næstu árum. Tilboð Olís
var 87,1 milljón kr. sem var 28%
lægra en hæsta tilboðið.
Færri fá aðstoð
Hjálparstarf kirkjunnar af-
greiddi 836 umsóknir um matarað-
stoð fyrir jólin. Afgreiddar voru 873
umsóknir í desember í fyrra. Nú
sem fyrr voru öryrkjar fiölmenn-
astir í hópi skjólstæðinga Hjálpar-
starfs kirkjunnar en einnig var
hart i ári hjá einstæðum mæðrum,
öryrkjum og atvinnulausum.
Baugur í góðum málum
Velta Baugs hf.
jókst um 28% í des-
ember og samtals
er velta félagsins á
árinu 4,1 milljarð-
ur kr. í frétt frá
fyrirtækinu segir
að aukningu þessa
megi skýra með
fiölgun verslana - og söluaukningu
búð úr búð. Smáralind og Kringlan
koma vel út úr jólaversluninni.
Skák hjá Skeljungi
Árlegt nýársmót Skeljungs og
Taflfélags Reykjavíkur verður á
morgun, sunnudag. Mótið verður
haldið á efstu hæð höfuðstöðva
Skeljungs við Suðurlandsbraut. Þar
munu flestir sterkustu skákmenn
landsins leiða saman hesta sína; 8
stórmeistarar og tveir alþjóðlegir
meistarar.
Fimm árekstrar
Fimm árekstrar
urðu í innanbæjar-
umferðinni í Kefia-
vík i gær, allir
minni háttar og
slys urðu ekki á
fólki. „Bílstjórar
ráku horn í horn,"
sagði varðstjóri í
Keflavíkurlögreglunni. Hálka var á
Suðurnesjum í gær sem og vinda-
samt.
Tveir og hálfur
Hlutabréfaviðskipti í gær, á síð-
asta viðskiptadegi ársins, námu
tveimur og hálfum milljarði kr. en
átta milljörðum kr. á sama degi í
fyrra. Framkvæmdastjóri Verð-
bréfaþings segir þetta eins og við
mátti búast en þó sé bjartara yfir
hlutabréfamarkaði nú en verið
hafi.
Haldiö til haga
Nafn leiðarahöfundar í blaðinu í
gærdag féll niður. Leiðarann, sem
nefndist Flokkurinn kvaddur,
skrifaði Sigmundur Ernir Rúnars-
son- -sbs