Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 15 DV Helgarblað Guölaugur Bergmundsson blaðamaður Erlingur Kristensson blaðamaður almenningur hefur haft minni áhyggj- ur af mannfalli óbreyttra borgara en í mörgum fyrri átökum sem bandarisk- ir hermenn hafa tekið þátt í. Skýring- arinnar er sjálfsagt að leita i því mikla manntjóni sem varð í árásum hryðjuverkamannanna á sjálf Banda- ríkin. Bush forseti og stjórn hans lögðu mikla áherslu á að ná sem breiðastri samstöðu meðal þjóða heims um hem- aðaraðgerðimar í Afganistan. Nokkrir helstu ráðherrar Bush hafa verið á ferð og flugi um Evrópu og Asíu til að stappa stálinu í bandamenn sína og gestkvæmt hefur verið i Hvíta húsinu. Osama bin Laden hafði gert sér von- ir um að hrekja Bandaríkjamenn frá löndum múslíma. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu því nú eru bandarískir hermenn komnir til landa múslíma þar sem þeir voru ekki áður, svo sem til Pakistans, Úsbekistans, Tadsjikistans og Kírgistans. Þá eru bandarískar og breskar hersveitir áfram á Persaflóasvæðinu. Vilja herja víöar Loftárásir Bandaríkjanna á Afganistan fóru fyrir brjóstið á leið- togum Sádi-Arabíu og annarra arabaríkja þar sem almenningur fór víða ekkert í felur með stuðning sinn við Osama bin Laden. Ýmsir vestrænir fréttaskýrendur spurðu sig og aðra hvers vegna vestrænir hermenn hefðu verið sendir til að standa vörð um samfé- lög sem höfðu getið af sér bin Laden og marga þeirra sem grunaðir eru um að hafa framið hryöjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. Þeirri spurn- ingu var líka velt upp hvort þörf væri á að verja olíu- lindirnar við Persaflóann þegar öllu væri á botninn hvolft. Aðrir hvöttu hins vegar til að Bush færi víðar með strið sitt gegn al- þjóðlegri hryðju- verkastarfsemi og léti refsivöndinn dynja á löndum eins og írak og Sómalíu. Sjálfur hefur Bush gefið til kynna að stjórn Saddams Husseins í írak megi nú fara að vara sig. Hryðjuverkaárásirnar 11. septem- ber hafa haft gífurleg áhrif á efnahags- lífið um gjörvalian heiminn. Fyrirtæki hafa sagt upp tugum þúsunda starfs- manna og mörg hafa farið á hausinn. Ferðaþjónustan hefur orðið einna harðast úti. Svissneska flugfélagið Swissair og hið belgíska Sabena urðu gjaldþrota og mörg önnur standa höll- um fæti. Óvinir fallast í faðma Áhrif hryðjuverkaárásanna utan hins íslamska heims voru einnig mik- il. Ríki sem voru á upp á kant hvert við annað i vor voru þegar haustaði allt I einu orðin bandamenn í átökum sem stundum var ekki aöeins lýst sem „baráttu gegn hryðjuverkum" heldur einnig sem baráttu fyrir sjálfri sið- menningunni. Stjórnvöld í Moskvu fengu uppreisn æru fyrir viðvaranirnar sem þau höfðu látið frá sér fara um hættuna sem stafaði af Osama bin Laden í Tsjetsjeníu, þar sem íslamskir upp- reisnarmenn berjast fyrir sjálfstæði landsins og viðar. Rússar buðu Bandaríkjamönnum aðstoð við upplýsingaöflun í stríðinu gegn hryðjuverkamönnum og þeir settu sig ekki upp á móti því þótt vest- rænir hermenn væru sendir til fyrr- um Sovétlýðvelda fyrir norðan Afganistan. Ekki er þó langt síðan að slíkt hefði verið með öllu óhugsandi. Samskipti Rússlands og Bandaríkj- anna tóku að blómstra. Skuggi hafði þó verið þar á í