Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 51
4
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
a dv
__________51 S
Helgarblað
Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að á
Kaffi Austurstræti er ekki selt kaffl.
Flest annað er þar til sölu eða leigu.
Leiðrétting
Vegna frétta af framúrkeyrslu for-
setaembættisins á fjárlögum skal tekið
fram að Dorrit Moussaieff er ekki hluti
Sj af viðhaldi Bessastaða.
Leiðrétting
Rangt er, sem haldið hefur verið
fram, að Árni Johnsen ætli ekki að
syngja Brekkusönginn á Þjóðhátíð í
Eyjum. Hið rétta er að Árni á eftir að
stela senunni því hann ætlar að syngja
nótulaust í þetta skiptið.
Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram og
það leiðrétt að hermdarverk er ekki
það sama og hefndarverk. Hermdar-
verk er dregið af hermd sem merkir
reiði. Hefnd er hins vegar bara hefnd.
Leiðrétting
Það er rangt sem haldið hefur verið
fram að bændur og búalið eigi fótum
sínum fjör að launa á flótta undan
barrtijám sem fara eins og eldur í sinu
um suðvesturhomið.
Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að í
ræðu herra Karls Sigurbjömssonar á
kirkjuþingi þar sem hann ræddi ítar-
lega um styijaldir og átök átti biskup
ekki við ástandið innan Þjóðkirkjunn-
ar. Biskup var að tala um stríðið í
Afganistan.
Leiðrétting
Ranghermt er í fréttum að Eggert
Magnússon, formaður KSÍ, og félagar
hans hafi gist á Hotel d'Angleterre í
Kaupmannahöfn í tengslum við lands-
leik íslendinga og Dana. Þeir sváfu ekk-
ert þar. Vom andvaka yfir úrslitunum.
Leiðrétting
Ekki er rétt sem komið hefur fram í
ákveðnum flölmiðlum að Vinstri
grænir séu á móti öllu. Þeir em til að
mynda hlynntir hægri umferð.
Leiðrétting
Vegna frétta af fyrirhugaðri sölu
Perlunnar hefur láðst að geta þess að
ef af sölu verður þá er um að ræða
fyrstu einkavæðinguna á minnismerki
í höfuðborginni.
Leiðrétting
Vegna frétta þess efhis að opinberir
starfsmenn treysti sér ekki í áfengis-
meðferð á Vogi vegna launamissis er
almenningur hvattur til að sýna þeim
umburðarlyndi á vinnustað séu þeir
mjög drukknir.
Leiðrétting
Vegna fréttar hér í blaðinu í gær um
rekstrartap Hvalfjarðarganganna skal
tekið fram að ekki er fyrirhugað að
grípa til spamaðar, t.d. með því að
loka göngunum í annan endann.
Leiðrétting
Ekki er rétt sem fram hefur komið í
fréttum að Flugleiðir neiti að fljúga
með fólk í hjólastólum. Félagið krefst
þess eingöngu að hjólin á stólunum
séu tekin upp á meðan á flugi stendur.
Leiðrétting
Að gefnu tileftii skal tekið fram að
skemmtistaðurinn Nasa við Austur-
völl er ekki kenndur við geimferða-
stofnun Bandarikjanna. Nafnið er
eignarfall fleirtölu af nös.
Leiðrétting
Vegna komu jólasveinanna til
byggða og að gefhu tilefni skal fólki
bent á að geyma ekki matvæli í skóm
yfir nótt. Fótsveppir fara illa í munn-
holi og geta valdið skaða, sérstaklega
hjá ungum börnum.
i
Skrautlegt mannlífið á árinu 2001:
Magga í Kópavoginn
og nýríkir í Þingholtin
„Þegar siðasta barnið er farið til
Reykjavíkur í háskóla er húsið allt of
stórt fyrir okkur tvö,“ sagði Margrét
Frímannsdóttir, varaformaður Sam-
fylkingarinnar, á haustdögum og setti
þar með stórhýsi sitt á Stokkseyri á
söluskrá. Fasteignasala á Selfossi sá
um söluna og myndaðist brátt örtröð
við hús Margrétar því margir vildu
skoða. Fólk stikaði um á sjávarkamb-
inum fyrir ofan hús hennar og vin-
sælasti sunnudagsbíltúrinn lá austur
Eiríkur
Jónsson
bladamaöur
fyrir fjall til að skoða eignina. Var
Margréti um og ó því hún sá sem var
að fæstir vildu kaupa. Fleiri vildu
bara skoða.