upphafi árs vegna áhyggna Rússa af fyrirætlunum Bush og stjórnar hans um að koma sér upp eldflaugavarnarkerfi til að verjast árásum frá öðrum ríkjum, svokölluð- um þrjótarikjum sem ekki fara aö neinum alþjóðlegum sáttmálum. í þeim hópi eru lönd eins og írak og Norður-Kórea, svo einhver séu nefnd. Kúrekafæði í Texas Eldflaugavamarkerfið var og er enn viðkvæmt mál en Bush bauð Vladimír Pútín Rússlandsforseta til sín á bú- garðinn í Texas þar sem þeir snæddu saman dýrindismat að hætti nú- timakúreka. Það virtist duga til að milda Rússlandsforseta. í desemer lét Bush svo verða af þvi sem hann hafði lengi talað um að gera, það er að segja upp ABM gagnflauga- samningnum sem gerður var við Sov- étrikin árið 1972. Sá gjörningur vakti litla hrifningu víða um heim. Bush hélt því hins vegar fram að ABM- samningurinn væri ekkert annað en leifar frá kalda stríðinu og að hann stæði i veginum fyrir þróun eldflauga- varnakerfisins sem hann dreymir svo um. forseta Palestinumanna, í átökum við liðsmenn skæraliðahreyfingarinnar Hamas á götum Gaza. Og svo fór að ísraelsk stjórnvöld slitu öllum sam- skiptum við Arafat og stjóm hans. Sáttasemjari bandarískra stjórn- valda reyndi hvað hann gat til að koma vitinu fyrir deilendur en hafði ekki erindi sem erfiði. Deilt um njósnaflugvél Kínverjar og Bandaríkjamenn deildu hart fyrr á árinu i kjölfar þess að kínversk orrustuþota og bandarísk njósnaflugvél rákust saman innan kín- verskrar lofthelgi. Kínverska orrustu- þotan hrapaði í sjóinn og flugmaður hennar fórst. Bandarísku áhöfninni tókst hins vegar að lenda nokkuð laskaðri njósnaflugvélinni á eyju und- an kínverska meginlandinu. Kínverjar lögðu hald á flugvélina og hnepptu áhöfn hennar í varðhald. svara ákærunum á hendur honum og hann hefur ítrekað lýst því yfir að dóm- stóllinn sé ólöglegur. Olía í færeyskri lögsógu Þau tiðindi bárust okkur úr Færeyj- um laust eftir miðjan nóvember að bor- pallurinn Sovereign Explorer í eigu bandaríska olíufélagsins Amerade Hess hefði komiö niður á umtaisvert magn oliu og gass rúmlega fjóra kílómetra undir hafsbotninum innan færeyskrar efnahagslögsögu, rétt við miðlínuna milli Færeyja og Hjaltlands. Sérfræðingar segja að ekki sé hægt að segja nákvæmlega til um hversu mikla olíu þama er að finna. En ef eitt- hvað er að marka olíulindirnar Bret- landsmegin miðlínunnar gæti hún ver- ið mikil. Olíufélögin sem stóðu að boruninni með Sovereign Explorer munu rann- saka gögn sína á næstu átta mánuðum og skera þá úr um hvort borholan sé nýtanleg. Allir eru sammála um að fréttin af olíufundinum eigi eftir að hleypa auknu lífi í umræðurnar um sjálf- stæði Færeyja. Þing- kosningar verða á eyjunum næsta vor og verða sjálfstæðis- málin án efa helsta mál kosningabarátt- unnar. Annars hefur ekki blásið byr- lega fyrir sjálf- stæðismálum Færeyinga und- anfarin misseri. Snemma árs hékk lif landstjómar An- finns Kalls- bergs lög- manns, leið- toga Fólka- flokks- REUTER-MYND Teygjubyssa gegn þungavopnunum Palestínskur piltur beitir teygjubyssu í átökum við ísraelska hermenn í fæðingarborg frelsarans, Betlehem, á Vesturbakkanum. Ekkert lát varð á átökum Palestínumanna og ísraelskra hermanna á árinu 2001. Upp úr sauð undir árslok Ekkert