Okeypis brim
í samráði við fasteignasala sinn
hleypti Margrét áhugasömum inn í
hollum og reyndi að velja úr þá sem
sannanlega sýndu áhuga á húsa-
kaupunum. Margt var að sjá þvi
hús Margrétar og eiginmanns
hennar, Jóns Gunnars Ottós-
gerðu samning þess efnis að þau gætu
flutt inn í febrúar. Kaupverð var
trúnaðarmál en Margrét hafði
látið þau orð falla áður að
hún myndi aldrei selja hús
sitt á tombóluprís lands-
byggðarinnar heldur
vildi hún höfuðborgar-
verð. Og fékk það lík-
lega. 20 milljónir voru
nefndar í flimtingum.
Kaupendurnir komu af
Kópavogsbrautinni, Krist-
ján Geir Arnþórsson, starfs
maður Reiknistofu
bankanna, og
eiginkona
hans, Bára
Kristjáns-
dóttir:
„Þetta
átti sér
langan
draganda. Við höfðum verið að leita
okkur að sumarbústað einhvers
staðar við sjóinn á Suðurlandi
en létum slag standa og
keyptum hús Margrétar,"
sögðu hjónin á Kópavogs-
brautinni þegar
Margrét og Jón
Gunnar
höfðu sam-
þykkt tilboð
þeirra og
sonar, er með þeim stærri á
Suðurlandi og flest þar
smíðað af húsbóndanum
sjálfum. Garðurinn lands-
þekktur og verk Mar-
grétar. Brimið í fjör-
unni fylgdi með
ókeypis.
Enginn
tombóluprís
Tilboðið lét
ekki á sér
standa. Hjón
úr Kópa
vogi
skelltu
sér
húsit
/jsiii.
Kaupendur á Kópavogsbraut
Kristján Geir og Bára skömmu eftir aö þau geröu tilboö í hús
Margrétar Frímannsdóttur á Stokkseyri.
Gyllti þríhyrnlngurlnn
Ungir athafnamenn planta sér niöur í glæsihús gamla Reykjavíkuraöalsins
byrjað að pakka niður. Óvíst var
hins vegar hvert skyldi halda.
Tengsl við kjósendur
Nokkrar vikur liðu og þá bár-
ust þau tíðindi að Margrét og
eiginmaður hennar hefðu
gert tilboö í hús í Kópavogi,
einbýlishús með bílskúr.
Ljóst var því að Margrét
var að flytja úr kjördæmi
og þóttust menn
sjá blikur á lofti. En
ekki Margrét. Þegar
síðast fréttist var
hún að leita sér að
afdrepi einhvers
staðar á Suður-
landi til dvalar
og ekki síð-
ur til þess að
halda tengsl-
um við kjósendur sína sem eru ekki
svo fáir á Suðurlandi.
Hús með
ættarnöfn
Á meðan á þessu gekk voru fleiri í
fasteignahugleiðingum. Brá svo við
að glæsihýsi gamla Reykjavíkur-
aðalsins 1 Þingholtunum fóru
nú að seljast á hærra verði en
áður hafði þekkst. Ungir at-
hafnamenn og nýríkir höfðu
fengið augastað á eignunum
og kepptust við að festa sér
eign í tíma. Guðmundur
Franklín Jónsson, verðbréfa-
sali í New York, náði Bergstaða-
stræti 84 sem er gamalt ættar-
óðal Briemanna. Áður
ý v hafði Skúli Mogensen
.. tryggt sér Fjölnisveg
- 11 sem haföi verið í
eigu Siemsenanna.