lát var á uppreisn Palestínu- manna gegn hernámi ísraela sem hófst í ágústlok áriö 2000 þegar harð- linumaðurinn Ariel Sharon, þáver- andi leiðtogi stjórnarandstöðunnar og núverandi forsætisráðherra ísraels, heimsótti Musterishæðina í Jerúsalem þar sem margir helgustu dómar ís- lamstrúarmanna eru. Ef hægt væri að segja að átökin fyr- ir botni Miðjarðarhafs hefðu kraumað undir niðri í ársbyrjun 2001 er óhætt Áhöfn vélarinn var leyst úr haldi eftir nokkra daga en stjórn- völd í Washington og Peking voru þó enn að þrátta um bætur vegna málsins undir lok ársins. Sam- skipti landanna hafa þó batnað mikið. Leiðtogar landanna tveggja hittust til dæmis í október. Kínverjar áttu í höggi við eigin „hryðjuverkamenn“ þegar þeir handsömuðu íslamska aðskilnað- arsinna í Xinjiang-héraði í vestur- hluta landsins. að slá því fóstu að upp úr hafi soðið undir árslok. Eins og á hverju ári var hætta á að jafnvæginu í þessum heimshluta yrði raskað. Varla leið sá dagur á árinu að ein- hverjir féllu ekki i valinn í átökunum, bæði Palestínumenn og ísraelar. Mesta blóðbaðið varð þó fyrstu helg- ina í desember þegar tuttugu og fimm ísraelar týndu lífi i sjálfsmorðsárásum palestinskra harðlínumanna og tugir manna særðust. ísraelar gripu tfl hefndaraðgerða sem aldrei fyrr og gerðu loftárásir á byggðir Palestinumanna á Vestur- bakkanum og Gaza. Þeir gerðu meira að segja loftárásir á höfuðstöðvar palestínsku heimastjórnarinnar. Þá lentu öryggissveitir Yassers Arafats, Milosevic framseldur En það voru fieiri en Kínverjar sem nýttu sér teygjanleika þessa orðs sem hefur verið á allra vörum. Slobodan MOosevic, fyrrum forseti Júgóslaviu, greip til þess og sagðist hafa verið að berjast gegn hryðjuverkamönnum þeg- ar hann rétOætti þjóðernishreinsanir sínar og aðra glæpi í fyrrum lýðveld- um Júgóslaviu frammi fyrir striðs- glæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag. Stjómvöld i Belgrad framseldu for- setann fyrrverandi tO dómstóisins í aprílbyrjun og var hann fluttur með mikOli leynd til Hollands þar sem hann hefur verið í haldi síðan. MOosevic hef- ur hæðst að dómstólnum í hvert skipti sem hann hefur fengið tækifæri tO að ins, á bláþræði vegna deOna við Hogna Hoydal. ráðherra sjálfstæðismála. Stjómin hélt veUi en fyrirhuguð þjóð- aratkvæðagreiðsla um sjálfstæðismál- in, sem átti að vera síðastliðið vor, var blásin af. Fylgi almennings við sjálf- stæðisáformin var farið að minnka og einnig hafði Poul Nyrup Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerk- ur, sýnt Færeyingum mikla óbilgirni þegar afnám rikisstyrks Dana til Fær- eyinga í áfóngum bar á góma. Útlendingahatur sigraði Poui Nyrup varð að standa upp úr forsætisráðherrastólnum eftir kosning- amar i Danmörku undir lok nóvember. Sá sem tók við af honum var annar Rasmussen, óskyldur þó, Anders Fogh, leiðtogi hægriflokksins Venstre. Hann myndaði minnihlutastjórn með íhalds- flokknum en stjórnin nýtur stuðnings Danska þjóðarflokksins á þingi. Kosningabaráttan í Danmörku ein- kenndist mjög af umræðum um úflend- inga og stöðu þeirra í landinu. Danski þjóðarflokkurinn, undir forystu Piu Kjærsgaard, fór þar mikinn og hamað- ist gegn útlendingum, einkum þó múslímum. Annar krati tapaði Poul