Ólafur Jóhann
Ólafsson kom sér
fyrir á Freyju-
götu 46, þar
sem annar
helmingur-
inn af Silla &
Valda hafði
búið, og Jón
Ásgeir Baugs-
kóngur keypti
Laufásveg 69 sem er
þekktur úr banka-
sögunni og ekki að
góðu einu saman.
Sigurbjörn Þor-
kelsson,
verðbréfa-
mógúll í
Ameríku
og barna-
barns Sig-
urbjörns biskups, toppaði þó þá fé-
laga sína alla með kaupum á Sjafnar-
götu 3. Síðastur í Holtin var svo Þor-
steinn Jónsson, forstjóri Vífilfells,
sem er í þann mund að flytja inn í
hús á Laufásvegi 73. Þar bjó áður fólk
með ættarnafnið Löve.
Gyllti þríhyrningurinn
Svæði hinna nýríku í Þingholtun-
um gengur undir nafninu Gyllti þrí-
hyrningurinn og rís vel undir nafni
þar sem það teygir sig frá Barónsstíg
og niður að Tjörn. Eða eins og sagði i
dagblaði fyrr á árinu: „Þeir segjast
vera komnir til að vera. Þaö á hins
vegar eftir að velta á gengi verðbréfa
í kauphöllum víða um heim í nánustu
framtíð."
Fyrsta pólitíska yfirlýsing Stefáns Jóns Hafsteins:
Alþingi í fjötrum hálsbindis
„Sjálfum líður mér best í póló-
peysu og þar sem ég er heitfengur
finnst mér miður að mega ekki einu
sinni fara úr jakkanum í þingsal,"
sagði Kristján Möller, þingmaður
Samfylkingarinnar, sem fyrstur
manna andmælti þeirri siðareglu
Alþingis sem skyldar karlmenn til
að vera með hálsbindi við þingstörf.
Konur mega hins vegar vera klædd-
ar að vild.
Andóf Kristjáns Möllers fékk
strax hljómgrunn, jafnt frá körlum
sem konum. Bryndís Hlöðversdótt-
ir, formaður þingflokks Samfylking-
arinnar, lýsti yfir stuðningi sínum
við Kristján Möller, þó svo Svavar
Örn, hárgreiðslumeistari og tísku-
lögga, væri á öðru máli: „Blessaðir
alþingismennirnir eru ekki mjög
smart fyrir og bindið gerir þá oft
fina sé það rétt valið,“ sagði Svavar
Örn en lagðist þó gegn þverslaufum:
„Það er eins og menn með slaufur
hafi lesið yfir sig,“ sagði hann.
Skömmu eftir aö Stefán Jón Haf-
stein hafði verið kjörinn formaður
framkvæmdanefndar Samfylking-
arinnar lét hann frá sér fara fyrstu
pólitísku yfirlýsingu u
sina en hún var einmitt um háls-
bindaskylduna á þingi:
„Ég geng sjaldan með bindi og sé
ekki ástæðu til að setja það upp þótt
ég fari á fund eða í sjónvarp," sagði
Stefán Jón. „Ég fæ ekki séð að háls-
bindi þingmanna séu alltaf til prýði
m og margar skyrtur
Siöareglur Alþingis
Stríöiö heldur áfram - lýöræöiö í hættu.
þannig hannaðar og hnepptar að þær
eru fallegri án bindis. Ég tel reglur
sem skylda menn til að vera með
bindi úreltar."
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar á Suðurlandi,
mætti eitt sinn á þingfund í rúllu-
kragapeysu og vann störf sin þannig
til fara. Voru ekki gerðar athugas-
emdir fyrr en þremur dögum síðar
þegar Geir Haarde fjármálaráðherra
sá ástæðu til að áminna Lúðvík
vegna þessa.
Gera má ráð fyrir að hálsbinda-
stríðið á Alþingi haldi áfram og taki
á sig nýjar myndir í framtíðinni því
margir telja að lýðræðinu stafi ógn af
bindisskyldunni. Fjöldi karlmanna
treysti sér einfaldlega ekki til stjórn-
málaþátttöku með þvi fororði að bera
skuli hálsbindi undantekningar-
laust við þá iðju.