Nyrap var ekki eini jafnaðar- maðurinn á Norðurlöndum sem þurfti að standa upp úr forsætisráðherra- stólnum eftir kosningaósigur. Hinn var Jens Stoltenberg í Noregi. Verka- mannaflokkur hans tapaði í þingkosn- ingunum í byrjun september og um síð- ir tókst stjómarandstæðingum að mynda stjórn undir forsæti séra Kjells Magnes Bondeviks, fyrrum forsætis- ráðherra. Bréfdúfa smyglar Afbrota- maður einn sem sat inni í fangelsi í Tyrklandi fyrr á árinu gat ekki hugsað sér að vera farsímalaus í klefa sínum. Fangelsisyfirvöld voru hins vegar treg til að veita leyfi fyr- ir síma. Vinir fangans gripu þá til þess ráðs að láta bréfdúfu fljúga með hinn eftirsótta grip yfir fangels- ismúrana og inn í klefa afbrota- mannsins. Aldrei komst siminn þó á leiðar- enda því þegar dúfan átti skammt eftir missti hún símann úr klónum og hann féll til jarðar. Svo óheppi- lega vildi til að gripurinn féll viö fætur fangavarðar og upp komst um smygltilraunina. Fangavörðurinn sagðist hafa tekið eftir dúfunni þeg- ar hún tyllti sér rétt sem snöggvast á múrinn til að hvíla lúna vængina. Sigur yfir okri Baráttumenn fyrir réttindum al- næmissjúkra fögn- uðu óspart í apríl þegar voldugustu lyfiafyrirtæki heimsins létu und- an þrýstingi al- menningsálitsins og hættu við mála- ferli á hendur stjórnvöldum í Suð- ur-Afríku. Þau höfðu gert sig sek um þá ósvinnu að flytja inn ódýrar eftirlíkingar einkaleyfisverndaðra alnæmislyfia til að gefa fleiri sjúk- lingum kost á lyfiameðferð. Litið var á ákvörðun 39 lyfiafyrir- tækja um að fella niður málsóknina sem stórsigur fátækustu ríkja heims í baráttunni við alnæmisfar- aldurinn. Nelson Mandela, fyrrum forseti Suður-Afríku, var meðal þeirra sem fögnuðu ákvörðuninni. Hann var á forsetastóli þegar lög um innflutn- ing ódýrra alnæmislyfia voru sett í Suður-Afríku árið 1997. Geimtúristi Bandarískur auðkýfingur, Dennis Tito, fékk nafn sitt skráð á spjöld sögunnar þegar hann varð fyrstur manna til þess í vor að kaupa sér ferð út í geiminn. Tito fékk að fara með rússneskri geimflaug til alþjóð- legu geimstöðvarinnar þar sem hann dvaldi í átta daga. „Þetta var algjör paradís, frábær flugferð og frábær lending,“ voru fyrstu orð Titos eftir að hann lenti aftur á sléttum Kasakstans. Tito, sem greiddi tvo milljarða króna fyrir að verða fyrsti geim- túristinn, varði tima sinum í geim- stöðinni til að taka myndir, virða fyrir sér móður jörð og hlusta á óperutónlist. Þá aðstoðaði hann fé- laga sína, alvörugeimfarana, við að framreiða matinn. Tito hafði lengi dreymt um að komast út í geiminn. Hann sneri sér til Rússa eftir að bandaríska geim- ferðastofnunin NASA hafnaði beiðni hans um far með geimskutlu. Keisaralegt barn Langþráður draumur japönsku þjóðarinnar um nýtt barn í keisara- fiölskyldunni rættist loks í desem- berbyrjun þegar Masako prinsessa tók léttasóttina og eignaðist stúlku- barn sem var gefið nafnið Aiko. Prinsessan og Naruhito krónprins höfðu verið gift í átta ár þegar erf- inginn leit loks dagsins ijós. Mikil gleði braust út meðal al- mennings þegar fæðing barnsins spurðist út, enda höfðu Japanir fátt heyrt annað en ótíðindi af efnahags- málum landsins um langt skeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.